Innlent

Lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftanna

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Óvissustig er nú í gildi fyrir norðan.
Óvissustig er nú í gildi fyrir norðan. Getty

Lýst hefur verið yfir óvissustigi almannavarna vegna yfirstandandi kraftmikillar jarðskjálftahrinu í námunda við Grímsey. Ríkislögreglustjóri tekur þessa ákvörðun í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra.

Í tilkynningu frá almannavörnum segir að 2600 skjálftar hafi mælst frá því að stærðarinnar skjálfti sem mældist 4,9 að stærð reið yfir 8. September. Umrætt svæði er þekkt jarðskjálftasvæði.

Óvissustig almannavarna þýðir að aukið eftirlit er haft með atburðarás sem á síðasti stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað. Þetta er hluti af verkferlum almannavarna til að tryggja formleg samskipti og upplýsingagjöf á milli viðbragðsaðila.

Fólk sem býr á þekktum jarðskjálftasvæðum er hvatt til að gera viðeigandi ráðstafanir vegna jarðskjálfta.


Tengdar fréttir

Skjálfti rúmlega fjórir að stærð austur af Grímsey

Klukkan tuttugu mínútur yfir eitt í dag varð skjálfti 4,1 að stærð sextán kílómetra austur af Grímsey. Tilkynningar hafa borist frá fólki á Akureyri og Siglufirði sem fann fyrir skjálftanum.

Jarðskjálfti 4,9 að stærð reið yfir Norðurland í nótt

Jarðskjálfti að stærðinni 4,9 mældist klukkan eina mínútu yfir fjögur í nótt um tólf kílómetra austnorðaustur af Grímsey. Samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands fannst skjálftinn vel á Norðurlandi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.