Í tilkynningu frá almannavörnum segir að 2600 skjálftar hafi mælst frá því að stærðarinnar skjálfti sem mældist 4,9 að stærð reið yfir 8. September. Umrætt svæði er þekkt jarðskjálftasvæði.
Óvissustig almannavarna þýðir að aukið eftirlit er haft með atburðarás sem á síðasti stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað. Þetta er hluti af verkferlum almannavarna til að tryggja formleg samskipti og upplýsingagjöf á milli viðbragðsaðila.
Fólk sem býr á þekktum jarðskjálftasvæðum er hvatt til að gera viðeigandi ráðstafanir vegna jarðskjálfta.