Rúnar Alex og Willum Þór með sína fyrstu deildarsigra Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. september 2022 20:30 Rúnar Alex Rúnarsson nældi í sinn fyrsta sigur í Tyrklandi í kvöld. Twitter/@totalfl Rúnar Alex Rúnarsson stóð milli stanganna er Alanyaspor lagði Ankaragücü í tyrknesku úrvalsdeildinni. Var þetta fyrsti sigur liðsins síðan Rúnar Alex komst í byrjunarliðið. Willum Þór Willumsson kom inn af bekknum hjá Go Ahead Eagles í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta er liðið vann 3-2 útisigur á Volendam. Rúnar Alex var að spila sinn fjórða leik í Tyrklandi í kvöld. Fyrir leik kvöldsins hafði lið hans ekki enn unnið leik. Sigurmarkið skoraði Efkan Bekiroğlu á 87. mínútu leiksins. Sigurinn þýðir að Alanyaspor er í 9. sæti tyrkensku úrvalsdeildarinnar með átta stig að loknum sex umferðum. lk yar dan foto raflar!#AlanyaAnkara pic.twitter.com/uPFaTPSX66— Corendon Alanyaspor (@Alanyaspor) September 9, 2022 Willum Þór hóf leik kvöldsins á bekknum en var sendur á vettvang þegar 20 mínútur lifðu leiks en þá var staðan jöfn 1-1. Bas Kuipers skoraði tvívegis eftir að íslenski miðjumaðurinn mætti til leiks og mark í uppbótartíma frá heimaliðinu gat ekki komið í veg fyrir sigur Go Ahead Eagles. Ernirnir eru enn í fallsæti en þetta var fyrsti sigur liðsins á tímabilinu. Willum Þór og félagar eru sem stendur með þrjú stig í 17. sæti hollensku úrvalsdeildarinnar. Kristian Hlynsson spilaði allan leikinn í 1-1 jafntefli Jong Ajax og Oss. Lagði Kristian upp mark Jong Ajax í fyrri hálfleik. Kristian og félagar eru í 9. sæti hollensku B-deildarinnar með átta stig eftir sex leiki. HT TOP Oss 0-1 #JongAjax Rasmussen Hlynsson#ossjaj pic.twitter.com/pOpNRV1oGr— AFC Ajax (@AFCAjax) September 9, 2022 Nökkvi Þeyr Þórisson þreytti frumraun sína í 2-0 tapi Beerschot gegn Lommel í belgísku B-deildinni í kvöld. Nökkvi Þeyr kom inn af bekknum þegar 19 mínútur voru til leiksloka. Honum tókst ekki að hjálpa Beerschot að jafna metin og skoruðu gestirnir annað mark áður en leiknum lauk. Lommel er í 2. sæti deildarinnar með níu stig á meðan Beerschot er í 3. sæti með sjö stig. Kolbeinn Þórðarson var ekki í leikmannahóp Lommel að þessu sinni. Fótbolti Hollenski boltinn Belgíski boltinn Tyrkneski boltinn Mest lesið Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Fleiri fréttir „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Sjá meira
Rúnar Alex var að spila sinn fjórða leik í Tyrklandi í kvöld. Fyrir leik kvöldsins hafði lið hans ekki enn unnið leik. Sigurmarkið skoraði Efkan Bekiroğlu á 87. mínútu leiksins. Sigurinn þýðir að Alanyaspor er í 9. sæti tyrkensku úrvalsdeildarinnar með átta stig að loknum sex umferðum. lk yar dan foto raflar!#AlanyaAnkara pic.twitter.com/uPFaTPSX66— Corendon Alanyaspor (@Alanyaspor) September 9, 2022 Willum Þór hóf leik kvöldsins á bekknum en var sendur á vettvang þegar 20 mínútur lifðu leiks en þá var staðan jöfn 1-1. Bas Kuipers skoraði tvívegis eftir að íslenski miðjumaðurinn mætti til leiks og mark í uppbótartíma frá heimaliðinu gat ekki komið í veg fyrir sigur Go Ahead Eagles. Ernirnir eru enn í fallsæti en þetta var fyrsti sigur liðsins á tímabilinu. Willum Þór og félagar eru sem stendur með þrjú stig í 17. sæti hollensku úrvalsdeildarinnar. Kristian Hlynsson spilaði allan leikinn í 1-1 jafntefli Jong Ajax og Oss. Lagði Kristian upp mark Jong Ajax í fyrri hálfleik. Kristian og félagar eru í 9. sæti hollensku B-deildarinnar með átta stig eftir sex leiki. HT TOP Oss 0-1 #JongAjax Rasmussen Hlynsson#ossjaj pic.twitter.com/pOpNRV1oGr— AFC Ajax (@AFCAjax) September 9, 2022 Nökkvi Þeyr Þórisson þreytti frumraun sína í 2-0 tapi Beerschot gegn Lommel í belgísku B-deildinni í kvöld. Nökkvi Þeyr kom inn af bekknum þegar 19 mínútur voru til leiksloka. Honum tókst ekki að hjálpa Beerschot að jafna metin og skoruðu gestirnir annað mark áður en leiknum lauk. Lommel er í 2. sæti deildarinnar með níu stig á meðan Beerschot er í 3. sæti með sjö stig. Kolbeinn Þórðarson var ekki í leikmannahóp Lommel að þessu sinni.
Fótbolti Hollenski boltinn Belgíski boltinn Tyrkneski boltinn Mest lesið Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Fleiri fréttir „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Sjá meira