Fótbolti

UEFA ekki tekið á­kvörðun en Rúss­land þegar skipu­lagt æfinga­leiki

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hinn 34 ára gamli Artem Dzyuba hefur leikið alls 55 leiki fyrir A-landslið Rússlands og skorað í þeim 30 mörk. Hann er í dag liðsfélagi Birkis Bjarnasonar í Tyrklandi.
Hinn 34 ára gamli Artem Dzyuba hefur leikið alls 55 leiki fyrir A-landslið Rússlands og skorað í þeim 30 mörk. Hann er í dag liðsfélagi Birkis Bjarnasonar í Tyrklandi. EPA-EFE/Friedemann Voge

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur ekki tekið ákvörðun hvort Rússland eigi að fá taka þátt í undankeppni Evrópumóts karla í knattspyrnu sem fram fer sumarið 2024. Á sama tíma er Rússland þegar byrjað að skipuleggja æfingaleiki og hefur fulla trú á að þjóðin fái að taka þátt.

Eftir innrás Rússland inn í Úkraínu var ákveðið að öll lands- og félagslið Rússlands myndu ekki fá að taka þátt í mótum á vegum UEFA né FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Átti Ísland til að mynda að vera með Rússlandi í riðli í Þjóðadeildinni en Rússlandi var meinuð þátttaka.

Þó stríðið geysi enn í Úkraínu þá hafa Rússar alltaf talið að ekki væri lagalegur grundvöllur fyrir ákvörðun FIFA og UEFA. Samkvæmt rússneska ríkisfjölmiðlinum Tass hefur UEFA staðfest að ekki sé búið að taka ákvörðun hvort Rússlandi verði með í undankeppni EM 2024 en dregið verður í hana í næsta mánuði.

Rússneska knattspyrnusambandið er allavega farið að undirbúa karlalandslið sitt undir endurkomu en þrír æfingaleikir eru á döfinni. Bosnía mætir í Sankti Pétursborg í nóvember og þá mun Rússland einnig mæta Íran og Kirgistan fyrir áramót.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×