Kaupin á Walsh gætu markað vatnaskil í kvennafótboltans Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2022 15:16 Keira Walsh og Lucy Bronze: Samherjar hjá Manchester Citu á síðustu leiktíð, Evrópumeistarar í sumar og samherjar hjá Barcelona á þessari leiktíð. Jonathan Moscrop/Getty Images Keira Walsh varð í gær dýrasti leikmaður í sögu kvennafótboltans í gær. Vissulega er um að ræða dropa í hafið er kemur að kaupum og sölum á leikmönnum karla megin en þó er talið að kaup Barcelona á miðjumanni Manchester City geti markað tímamót. Það sem vekur hvað helst athygli við kaupin er að hin 25 ára gamla Walsh verður samningslaus næsta sumar. Börsungar ákváðu hins vegar ekki að bíða og borguðu tæplega hálfa milljón punda (81 milljón) fyrir miðjumanninn. Annað sem vekur athygli er að Walsh spilar aðallega sem djúpur miðjumaður. Oftar nær eru það framherjar eða sóknarþenkjandi leikmenn sem fara á hvað hæstar upphæðir. Til að mynda var danski framherjinn Pernille Harder dýrasti leikmaður í sögu kvennafótboltans þangað til í gær en Chelsea keypti hana á 300 þúsund pund árið 2020. Á vef breska ríkisútvarpsins er bent á að félag eins og Barcelona, sem hefur átt í gríðarlegum fjárhagsvandræðum í sumar, hafi ákveðið að blása í herlúðra eftir það eitt að tapa úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Liðið vann alla deildarleiki sína ásamt því að vinna spænska bikarinn. Það beið hins vegar lægri hlut í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og tókst ekki að verja titil sinn. Virðist sem það tap, og meiðsli Alexia Putellas, hafi gert það að verkum að Börsungar opnuðu veskið. Acord amb el Manchester City pel traspàs de Keira Walsh— FC Barcelona Femení (@FCBfemeni) September 7, 2022 Barcelona er nú komið tvo Evrópumeistara í sínar raðir en hægri bakvörðurinn Lucy Bronze gekk í raðir félagsins á frjálsri sölu fyrr í sumar. Hún kom einnig frá Manchester City og ljóst að City þarf að opna veskið áður en félagaskiptaglugginn lokar síðar í dag. Ensk lið hafa vissulega verið að eyða meiru undanfarið enda gefur nýr sjónvarpsamningur þar í landi liðunum enn meira fjármagn. Það virðist hins vegar sem að þau þurfi að spýta í lófana ef þau ætla sér að halda í við Barcelona og Lyon en franska liðið hefur árum saman verið eitt best rekna kvennalið Evrópu. Keira Walsh hefur til þessa spilað allan sinn feril með Manchester City. Alls vann hún átta titla með félagin, þar af fjórum sinnum ensku úrvalsdeildina. Nú er komið að því að safna titlum á Spáni. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Sjá meira
Það sem vekur hvað helst athygli við kaupin er að hin 25 ára gamla Walsh verður samningslaus næsta sumar. Börsungar ákváðu hins vegar ekki að bíða og borguðu tæplega hálfa milljón punda (81 milljón) fyrir miðjumanninn. Annað sem vekur athygli er að Walsh spilar aðallega sem djúpur miðjumaður. Oftar nær eru það framherjar eða sóknarþenkjandi leikmenn sem fara á hvað hæstar upphæðir. Til að mynda var danski framherjinn Pernille Harder dýrasti leikmaður í sögu kvennafótboltans þangað til í gær en Chelsea keypti hana á 300 þúsund pund árið 2020. Á vef breska ríkisútvarpsins er bent á að félag eins og Barcelona, sem hefur átt í gríðarlegum fjárhagsvandræðum í sumar, hafi ákveðið að blása í herlúðra eftir það eitt að tapa úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Liðið vann alla deildarleiki sína ásamt því að vinna spænska bikarinn. Það beið hins vegar lægri hlut í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og tókst ekki að verja titil sinn. Virðist sem það tap, og meiðsli Alexia Putellas, hafi gert það að verkum að Börsungar opnuðu veskið. Acord amb el Manchester City pel traspàs de Keira Walsh— FC Barcelona Femení (@FCBfemeni) September 7, 2022 Barcelona er nú komið tvo Evrópumeistara í sínar raðir en hægri bakvörðurinn Lucy Bronze gekk í raðir félagsins á frjálsri sölu fyrr í sumar. Hún kom einnig frá Manchester City og ljóst að City þarf að opna veskið áður en félagaskiptaglugginn lokar síðar í dag. Ensk lið hafa vissulega verið að eyða meiru undanfarið enda gefur nýr sjónvarpsamningur þar í landi liðunum enn meira fjármagn. Það virðist hins vegar sem að þau þurfi að spýta í lófana ef þau ætla sér að halda í við Barcelona og Lyon en franska liðið hefur árum saman verið eitt best rekna kvennalið Evrópu. Keira Walsh hefur til þessa spilað allan sinn feril með Manchester City. Alls vann hún átta titla með félagin, þar af fjórum sinnum ensku úrvalsdeildina. Nú er komið að því að safna titlum á Spáni.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Sjá meira