Hasar og dramatík í Madríd | Tvenna Richarlison kláraði Marseille Atli Arason skrifar 7. september 2022 21:15 Richarlison öðru marki sínu í Meistaradeildinni. Getty Images Fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu er formlega lokið. Atletico Madrid vann hádramatískan 2-1 sigur á Porto, Tottenham vann tveggja marka sigur á Marseille á meðan Club Brugge vann Bayer Leverkusen óvænt, 1-0. Tottenham 2-0 Marseille Tottenham vann 2-0 sigur á Marseille með tvennu frá Richarlison í fyrsta leik hans í Meistaradeildinni. Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað en fyrsta marktilraun Tottenham kom eftir 40. mínútuna leik en fram að því voru gestirnir líklegri til að skora. Markalaust var í leikhlé en í upphafi síðari hálfleiks var Tottenham skyndilega orðnir einum leikmanni fleiri. Chancel Mbemba, leikmaður Marseille, fékk þá rautt spjald fyrir að tækla Son Heung-Min sem var sloppinn einn í gegn. Á 76. mínútu skoraði Richarlision svo fyrsta mark sitt í treyju Tottenham þegar hann skallaði fyrirgjöf Ivan Peresic af vinstri væng í netið. Brassinn tvöfaldaði svo markafjölda sinn í Meistaradeildinni er hann skoraði aftur með kollspyrnu á 81. mínútu eftir undirbúning Pierre-Emile Højbjerg og lokatölur 2-0. Atletico Madrid 2-1 Porto Framan af var leikurinn frekar hljóðlátur en hasarinn fór ekki af stað fyrr en seint í leiknum. Á 81. mínútu er Mehdi Taremi, leikmaður Porto, rekinn af velli þegar hann fékk sitt seinna gula spjald fyrir leikaraskap. Taremi fékk sitt fyrra gula spjald einungis tíu mínútum áður. Tíu mínútum eftir rauða spjaldið, eða á 91. mínútu, skoraði Mario Hermoso það sem virtist vera sigurmark leiksins en skot Hermoso við enda vítateigsins fór af varnarmanni Porto og þaðan yfir Diogo Costa í marki Porto. Hermoso fór þó úr hetju í skúrk þegar hann fékk dæmda á sig vítaspyrnu fimm mínútum síðar. Mateus Uribe tók vítaspyrnuna fyrir Porto og jafnaði leikinn en Jan Oblak var afar nálægt því að verja spyrnuna. Ærin fagnaðarlæti eftir sigurmark Griezmann.Getty Images Á 101. mínútu kom hins vegar varamaðurinn Antoine Griezmann heimamönnum til bjargar þegar hann skoraði sigurmarkið með skalla og allt ætlaði um koll að keyra á Metropolitano vellinum í Madríd. Club Brugge 1-0 Bayer Leverkusen Í Belgíu vann Club Brugge óvæntan 1-0 sigur á Bayer Leverkusen en Abakar Sylla skoraði eina mark leiksins fyrir belgísku meistarana á 41. mínútu með skallamarki eftir hornspyrnu Skov Olsen. Lukas Hradecky, markvörður Leverkusen hefði mátt gera töluvert betur en inn fór boltinn. Fjórði sigur Brugge í síðustu 19 Meistaradeildar leikjum er því staðreynd en liðið hefur aldrei komist upp úr riðlakeppninni. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Sjá meira
Tottenham 2-0 Marseille Tottenham vann 2-0 sigur á Marseille með tvennu frá Richarlison í fyrsta leik hans í Meistaradeildinni. Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað en fyrsta marktilraun Tottenham kom eftir 40. mínútuna leik en fram að því voru gestirnir líklegri til að skora. Markalaust var í leikhlé en í upphafi síðari hálfleiks var Tottenham skyndilega orðnir einum leikmanni fleiri. Chancel Mbemba, leikmaður Marseille, fékk þá rautt spjald fyrir að tækla Son Heung-Min sem var sloppinn einn í gegn. Á 76. mínútu skoraði Richarlision svo fyrsta mark sitt í treyju Tottenham þegar hann skallaði fyrirgjöf Ivan Peresic af vinstri væng í netið. Brassinn tvöfaldaði svo markafjölda sinn í Meistaradeildinni er hann skoraði aftur með kollspyrnu á 81. mínútu eftir undirbúning Pierre-Emile Højbjerg og lokatölur 2-0. Atletico Madrid 2-1 Porto Framan af var leikurinn frekar hljóðlátur en hasarinn fór ekki af stað fyrr en seint í leiknum. Á 81. mínútu er Mehdi Taremi, leikmaður Porto, rekinn af velli þegar hann fékk sitt seinna gula spjald fyrir leikaraskap. Taremi fékk sitt fyrra gula spjald einungis tíu mínútum áður. Tíu mínútum eftir rauða spjaldið, eða á 91. mínútu, skoraði Mario Hermoso það sem virtist vera sigurmark leiksins en skot Hermoso við enda vítateigsins fór af varnarmanni Porto og þaðan yfir Diogo Costa í marki Porto. Hermoso fór þó úr hetju í skúrk þegar hann fékk dæmda á sig vítaspyrnu fimm mínútum síðar. Mateus Uribe tók vítaspyrnuna fyrir Porto og jafnaði leikinn en Jan Oblak var afar nálægt því að verja spyrnuna. Ærin fagnaðarlæti eftir sigurmark Griezmann.Getty Images Á 101. mínútu kom hins vegar varamaðurinn Antoine Griezmann heimamönnum til bjargar þegar hann skoraði sigurmarkið með skalla og allt ætlaði um koll að keyra á Metropolitano vellinum í Madríd. Club Brugge 1-0 Bayer Leverkusen Í Belgíu vann Club Brugge óvæntan 1-0 sigur á Bayer Leverkusen en Abakar Sylla skoraði eina mark leiksins fyrir belgísku meistarana á 41. mínútu með skallamarki eftir hornspyrnu Skov Olsen. Lukas Hradecky, markvörður Leverkusen hefði mátt gera töluvert betur en inn fór boltinn. Fjórði sigur Brugge í síðustu 19 Meistaradeildar leikjum er því staðreynd en liðið hefur aldrei komist upp úr riðlakeppninni.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Sjá meira