Arnar hugsaði út í metið: Aðalatriðið að taka ekki fótinn af pedalanum Smári Jökull Jónsson skrifar 7. september 2022 21:38 Arnar Gunnlaugsson viðurkenndi að hafa hugsað út í metið þegar mörkunum fjölgaði. Vísir/Diego „Frammistaðan var nánast fullkomin. Ég bað um svör eftir síðasta leik og fékk þau svo sannarlega, ég átti nú ekki von á þessu,“ sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga eftir 9-0 sigur liðsins á Leikni í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld. „Leiknismenn byrjuðu leikinn mjög vel og spiluðu nákvæmlega sömu pressu og ÍBV var að gera en við vorum reynslunni ríkari og náðum að leysa hana. Eftir fyrsta markið þá var þetta bara erfitt fyrir Leiknismenn, við vorum bara „on our game“ og með allt á hreinu. Frábær frammistaða,“ sagði Arnar í samtali við Vísi eftir leik. Eins og Arnar sagði þá byrjuðu Leiknismenn leikinn vel og voru í raun búnir að vera betri þegar fyrsta mark Víkings kom á 14.mínútu. Eftir það var hins vegar aldrei spurning hvar sigurinn myndi lenda. Leiknismenn áttu engin svör við pressu Víkinga í dag sem unnu boltann hvað eftir annað framarlega á vellinum. „Þetta er sama og á móti Breiðablik í bikarnum. Ef pressan er góð og þú nærð henni þarna þá færðu tækifæri og liðin verða svolítið skelkuð. Við vorum virkilega kröftugir í dag og skulduðum okkur frammistöðu, bæði einstaklingsframmistöðu og liðsheildin. Ég er virkilega ánægður með hvernig við svöruðum þessum leik gegn ÍBV,“ en Víkingur og ÍBV gerðu 2-2 jafntefli í síðustu umferð þar sem Víkingar voru heppnir að sleppa með eitt stig. Með þessum 9-0 sigri jafna Víkingar metið yfir stærstu sigra í efstu deild með tvöfaldri umferð. ÍA vann Breiðablik 10-1 árið 1973 og Skagamenn unnu Víkinga einnig 10-1 árið 1993. Arnar viðurkenndi að hafa hugsað út í metið á meðan á leiknum stóð. „Ég fór að spyrja, ég man að ég fór á leik uppi á Skaga ´93 og það er væntanlega metið sem þú ert að tala um. Auðvitað fórum við að pæla í þessu en aðalatriðið var að taka ekki fótinn af pedalanum, halda áfram og vera vægðarlausir.“ „Ég veit að þetta er illa gert gegn Leikni en við erum bara í okkar leik og gangi þeim vel í sínu. Við þurftum bara á þessari frammistöðu að halda og auðvitað langar mig að eiga met,“ sagði Arnar að endingu. Besta deild karla Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur 9-0 Leiknir | Víkingar jöfnuðu met þegar þeir niðurlögðu Leikni Víkingar rótburstuðu Leikni í Bestu deild karla í kvöld. Lokatölur 9-0 þar sem Leiknismenn sáu ekki til sólar eftir fyrsta mark Víkinga.Fyrsta mark Víkinga kom á 14.mínútu og svo komu mörkin á færibandi. Staðan í hálfleik var 5-0 og eftir 42 sekúndur í síðari hálfleik var staðan orðin 6-0.Víkingar stigu aldrei af bensíngjöfinni en með sigrinum jafna þeir metið yfir stærsta sigur í sögu efstu deildar. 7. september 2022 21:00 Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Sjá meira
„Leiknismenn byrjuðu leikinn mjög vel og spiluðu nákvæmlega sömu pressu og ÍBV var að gera en við vorum reynslunni ríkari og náðum að leysa hana. Eftir fyrsta markið þá var þetta bara erfitt fyrir Leiknismenn, við vorum bara „on our game“ og með allt á hreinu. Frábær frammistaða,“ sagði Arnar í samtali við Vísi eftir leik. Eins og Arnar sagði þá byrjuðu Leiknismenn leikinn vel og voru í raun búnir að vera betri þegar fyrsta mark Víkings kom á 14.mínútu. Eftir það var hins vegar aldrei spurning hvar sigurinn myndi lenda. Leiknismenn áttu engin svör við pressu Víkinga í dag sem unnu boltann hvað eftir annað framarlega á vellinum. „Þetta er sama og á móti Breiðablik í bikarnum. Ef pressan er góð og þú nærð henni þarna þá færðu tækifæri og liðin verða svolítið skelkuð. Við vorum virkilega kröftugir í dag og skulduðum okkur frammistöðu, bæði einstaklingsframmistöðu og liðsheildin. Ég er virkilega ánægður með hvernig við svöruðum þessum leik gegn ÍBV,“ en Víkingur og ÍBV gerðu 2-2 jafntefli í síðustu umferð þar sem Víkingar voru heppnir að sleppa með eitt stig. Með þessum 9-0 sigri jafna Víkingar metið yfir stærstu sigra í efstu deild með tvöfaldri umferð. ÍA vann Breiðablik 10-1 árið 1973 og Skagamenn unnu Víkinga einnig 10-1 árið 1993. Arnar viðurkenndi að hafa hugsað út í metið á meðan á leiknum stóð. „Ég fór að spyrja, ég man að ég fór á leik uppi á Skaga ´93 og það er væntanlega metið sem þú ert að tala um. Auðvitað fórum við að pæla í þessu en aðalatriðið var að taka ekki fótinn af pedalanum, halda áfram og vera vægðarlausir.“ „Ég veit að þetta er illa gert gegn Leikni en við erum bara í okkar leik og gangi þeim vel í sínu. Við þurftum bara á þessari frammistöðu að halda og auðvitað langar mig að eiga met,“ sagði Arnar að endingu.
Besta deild karla Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur 9-0 Leiknir | Víkingar jöfnuðu met þegar þeir niðurlögðu Leikni Víkingar rótburstuðu Leikni í Bestu deild karla í kvöld. Lokatölur 9-0 þar sem Leiknismenn sáu ekki til sólar eftir fyrsta mark Víkinga.Fyrsta mark Víkinga kom á 14.mínútu og svo komu mörkin á færibandi. Staðan í hálfleik var 5-0 og eftir 42 sekúndur í síðari hálfleik var staðan orðin 6-0.Víkingar stigu aldrei af bensíngjöfinni en með sigrinum jafna þeir metið yfir stærsta sigur í sögu efstu deildar. 7. september 2022 21:00 Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Sjá meira
Leik lokið: Víkingur 9-0 Leiknir | Víkingar jöfnuðu met þegar þeir niðurlögðu Leikni Víkingar rótburstuðu Leikni í Bestu deild karla í kvöld. Lokatölur 9-0 þar sem Leiknismenn sáu ekki til sólar eftir fyrsta mark Víkinga.Fyrsta mark Víkinga kom á 14.mínútu og svo komu mörkin á færibandi. Staðan í hálfleik var 5-0 og eftir 42 sekúndur í síðari hálfleik var staðan orðin 6-0.Víkingar stigu aldrei af bensíngjöfinni en með sigrinum jafna þeir metið yfir stærsta sigur í sögu efstu deildar. 7. september 2022 21:00