„Íslenska ríkið er gott í að skrifa skýrslur en svo gerist ekki neitt“ Snorri Másson skrifar 8. september 2022 08:41 Lina Elisabet Hallberg er Svíi sem ólst upp í Sviss en flutti til Íslands árið 2016. Lina starfar sem tannlæknir á Íslandi en þurfti á sínum tíma að minnka verulega við sig í starfi, þar sem hún vildi klára að læra íslensku. Eina leiðin sem hún mat færa var að fara beinlínis í háskólanám, þar sem aðra valkosti skorti. Lina ræddi málefni íslenskukennslu í Íslandi í dag, þar sem hún sagði íslenska ríkið sýna mikið áhugaleysi í innflytjendamálum; og að ekki væri nándar nærri staðið nógu vel að íslenskukennslu fyrir útlendinga. Hér að ofan má sjá viðtalið, sem fer fram á lýtalausri íslensku - nokkuð sem allir geta lært að sögn Linu. „Ég byrjaði á að fara í tungumálaskóla, keypti bækur, en því miður. Eftir fjögur eða fimm námskeið þá var ekkert til að gera. Það er hægt að læra íslensku en það vantar kennslubækur, orðabækur og námskeið," segir Lina. Úrræðaleysið sem blasir við eftir fyrstu grunnnámskeiðin kemur að sögn Linu niður á íslensku samfélagi í praktískum skilningi. Hún sjálf hafi þannig þurft að minnka við sig í vinnu til að klára námið og þar að auki þekki hún fjölda menntaðs fólks sem ekki getur starfað við fag sitt vegna þess að það hefur ekki náð tökum á tungumálinu þrátt fyrir áralanga dvöl. Það sé ekki fjarlægur veruleiki að hér skapist stór hópur fólks sem ekki tali tungumálið, heldur sé sú staða þegar uppi. Lina Hallberg tannlæknir er mikill áhugamaður um íslenska tungu og hefur náð undraverðum tökum á henni á aðeins örfáum árum. Aðrir geta gert hið sama, en þá verða yfirvöld að skapa forsendur til náms.Vísir/Vilhelm „Mér finnst íslenska ríkið mjög gott í að skrifa skýrslur en svo gerist ekki neitt,“ segir Lina. Ég þekki marga sem hafa verið hér í sjö, átta, níu ár og tala varla íslensku af því að tækifærin eru ekki til. Það er ótrúlega erfitt að finna námskeið. Það eru ekki til kennslubækur og kennslubækurnar sem þú átt að skoða til að fá ríkisborgararétt, þær eru bara ekki góðar. Það þarf, að sögn Linu, að gera miklu, miklu betur. Íslensk fræði Innflytjendamál Tengdar fréttir Segir nauðsynlegt að efla íslenskukennslu fyrir innflytjendur Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir erlent vinnuafl nauðsynlegt til þess að sinna megi þeim stöfum sem skapist þegar þjóðin eldist og færri verða á vinnumarkaði. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði segir bráðnauðsynlegt að efla íslenskukennslu fyrir þá sem komi erlendis frá til landsins og vilji vinna. Hann hafi áhyggjur af íslensku máli. 4. september 2022 00:22 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Lina ræddi málefni íslenskukennslu í Íslandi í dag, þar sem hún sagði íslenska ríkið sýna mikið áhugaleysi í innflytjendamálum; og að ekki væri nándar nærri staðið nógu vel að íslenskukennslu fyrir útlendinga. Hér að ofan má sjá viðtalið, sem fer fram á lýtalausri íslensku - nokkuð sem allir geta lært að sögn Linu. „Ég byrjaði á að fara í tungumálaskóla, keypti bækur, en því miður. Eftir fjögur eða fimm námskeið þá var ekkert til að gera. Það er hægt að læra íslensku en það vantar kennslubækur, orðabækur og námskeið," segir Lina. Úrræðaleysið sem blasir við eftir fyrstu grunnnámskeiðin kemur að sögn Linu niður á íslensku samfélagi í praktískum skilningi. Hún sjálf hafi þannig þurft að minnka við sig í vinnu til að klára námið og þar að auki þekki hún fjölda menntaðs fólks sem ekki getur starfað við fag sitt vegna þess að það hefur ekki náð tökum á tungumálinu þrátt fyrir áralanga dvöl. Það sé ekki fjarlægur veruleiki að hér skapist stór hópur fólks sem ekki tali tungumálið, heldur sé sú staða þegar uppi. Lina Hallberg tannlæknir er mikill áhugamaður um íslenska tungu og hefur náð undraverðum tökum á henni á aðeins örfáum árum. Aðrir geta gert hið sama, en þá verða yfirvöld að skapa forsendur til náms.Vísir/Vilhelm „Mér finnst íslenska ríkið mjög gott í að skrifa skýrslur en svo gerist ekki neitt,“ segir Lina. Ég þekki marga sem hafa verið hér í sjö, átta, níu ár og tala varla íslensku af því að tækifærin eru ekki til. Það er ótrúlega erfitt að finna námskeið. Það eru ekki til kennslubækur og kennslubækurnar sem þú átt að skoða til að fá ríkisborgararétt, þær eru bara ekki góðar. Það þarf, að sögn Linu, að gera miklu, miklu betur.
Íslensk fræði Innflytjendamál Tengdar fréttir Segir nauðsynlegt að efla íslenskukennslu fyrir innflytjendur Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir erlent vinnuafl nauðsynlegt til þess að sinna megi þeim stöfum sem skapist þegar þjóðin eldist og færri verða á vinnumarkaði. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði segir bráðnauðsynlegt að efla íslenskukennslu fyrir þá sem komi erlendis frá til landsins og vilji vinna. Hann hafi áhyggjur af íslensku máli. 4. september 2022 00:22 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Segir nauðsynlegt að efla íslenskukennslu fyrir innflytjendur Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir erlent vinnuafl nauðsynlegt til þess að sinna megi þeim stöfum sem skapist þegar þjóðin eldist og færri verða á vinnumarkaði. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði segir bráðnauðsynlegt að efla íslenskukennslu fyrir þá sem komi erlendis frá til landsins og vilji vinna. Hann hafi áhyggjur af íslensku máli. 4. september 2022 00:22