Segir nauðsynlegt að efla íslenskukennslu fyrir innflytjendur Ellen Geirsdóttir Håkansson og Snorri Másson skrifa 4. september 2022 00:22 Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus, kenndi íslenska málfræði við Háskóla Íslands í meira en 30 ár. Vísir/Arnar Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir erlent vinnuafl nauðsynlegt til þess að sinna megi þeim stöfum sem skapist þegar þjóðin eldist og færri verða á vinnumarkaði. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði segir bráðnauðsynlegt að efla íslenskukennslu fyrir þá sem komi erlendis frá til landsins og vilji vinna. Hann hafi áhyggjur af íslensku máli. Eiríkur segir möguleika á því að vinnumarkaðurinn skiptist í tvennt og láglaunastörf skapist þar sem fólk kunni ekki íslensku en enska verði aðal samskiptamálið. Á meðan verði Íslendingar í betur launuðum störfum. „En þeir munu samt náttúrulega þurfa að nota ensku mjög mikið til samskiptum við aðra, við þetta erlenda vinnuafl ofan á þá ensku sem þegar er notuð. Þannig að ég held það sé alveg ljóst að ef við viljum halda íslenskunni áfram þá verðum við að gera eitthvað,“ segir Eiríkur. Hann segir bráðnauðsynlegt að efla íslenskukennsluna fyrir innflytjendur og bjóða þurfi upp á meira og betra kennsluefni ásamt námskeiðum. „Það verður að gera fólki kleift að stunda íslenskunám á vinnutíma og svo framvegis,“ segir Eiríkur. Hann segir ýmislegt hægt að gera fyrir fólk sem komi til landsins til þess að vinna í styttri tíma eða fólk sem bara nenni hreinlega ekki að læra jafn erfitt tungumál og íslenskuna. „Það er hægt að vera með svona starfstengd nám þar sem að fólk lærir orðaforða sem tengist því sem að það er að vinna við, lærir ekki íslensku svona alveg fullkomlega. En svo þar fyrir utan þá er náttúrulega ljóst að enska er komin til að vera, hún verður áfram hluti af íslensku málsamfélagi og við þurfum að taka það til umræðu,“ segir Eiríkur. Ákveða þurfi hvar og í hvaða tilfellum enska sé töluð og hvar íslenskan verði að vera. Eiríkur segist bjartsýnn á að átak hvað þetta varðar fari í gang, en við eigum engan annan kost. „Ég bara treysti því vegna þess að ég held við eigum engan annan kost, ef við viljum virkilega halda í íslenskuna sem ég held að fólk vilji nú náttúrulega,“ segir Eiríkur að lokum. Viðtalið við Eirík má sjá í spilaranum hér að ofan en það hefst á 01:54 Innflytjendamál Íslenska á tækniöld Vinnumarkaður Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Eiríkur segir möguleika á því að vinnumarkaðurinn skiptist í tvennt og láglaunastörf skapist þar sem fólk kunni ekki íslensku en enska verði aðal samskiptamálið. Á meðan verði Íslendingar í betur launuðum störfum. „En þeir munu samt náttúrulega þurfa að nota ensku mjög mikið til samskiptum við aðra, við þetta erlenda vinnuafl ofan á þá ensku sem þegar er notuð. Þannig að ég held það sé alveg ljóst að ef við viljum halda íslenskunni áfram þá verðum við að gera eitthvað,“ segir Eiríkur. Hann segir bráðnauðsynlegt að efla íslenskukennsluna fyrir innflytjendur og bjóða þurfi upp á meira og betra kennsluefni ásamt námskeiðum. „Það verður að gera fólki kleift að stunda íslenskunám á vinnutíma og svo framvegis,“ segir Eiríkur. Hann segir ýmislegt hægt að gera fyrir fólk sem komi til landsins til þess að vinna í styttri tíma eða fólk sem bara nenni hreinlega ekki að læra jafn erfitt tungumál og íslenskuna. „Það er hægt að vera með svona starfstengd nám þar sem að fólk lærir orðaforða sem tengist því sem að það er að vinna við, lærir ekki íslensku svona alveg fullkomlega. En svo þar fyrir utan þá er náttúrulega ljóst að enska er komin til að vera, hún verður áfram hluti af íslensku málsamfélagi og við þurfum að taka það til umræðu,“ segir Eiríkur. Ákveða þurfi hvar og í hvaða tilfellum enska sé töluð og hvar íslenskan verði að vera. Eiríkur segist bjartsýnn á að átak hvað þetta varðar fari í gang, en við eigum engan annan kost. „Ég bara treysti því vegna þess að ég held við eigum engan annan kost, ef við viljum virkilega halda í íslenskuna sem ég held að fólk vilji nú náttúrulega,“ segir Eiríkur að lokum. Viðtalið við Eirík má sjá í spilaranum hér að ofan en það hefst á 01:54
Innflytjendamál Íslenska á tækniöld Vinnumarkaður Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira