Innlent

Nýtt hring­torg við Biskups­tungna­braut tekið í notkun

Bjarki Sigurðsson skrifar
Nýja hringtorgið við Biskupstungnabraut verður opnað á morgun.
Nýja hringtorgið við Biskupstungnabraut verður opnað á morgun. Vegagerðin

Nýr kafli Suðurlandsvegar og hringtorg við Biskupstungnabraut verða tekin í notkun á morgun. Framkvæmdir hófust í apríl árið 2020 og er verkefnið annar áfangi breikkunar Suðurlandsvegar.

Í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar segir að framkvæmdir hafi gengið vonum framar og séu nokkuð á undan áætlun. Útlit er fyrir að umferð verði hleypt á allan kaflann fyrir árslok en eftir á að steypa brúargólf á tvær brýr, yfir Bakkárholtsá og við Kotströnd.

Kaflinn sem verður opnaður á morgun ásamt hringtorginu er fjögurra kílómetra langur og er frá Biskupstungnabraut í átt að Hveragerði.

Hér sést hvar ekið verður inn á nýja kafla Hringvegarins.Vegagerðin

Unnið er að því að steypa brúargólf í brúna yfir Bakkárholtsá.Vegagerðin

Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×