Einkunnir Íslands: Sandra maður leiksins Íþróttadeild Vísis skrifar 6. september 2022 20:50 Sandra Sigurðardóttir með eina af fjölmörgum vörslum sínum í leiknum. ANP via Getty Images Ísland tapaði með afar svekkjandi hætti, 1-0 fyrir Hollandi í undankeppni HM ytra. Sigurmark Hollands kom í uppbótartíma og þýðir að Ísland fer ekki beint á HM heldur í umspil. Ísland var í vörn nánast allan leikinn og var raunar ótrúlegt að Holland hafi ekki skorað fyrr. Sandra Sigurðardóttir var helsta ástæða þess en hún átti stórkostlegan leik í markinu og var maður leiksins. Einkunnir íslenska liðsins má sjá að neðan. Byrjunarlið Sandra Sigurðardóttir, markvörður: 10 Líkt og EM varði Sandra eins og berserkur, þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Var vandanum vaxin í hverju einasta skoti og hverri einustu fyrirgjöf. Svakaleg frammistaða og hún verðskuldaði að halda hreinu. Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður: 8 Sinnti varnarvinnunni vel í þéttum múr Íslands, sérstaklega í síðari hálfleiknum. Bjargaði frábærlega á línu í þeim fyrri. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður: 9Stóð vaktina vel í vörn íslenska liðsins og tókst að halda Vivianne Miedema í skefjum framan af. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður: 8 Varðist með öllu sem hún átti. Líkt og aðrir varnarmenn Íslands átti hún erfitt að spila boltanum í gegnum pressu hollenska liðsins. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, vinstri bakvörður: 6 Var í vandræðum á köflum enda sótti Holland að mestu upp hægra megin, sér í lagi í fyrri hálfleik. Er þekktari fyrir að vera góð sóknarlega en það fékk ekki beint að njóta sín í kvöld. Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður: 7 Barðist og barðist en náði lítið að sýna gæði sín með boltann enda komst íslenska miðjan ekki nálægt boltanum. Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður: 7 Svipaða sögu af henni að segja og Söru Björk að ofan. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, miðjumaður: 7Sama og með Söru Björk og Dagnýju. Var tekin af velli eftir að hafa meiðst lítillega að því virtist. Var með tárin í augunum er hún gekk af velli. Svava Rós Guðmundsdóttir, vinstri kantmaður: 5 Fékk ekki úr miklu að moða á meðan hún var inn á. Var meira í vörn en sókn enda hollenska liðið boltann nær allan fyrri hálfleikinn. Sveindís Jane Jónsdóttir, hægri kantmaður: 6Svipað og með aðra framherja liðsins, var meira í vörn en sókn. Maður hefði þó viljað sjá löng innköst Sveindísar Jane valda meiri usla en þau í raun gerðu. Átti góða spretti og var á köflum sú eina sem gaf varnarmönnum í yfirvinnu andrými. Afdrifaríkt klúður í dauðafæri á 75. mínútu. Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji: 5 Var rosalega einangruð upp á topp hjá íslenska liðinu og fékk bókstaflega úr engu að moða Varamenn: Selma Sól Magnúsdóttir - Kom inn fyrir Svövu Rós í hálfleik: 5 Hljóp mikið og sinnti varnarvinnunni af krafti. Hefði átt að stoppa fyrirgjöfina sem markið kom úr. Elín Metta Jensen - Kom inn fyrir Berglindi Björgu á 80. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Alexandra Jóhannsdóttir - Kom inn fyrir Gunnhildi Yrsu á 80. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira
Ísland var í vörn nánast allan leikinn og var raunar ótrúlegt að Holland hafi ekki skorað fyrr. Sandra Sigurðardóttir var helsta ástæða þess en hún átti stórkostlegan leik í markinu og var maður leiksins. Einkunnir íslenska liðsins má sjá að neðan. Byrjunarlið Sandra Sigurðardóttir, markvörður: 10 Líkt og EM varði Sandra eins og berserkur, þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Var vandanum vaxin í hverju einasta skoti og hverri einustu fyrirgjöf. Svakaleg frammistaða og hún verðskuldaði að halda hreinu. Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður: 8 Sinnti varnarvinnunni vel í þéttum múr Íslands, sérstaklega í síðari hálfleiknum. Bjargaði frábærlega á línu í þeim fyrri. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður: 9Stóð vaktina vel í vörn íslenska liðsins og tókst að halda Vivianne Miedema í skefjum framan af. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður: 8 Varðist með öllu sem hún átti. Líkt og aðrir varnarmenn Íslands átti hún erfitt að spila boltanum í gegnum pressu hollenska liðsins. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, vinstri bakvörður: 6 Var í vandræðum á köflum enda sótti Holland að mestu upp hægra megin, sér í lagi í fyrri hálfleik. Er þekktari fyrir að vera góð sóknarlega en það fékk ekki beint að njóta sín í kvöld. Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður: 7 Barðist og barðist en náði lítið að sýna gæði sín með boltann enda komst íslenska miðjan ekki nálægt boltanum. Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður: 7 Svipaða sögu af henni að segja og Söru Björk að ofan. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, miðjumaður: 7Sama og með Söru Björk og Dagnýju. Var tekin af velli eftir að hafa meiðst lítillega að því virtist. Var með tárin í augunum er hún gekk af velli. Svava Rós Guðmundsdóttir, vinstri kantmaður: 5 Fékk ekki úr miklu að moða á meðan hún var inn á. Var meira í vörn en sókn enda hollenska liðið boltann nær allan fyrri hálfleikinn. Sveindís Jane Jónsdóttir, hægri kantmaður: 6Svipað og með aðra framherja liðsins, var meira í vörn en sókn. Maður hefði þó viljað sjá löng innköst Sveindísar Jane valda meiri usla en þau í raun gerðu. Átti góða spretti og var á köflum sú eina sem gaf varnarmönnum í yfirvinnu andrými. Afdrifaríkt klúður í dauðafæri á 75. mínútu. Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji: 5 Var rosalega einangruð upp á topp hjá íslenska liðinu og fékk bókstaflega úr engu að moða Varamenn: Selma Sól Magnúsdóttir - Kom inn fyrir Svövu Rós í hálfleik: 5 Hljóp mikið og sinnti varnarvinnunni af krafti. Hefði átt að stoppa fyrirgjöfina sem markið kom úr. Elín Metta Jensen - Kom inn fyrir Berglindi Björgu á 80. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Alexandra Jóhannsdóttir - Kom inn fyrir Gunnhildi Yrsu á 80. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira