Varaþingmaður hættur í Flokki fólksins vegna hrossamálsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. september 2022 16:32 Inga Sæland brennur fyrir dýraheilbrigði og bað varaþingmann flokksins í Norðvesturkjördæmi um að stíga til hliðar um leið og hún heyrði af tengingu flokksins við málið. Vísir/Vilhelm Varaþingmaður Flokks fólksins er hættur í flokknum vegna tengsla við meint dýraníð í Borgarfirði. Formanni flokksins blöskraði að varaþingmaðurinn væri tengdur málinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er umræddur varaþingmaður Flokks fólksins Þórunn Björg Bjarnadóttir landbúnaðarverkakona. Hún skipaði annað sæti lista flokksins í Norðvesturkjördæmi í Alþingiskosningunum í fyrrahaust. Inga í áfalli Mikið hefur verið fjallað um bónda í Borgarfirði sem sakaður hefur verið um illa meðferð hrossa. Þórunn Björg hefur samkvæmt upplýsingum fréttastofu komið að ræktun hrossanna ásamt bóndanum. „Það kom okkur gjörsamlega í okkar skjöldu,“ segir Inga Sæland sem var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún segir málið slá sig mjög illa. „Þetta er vægast sagt skelfilegt. Það verður bara að horfast í augu við það að í samfélaginu á sér stað því miður ótrúlega mikið af illri meðferð á dýrum án þess að við vitum af því.“ Inga segir að haft hafi verið samband við varaþingmanninn sem hafi ákveðið að stíga til hliðar. Þórunn Björg var í öðru sæti á lista Flokks fólksins í kosningunum í fyrrahaust.Flokkur fólksins Nágrannar hafa lýst yfir miklum áhyggjum af meintu dýraníði enda hafi þeir endurtekið í sumar kallað eftir aðgerðum frá Matvælastofnun til að bjarga dýrunum. Fyrri eigendur hesta hafa kallað eftir því að endurheimta þau eftir að hafa séð myndir af fyrri skepnum sínum þar sem þau virðast vannærð. Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að ráðast í frumkvæðisúttekt á dýraeftirliti MAST sem hefur ekki viljað tjá sig um málið. Stofnunin ber fyrir sig að mega ekki tjá sig um einstök mál auk þess sem fara verði varlega í að svipta eigendur dýrum sínum þótt lagaheimild sé fyrir hendi. Halalausar kýr Vísir greindi frá því í gær að umræddur bóndi í Borgarfirði hefði verið ákærður fyrir dýraníð fyrir tæpum áratug. Árið 2012 upplýstu þrír fyrrverandi vinnumenn á bænum Matvælastofnun um að gripir á bænum hefðu sætt harðýðgi af hálfu bóndans. Ári síðar gaf lögreglustjórinn í Borgarnesi út ákæru á hendur honum. Við eftirlit starfsmanna Matvælastofnunar hafði komið í ljós að sjö kýr höfðu misst hluta eða megnið af halanum og um eða yfir tuttugu voru með halabrot eða halaslit. Þá var rör, sem notað var til að hindra kýr i að skíta upp í básana, laust og hvíldi á herðum kúa svo komið var far eftir rörið. Bóndinn var sýknaður en hann sagði móður sína hafa verið umráðamann dýranna á þeim tíma sem brotin áttu sér stað. Sjálf sagði móðirin að hún hefði sagt fyrir verkum í fjósinu þegar meint brot áttu sér stað og haft eftirlit með bústörfum. Það þótti því ekki sýnt fram á að hann hefði verið umráðamaður nautgripanna. Fréttastofa hefur ítrekað reynt að ná tali af bóndanum síðan málið kom upp en hann hefur ekki svarað símtölum eða skilaboðum. Finnst MAST vera grútmáttlaust Inga hefur barist grimmilega fyrir því að blóðmerahald á Íslandi verði stöðvað. Hún segir dýraníð eiga sér stað með þöglu samþykki stjórnvalda. „Mér finnst eftirlit MAST vera grútmáttlaust. Það er óumdeilt að eftirlit MAST er ekki að virka og kominn tími til að stokka þá starfsemi upp með rótum.“ Hún ætlar að taka málið upp þegar Alþingi kemur saman um miðjan mánuðinn. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu sagði að Inga hefði rætt við varaþingmanninn sem hefði verið vikið úr flokknum. Inga áréttar að haft hafi verið samband við varaþingmanninn vegna málsins sem hafi ákveðið að stíga til hliðar. Dýraníð í Borgarfirði Dýraheilbrigði Borgarbyggð Flokkur fólksins Norðvesturkjördæmi Alþingi Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu er umræddur varaþingmaður Flokks fólksins Þórunn Björg Bjarnadóttir landbúnaðarverkakona. Hún skipaði annað sæti lista flokksins í Norðvesturkjördæmi í Alþingiskosningunum í fyrrahaust. Inga í áfalli Mikið hefur verið fjallað um bónda í Borgarfirði sem sakaður hefur verið um illa meðferð hrossa. Þórunn Björg hefur samkvæmt upplýsingum fréttastofu komið að ræktun hrossanna ásamt bóndanum. „Það kom okkur gjörsamlega í okkar skjöldu,“ segir Inga Sæland sem var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún segir málið slá sig mjög illa. „Þetta er vægast sagt skelfilegt. Það verður bara að horfast í augu við það að í samfélaginu á sér stað því miður ótrúlega mikið af illri meðferð á dýrum án þess að við vitum af því.“ Inga segir að haft hafi verið samband við varaþingmanninn sem hafi ákveðið að stíga til hliðar. Þórunn Björg var í öðru sæti á lista Flokks fólksins í kosningunum í fyrrahaust.Flokkur fólksins Nágrannar hafa lýst yfir miklum áhyggjum af meintu dýraníði enda hafi þeir endurtekið í sumar kallað eftir aðgerðum frá Matvælastofnun til að bjarga dýrunum. Fyrri eigendur hesta hafa kallað eftir því að endurheimta þau eftir að hafa séð myndir af fyrri skepnum sínum þar sem þau virðast vannærð. Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að ráðast í frumkvæðisúttekt á dýraeftirliti MAST sem hefur ekki viljað tjá sig um málið. Stofnunin ber fyrir sig að mega ekki tjá sig um einstök mál auk þess sem fara verði varlega í að svipta eigendur dýrum sínum þótt lagaheimild sé fyrir hendi. Halalausar kýr Vísir greindi frá því í gær að umræddur bóndi í Borgarfirði hefði verið ákærður fyrir dýraníð fyrir tæpum áratug. Árið 2012 upplýstu þrír fyrrverandi vinnumenn á bænum Matvælastofnun um að gripir á bænum hefðu sætt harðýðgi af hálfu bóndans. Ári síðar gaf lögreglustjórinn í Borgarnesi út ákæru á hendur honum. Við eftirlit starfsmanna Matvælastofnunar hafði komið í ljós að sjö kýr höfðu misst hluta eða megnið af halanum og um eða yfir tuttugu voru með halabrot eða halaslit. Þá var rör, sem notað var til að hindra kýr i að skíta upp í básana, laust og hvíldi á herðum kúa svo komið var far eftir rörið. Bóndinn var sýknaður en hann sagði móður sína hafa verið umráðamann dýranna á þeim tíma sem brotin áttu sér stað. Sjálf sagði móðirin að hún hefði sagt fyrir verkum í fjósinu þegar meint brot áttu sér stað og haft eftirlit með bústörfum. Það þótti því ekki sýnt fram á að hann hefði verið umráðamaður nautgripanna. Fréttastofa hefur ítrekað reynt að ná tali af bóndanum síðan málið kom upp en hann hefur ekki svarað símtölum eða skilaboðum. Finnst MAST vera grútmáttlaust Inga hefur barist grimmilega fyrir því að blóðmerahald á Íslandi verði stöðvað. Hún segir dýraníð eiga sér stað með þöglu samþykki stjórnvalda. „Mér finnst eftirlit MAST vera grútmáttlaust. Það er óumdeilt að eftirlit MAST er ekki að virka og kominn tími til að stokka þá starfsemi upp með rótum.“ Hún ætlar að taka málið upp þegar Alþingi kemur saman um miðjan mánuðinn. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu sagði að Inga hefði rætt við varaþingmanninn sem hefði verið vikið úr flokknum. Inga áréttar að haft hafi verið samband við varaþingmanninn vegna málsins sem hafi ákveðið að stíga til hliðar.
Dýraníð í Borgarfirði Dýraheilbrigði Borgarbyggð Flokkur fólksins Norðvesturkjördæmi Alþingi Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Sjá meira