Hákon kom inn af bekknum í tapi FCK gegn Dortmund

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hákon Arnar í baráttunni við Niklas Sule í leik dagsins.
Hákon Arnar í baráttunni við Niklas Sule í leik dagsins. Lars Baron/Getty Images

Íslendingalið FC Kaupmannahöfn mátti þola 3-0 tap er liðið heimsótti Borussia Dortmund í fyrstu umferð riðlakeppninnar í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson byrjuðu báðir á bekknum hjá FCK í leiknum, en Hákon lék seinasta hálftíman eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

Það voru þó heimamenn í Dortmund sem voru sterkari aðilinn í leiknum frá upphafi til enda og Marco Reus kom liðinu í forystu á 35. mínútu eftir undirbúning frá Julian Brandt.

Raphael Guerreiro tvöfaldaði svo forystu heimamanna stuttu fyrir hálfleikshléið og staðan því 2-0 þegar liðin gegnu til búningsherbergja.

Heimamenn gerðu svo endanlega út um leikinn þegar Jude Bellingham skoraði þriðja mark liðsins rúmum fimm mínútum fyrir leikslok og niðurstaðan því 3-0 sigur Dortmund.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira