Þörf á stöðugum aðgerðum í heilbrigðisþjónustu Heimir Már Pétursson skrifar 6. september 2022 12:09 Starfsfólk bráðamóttöku Landsspítalans hefur ítrekað kvartað undan mikilu álagi og aðstöðuleysi. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir stjórnvöld hafa brugðist við vanda Landsspítalans með ýmsum hætti. Eðilega þyngist róðurinn á spítalanum með mikilli fjölgun ferðamanna og gangsetningu samfélagsins að loknum faraldrinum. Fjórtán hjúkrunarfræðingar á bráðamóttöku Landsspítalans sögðu nýlega upp störfum vegna mikils álags. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir ástæðu til að hafa áhyggjur af álagi í heilbrigðisþjónustunni alla daga. Ríkisstjórnin hafi brugðist við stöðunni með skipan viðbragðsteymis í upphafi sumars. Það hafi farið í aðgerðir með heilbrigðisstofnunum og þeim sem best til þekktu sem ásamt þrautseigju starfsfólks hafi bætt stöðuna. „Þær alla vega skiluðu því að við fórum í gegnum sumarið. En auðvitað er róðurinn þungur þegar við fáum jafn mikið af ferðamönnum sem bætast við álagið og svo er öll þjóðin komin á fleygiferð,“ segir Willum. Það væri hins vegar ástæða til að huga vel að mönnuninni þar sem breytingar í samfélaginu hafi aukið eftirspurnina eftir heilbrigðisþjónustu gífurlega. Willum Þór Þórsson segir stjórnvöld hafa gripið til fjölþættra aðgerða til að bregðast við álaginu á bráðadeildinni. Hins vegar væri þörf á fjölþættum aðgerðum til viðbótar.Stöð 2/Egill Álagið á takmarkaðan mannauð hafi því aukist mikið. Nú væri unnið að því að taka saman betri upplýsingar um mönnunina í ráðuneytinu en auðvitað tæki tíma að mennta fólk til starfa í heilbrigðisþjónustunni. Brugðist hafi verið við kröfum um betri aðstæður og laun starfsfólks á bráðamóttökunni. „Meðal annarra aðgerða fór Landsspítalinn í viðbótargreiðslur inn á bráðamóttökuna í sumar. Þetta er auðvitað mjög viðkvæmt vegna þess að við erum með fleiri stofnanir sem þurfa að taka höndum saman. Það er mikið álag á bráðamóttöku víða. Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Suðurnesja og út um allt land,“ segir heilbrigðisráðherra. Landsspítalinn hafi tekið saman útskýringar á flestum uppsagnanna. Fólk væri að flytja sig til. Fara í önnur störf innan heilbrigðisþjónustunnar eða flytja milli landa. Þótt hann þekkti ekki til einstakra uppsagna mætti reikna með að fólk færði sig frekar til þegar álagið væri mikið og fólk orðið þreytt. Þessu yrði að mæta með fjölþættum aðgerðum. Það hafi meðal annars verið gert með opnun bráðadagdeildar innan spítalans sem hafi létt álagið. „Það var tekið yfirflæði inn á deildir. Við höfum farið í að flýta fyrir opnun rýma. Við erum að opna endurhæfinarrými í samvinnu við Eir. Það er verið að opna endurhæfingarrými núna á Sólvangi í Hafnarfirði. Það er mjög stutt í að við opnum Móberg í Árborg, fjörutíu rými. Þetta mun allt hjálpa til," segir heilbrigðisráðherra. Þá væri verið að skoða alla bráðaþjónustu í landinu. Þú óttast ekki að það myndist hreint og klárt neyðarástand á bráðamóttökunni? „Það er auðvitað búið að vera neyðarástand allt of lengi. Það er vont að vera alltaf í einhverju neyðarviðbragði. Það er alveg rétt. Við þurfum að koma þessu í skikkanlegt horf,“ segir Willum Þór Þórsson. Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Tengdar fréttir „Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu alvarlegt þetta er“ Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu alvarlegt það er að fjórtán hjúkrunarfræðingar hafi sagt upp störfum á bráðamóttöku Landspítala. Þetta segja tveir hjúkrunarfræðinganna. Uppsögn var að þeirra sögn síðasta úrræðið. 2. september 2022 19:33 Tillaga heilbrigðisráðherra leysi alls ekki mönnunarvanda Formaður Sambands hjúkrunarfræðinga fagnar áformum heilbrigðisráðherra sem hyggst hækka hámarksaldur heilbrigðisstarfsmanna ríkisins í 75 ár. Breytingin leysi þó alls ekki mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins. 24. júlí 2022 12:50 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Fjórtán hjúkrunarfræðingar á bráðamóttöku Landsspítalans sögðu nýlega upp störfum vegna mikils álags. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir ástæðu til að hafa áhyggjur af álagi í heilbrigðisþjónustunni alla daga. Ríkisstjórnin hafi brugðist við stöðunni með skipan viðbragðsteymis í upphafi sumars. Það hafi farið í aðgerðir með heilbrigðisstofnunum og þeim sem best til þekktu sem ásamt þrautseigju starfsfólks hafi bætt stöðuna. „Þær alla vega skiluðu því að við fórum í gegnum sumarið. En auðvitað er róðurinn þungur þegar við fáum jafn mikið af ferðamönnum sem bætast við álagið og svo er öll þjóðin komin á fleygiferð,“ segir Willum. Það væri hins vegar ástæða til að huga vel að mönnuninni þar sem breytingar í samfélaginu hafi aukið eftirspurnina eftir heilbrigðisþjónustu gífurlega. Willum Þór Þórsson segir stjórnvöld hafa gripið til fjölþættra aðgerða til að bregðast við álaginu á bráðadeildinni. Hins vegar væri þörf á fjölþættum aðgerðum til viðbótar.Stöð 2/Egill Álagið á takmarkaðan mannauð hafi því aukist mikið. Nú væri unnið að því að taka saman betri upplýsingar um mönnunina í ráðuneytinu en auðvitað tæki tíma að mennta fólk til starfa í heilbrigðisþjónustunni. Brugðist hafi verið við kröfum um betri aðstæður og laun starfsfólks á bráðamóttökunni. „Meðal annarra aðgerða fór Landsspítalinn í viðbótargreiðslur inn á bráðamóttökuna í sumar. Þetta er auðvitað mjög viðkvæmt vegna þess að við erum með fleiri stofnanir sem þurfa að taka höndum saman. Það er mikið álag á bráðamóttöku víða. Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Suðurnesja og út um allt land,“ segir heilbrigðisráðherra. Landsspítalinn hafi tekið saman útskýringar á flestum uppsagnanna. Fólk væri að flytja sig til. Fara í önnur störf innan heilbrigðisþjónustunnar eða flytja milli landa. Þótt hann þekkti ekki til einstakra uppsagna mætti reikna með að fólk færði sig frekar til þegar álagið væri mikið og fólk orðið þreytt. Þessu yrði að mæta með fjölþættum aðgerðum. Það hafi meðal annars verið gert með opnun bráðadagdeildar innan spítalans sem hafi létt álagið. „Það var tekið yfirflæði inn á deildir. Við höfum farið í að flýta fyrir opnun rýma. Við erum að opna endurhæfinarrými í samvinnu við Eir. Það er verið að opna endurhæfingarrými núna á Sólvangi í Hafnarfirði. Það er mjög stutt í að við opnum Móberg í Árborg, fjörutíu rými. Þetta mun allt hjálpa til," segir heilbrigðisráðherra. Þá væri verið að skoða alla bráðaþjónustu í landinu. Þú óttast ekki að það myndist hreint og klárt neyðarástand á bráðamóttökunni? „Það er auðvitað búið að vera neyðarástand allt of lengi. Það er vont að vera alltaf í einhverju neyðarviðbragði. Það er alveg rétt. Við þurfum að koma þessu í skikkanlegt horf,“ segir Willum Þór Þórsson.
Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Tengdar fréttir „Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu alvarlegt þetta er“ Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu alvarlegt það er að fjórtán hjúkrunarfræðingar hafi sagt upp störfum á bráðamóttöku Landspítala. Þetta segja tveir hjúkrunarfræðinganna. Uppsögn var að þeirra sögn síðasta úrræðið. 2. september 2022 19:33 Tillaga heilbrigðisráðherra leysi alls ekki mönnunarvanda Formaður Sambands hjúkrunarfræðinga fagnar áformum heilbrigðisráðherra sem hyggst hækka hámarksaldur heilbrigðisstarfsmanna ríkisins í 75 ár. Breytingin leysi þó alls ekki mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins. 24. júlí 2022 12:50 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
„Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu alvarlegt þetta er“ Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu alvarlegt það er að fjórtán hjúkrunarfræðingar hafi sagt upp störfum á bráðamóttöku Landspítala. Þetta segja tveir hjúkrunarfræðinganna. Uppsögn var að þeirra sögn síðasta úrræðið. 2. september 2022 19:33
Tillaga heilbrigðisráðherra leysi alls ekki mönnunarvanda Formaður Sambands hjúkrunarfræðinga fagnar áformum heilbrigðisráðherra sem hyggst hækka hámarksaldur heilbrigðisstarfsmanna ríkisins í 75 ár. Breytingin leysi þó alls ekki mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins. 24. júlí 2022 12:50