Fótbolti

Kristófer Ingi aftur til Hollands

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
VVV-Venlo verður þriðja liðið í Hollandi sem Kristófer Ingi spilar fyrir.
VVV-Venlo verður þriðja liðið í Hollandi sem Kristófer Ingi spilar fyrir. VVV-Venlo

Kristófer Ingi Kristinsson er mættur aftur til Hollands eftir að hafa leikið með SönderjyskE á síðustu leiktíð. Hann hefur samið við B-deildarlið VVV-Venlo út yfirstandandi leiktíð.

Hinn 23 ára gamli Kristófer Ingi fór ungur að árum til Hollands frá uppeldisfélagi sínu Stjörnunni. Hann samdi við Willem II og spilaði nokkra leiki með aðalliði félagsins áður en hann samdi við franska félagið Grenoble árið 2019.

Þaðan fór hann á láni til Jong PSV áður en hann samdi við SönderjyskE sem lék í dönsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Liðið féll hins vegar niður í B-deildina og yfirgaf Kristófer Ingi félagið skömmu síðar á frjálsri sölu.

Hann er nú mættur til Hollands á nýjan leik og mun reyna hjálpa VVV-Venlo að vinna sér inn sæti í hollensku úrvalsdeildinni. Félagið er sem stendur í 3. sæti B-deildar með 12 stig að loknum fimm leikjum.

Kristófer Ingi á að baki 27 leiki fyrir yngri landslið Íslands, þar af sjö fyrir U-21 árs landsliðið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.