Innlent

Slökktu greiðlega eld á byggingarstað í Kvíslartungu

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Frá vettvangi eldsvoðans í dag.
Frá vettvangi eldsvoðans í dag. Aðsend

Eldur kom upp í húsi í Kvíslartungu í Mosfellsbæ á fjórða tímanum í dag. Mikill viðbúnaður var vegna eldsins en greiðlega gekk að slökkva hann. 

Fréttastofu bárust ábendingar víða að af höfuðborgarsvæðinu sökum sírenuhljóða enda voru nokkrar stöðvar ræstar út. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu voru tvær stöðvar afturkallaðar fljótlega.

Um var að ræða hús í byggingu og hafði kviknað eldur í tjörupappa. Slökkvistarf gekk vel og var svo gott sem lokið nú um klukkan fjögur. 

Fréttin hefur verið uppfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×