Innlent

Kaldur ágúst þrátt fyrir hitamet sumarsins

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Það hafa ekki verið margir svona dagar í sumar.
Það hafa ekki verið margir svona dagar í sumar. Vísir/Egill

Ágústmánuður var tiltölulega kaldur um allt land þrátt fyrir hlýindi undir lok mánaðarins þar sem hitamet sumarsins var meðal annars slegið.

Þetta kemur fram í yfirliti yfir tíðarfar ágústmánaðar á vef Veðurstofu Íslands.

Þar segir að meðalhiti í Reykjavík hafi verið 10,2 stig, 0,9 stigum undir meðaltali tímabilsins 1991-2020, 1,1 stiguu undir meðallagi síðustu tíu ára.

Á Akureyri var meðalhitinn 10,0 stig eða 0,7 stigum undir meðallagi áranna 1991 til 2020 og 0,9 stigum undir meðallagi undanfarinna tíu ára. Í Stykkishólmi var meðalhitinn 10,1 stig og á Höfn í Hornafirði var hann 10,2 stig.

Hitavik (°C) sjálfvirkra stöðva í ágúst miðað við síðustu tíu ár (2012 til 2021).Veðurstofan

„Ágúst var kaldur um allt land. Meðalhiti í ágúst var lægri en meðalhiti ágústmánaðar undanfarinn áratug á nánast öllum veðurstöðvum landsins,“ segir í færslunni.

Hæsti hiti mánaðarins mældist 25,0 stig á Mánárbakka á Tjörnesi þann 30 ágúst. Það er jafnframt hæsti mældi hiti sumarsins. Fremur sjaldgæft er að hámarkshiti sumars mælist svo seint á árinu að því er fram kemur í færslunni.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.