Sverrir á Ystafelli ætlar sér að stækka bílasafnið sitt Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. september 2022 21:05 Sverrir á Ystafelli er magnaður maður, sem lætur ekkert stoppa sig þrátt fyrir fötlun sína. Vísir/Magnús Hlynur Þeim fjölgar og fjölgar alltaf bílunum á safninu á Ystafelli í Köldukinn hjá Sverri Ingólfssyni, sem ræður þar ríkjum. Safnið er sprungið og ætlar Sverrir, sem er í hjólastól, að fara að byggja nýjar byggingar til að stækka safnið og koma fleiri bílum þar inn. Sverrir veiktist alvarlega, sem ungur maður og lamaðist og er því í hjólastól. Dugnaðurinn í honum og hans fólki á Ystafelli með Samgönguminjasafnið er með ólíkindum. „Já, þetta er alltaf að þróast og alltaf að koma eitthvað meira. Og já, já, takk fyrir það, við fáum nokkuð góð viðbrögð hjá gestum, sem koma. Þetta er bara allskonar gamalt dót, fólk kemur með ótrúlegustu hluti og færir okkur,“ segir Sverrir. Góð aðsókn hefur verið á safnið í sumar.Vísir/Magnús Hlynur Einn af nýjustu bílum safnsins, vekur mikla athygli gesta. „Þetta er mjög sérstakur bíll, DeLorean 1981 módel og þessi bíll er bara keyrður 8 þúsund og er enn þá á upprifanlegum dekkjunum og er bara eins og ónotaður, eins og nýr.“ En hvað eru margir bílar á safninu? „Það eru eitthvað rúmlega hundrað bílar hérna inni og svo óræður fjöldi úti,“ segir Sverrir. Sverrir segir að safnið sé algjörlega sprungið og að nú verið að fara að byggja til að stækka það og koma fleiri bílum inn. Safnið hjá Sverri er allt hið glæsilegasta.Vísir/Magnús Hlynur En dugnaður Sverris í hjólastólnum, hann er ótrúlegur, það er varla neitt, sem hann getur ekki gert. „Tröppur stoppa mig náttúrulega en það er alltaf hægt að finna einhverja leið, maður reynir það. Stundum þegar maður er með hrokann í botni þá náttúrulega segir maður að þetta var ekkert smíðað með fótunum, þetta er smíðað með höndunum og ég er með aðra hendina í lagi,“ segir Sverrir og glottir út í annað. Bílar Samgöngur Norðurþing Söfn Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Sverrir veiktist alvarlega, sem ungur maður og lamaðist og er því í hjólastól. Dugnaðurinn í honum og hans fólki á Ystafelli með Samgönguminjasafnið er með ólíkindum. „Já, þetta er alltaf að þróast og alltaf að koma eitthvað meira. Og já, já, takk fyrir það, við fáum nokkuð góð viðbrögð hjá gestum, sem koma. Þetta er bara allskonar gamalt dót, fólk kemur með ótrúlegustu hluti og færir okkur,“ segir Sverrir. Góð aðsókn hefur verið á safnið í sumar.Vísir/Magnús Hlynur Einn af nýjustu bílum safnsins, vekur mikla athygli gesta. „Þetta er mjög sérstakur bíll, DeLorean 1981 módel og þessi bíll er bara keyrður 8 þúsund og er enn þá á upprifanlegum dekkjunum og er bara eins og ónotaður, eins og nýr.“ En hvað eru margir bílar á safninu? „Það eru eitthvað rúmlega hundrað bílar hérna inni og svo óræður fjöldi úti,“ segir Sverrir. Sverrir segir að safnið sé algjörlega sprungið og að nú verið að fara að byggja til að stækka það og koma fleiri bílum inn. Safnið hjá Sverri er allt hið glæsilegasta.Vísir/Magnús Hlynur En dugnaður Sverris í hjólastólnum, hann er ótrúlegur, það er varla neitt, sem hann getur ekki gert. „Tröppur stoppa mig náttúrulega en það er alltaf hægt að finna einhverja leið, maður reynir það. Stundum þegar maður er með hrokann í botni þá náttúrulega segir maður að þetta var ekkert smíðað með fótunum, þetta er smíðað með höndunum og ég er með aðra hendina í lagi,“ segir Sverrir og glottir út í annað.
Bílar Samgöngur Norðurþing Söfn Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira