Missti röddina og hætti í miðjum tónleikum Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2022 14:30 The Weeknd á tónleikum í Kanada í síðasta mánuði. AP/Darryl Dyck Tónlistarmaðurinn Weeknd, sem heitir réttu nafni Abel Tesfaye, og er frá Kanada, hætti að syngja á tónleikum í gær og gekk af sviðinu eftir að hafa misst röddina. Hann var hálfnaður með þriðja lag sitt þegar hann gekk út og skildi um sjötíu þúsund undrandi áhorfendur eftir. Hann sneri þó aftur á svið og sagðist vera miður sín yfir því að geta ekki gefið þeim þá tónleika sem þau áttu skilið. „Ég vil biðja ykkur afsökunar. Ég veit ekki hvað var að gerast þegar ég öskraði, en ég missti röddina,“ sagði hann samkvæmt frétt Yahoo. „Þetta er að gera út af við mig. Ég vil ekki hætta en ég get ekki gefið ykkur þá tónleika sem ég vil gefa ykkur.“ Tesfaye sagði að allir myndu fá endurgreitt og að hann myndi halda aðra tónleika í Los Angeles um leið og hann gæti. Hann ítrekaði það svo á Twitter. pic.twitter.com/wJ73kRWxRC— The Weeknd (@theweeknd) September 4, 2022 Yahoo segir tónleikagesti hafa verið óvissa um hvað hann hefði sagt og hvort það hefði mögulega verið hluti af sýningunni. Um tveimur mínútum eftir að Tesfaye steig af sviðinu var hins vegar kveikt á ljósunum og fólki varð ljóst að tónleikarnir væru búnir. Myndbönd af atvikinu og útskýringu Tesfaye má sjá hér að neðan. Wow The Weeknd just cancelled his show after losing his voice three songs in. pic.twitter.com/0PHy5CtDOp— (@MichaeliaSwinb5) September 4, 2022 The Way He Had Too Run Off Stage @theweeknd #GetWellSoonAbel #WeLoveYouAbel #AfterHoursTilDawnTour pic.twitter.com/lZbjuIj0d0— Problematic Rich (@ProblematicRich) September 4, 2022 Tónlist Bandaríkin Hollywood Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Hann sneri þó aftur á svið og sagðist vera miður sín yfir því að geta ekki gefið þeim þá tónleika sem þau áttu skilið. „Ég vil biðja ykkur afsökunar. Ég veit ekki hvað var að gerast þegar ég öskraði, en ég missti röddina,“ sagði hann samkvæmt frétt Yahoo. „Þetta er að gera út af við mig. Ég vil ekki hætta en ég get ekki gefið ykkur þá tónleika sem ég vil gefa ykkur.“ Tesfaye sagði að allir myndu fá endurgreitt og að hann myndi halda aðra tónleika í Los Angeles um leið og hann gæti. Hann ítrekaði það svo á Twitter. pic.twitter.com/wJ73kRWxRC— The Weeknd (@theweeknd) September 4, 2022 Yahoo segir tónleikagesti hafa verið óvissa um hvað hann hefði sagt og hvort það hefði mögulega verið hluti af sýningunni. Um tveimur mínútum eftir að Tesfaye steig af sviðinu var hins vegar kveikt á ljósunum og fólki varð ljóst að tónleikarnir væru búnir. Myndbönd af atvikinu og útskýringu Tesfaye má sjá hér að neðan. Wow The Weeknd just cancelled his show after losing his voice three songs in. pic.twitter.com/0PHy5CtDOp— (@MichaeliaSwinb5) September 4, 2022 The Way He Had Too Run Off Stage @theweeknd #GetWellSoonAbel #WeLoveYouAbel #AfterHoursTilDawnTour pic.twitter.com/lZbjuIj0d0— Problematic Rich (@ProblematicRich) September 4, 2022
Tónlist Bandaríkin Hollywood Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira