Lýtalæknar með réttarstöðu sakborninga eftir dauðsföll tveggja kvenna Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 4. september 2022 14:32 Bótoxi sprautað í konu á Spáni. Miquel Benitez/GettyImages Lögregla á Spáni rannsakar nú dauðsföll tveggja kvenna sem gengust undir lýtaaðgerðir. 5 læknar og eigandi lýtaðgerðastofu í Madrid hafa réttarstöðu sakborninga. 19 konur hafa stigið fram og vilja skaðabætur vegna misheppnaðra aðgerða. Alls kyns fegrunar- og lýtaaðgerðir eru vinsælar hér á Spáni, rétt eins og annars staðar í okkar heimshluta. Það þarf ekki annað en að ganga um götur stærstu borga landsins til að sannfærast. Það er nefnilega hörð samkeppnin um að fá að gera bragarbót á hinum ýmsu hliðum og hlutum líkamans sem eigendum finnst hafa farið aflaga, ýmist þegar við sköpun eða þá í lífsins ólgusjó. Silvia Idalia var ein þeirra. Hún gekkst undir minni háttar aðgerð í vor á einni af mörgum klínikum höfuðborgarinnar. Fyrst í stað ætlaði hún aðeins að láta minnka brjóstin, en á endanum gekkst hún einnig undir fitusog og stækkun rasskinna. Lést eftir að hafa legið 3 mánuði í dái Silvia var 34ra ára. Hún vaknaði aldrei eftir aðgerðina og lést nýlega eftir að hafa legið 3 mánuði í dái. Eigandi stofunnar er tónlistarframleiðandi og umboðsmaður tónlistarmanna. Hann segist hafa opnað stofuna til þess að gefa þeim sem ekki ættu fullar hendur fjár, tækifæri til þess að gangast undir fegrunaraðgerðir. Hann leggur áherslu á, í samtali við El País, að stofan ábyrgist ekki árangur aðgerðanna og að mjög fáir viðskiptavinir kvarti. Engu að síður hafa 19 konur nú stigið fram opinberlega og krafist skaðabóta af hálfu þessarar sömu stofu. Þess utan hafa 3 læknar sem komu að aðgerðinni sem og eigandinn, nú réttarstöðu sakborninga og eiga yfir höfði sér ákæru um manndráp af gáleysi. Hótar konunum málsókn Eigandinn er kokhraustur, þrátt fyrir allt, og hótar þessum konum málsókn fyrir atvinnuróg. Stofan hans hafi orðið fyrir miklum álitshnekki vegna þessara kvenna og hann segist hafa þurft að segja 30 af 100 starfsmönnum stofunnar upp störfum. Á nýársdag lést önnur kona eftir litla fegrunaraðgerð í borginni Cartagena á suðaustur-Spáni. Ættingjar hennar segja að hún hafi litið út eins og fórnarlamb vopnaðra slagsmála þegar hún lést og verið með um 30 sár víða um líkamann og í innri líffærum. Læknirinn sem framkvæmdi aðgerðina hafði aldrei framkvæmt lýtaðgerð áður. Hann og svæfingalæknirinn hafa réttarstöðu sakborninga. Þessi dauðsföll hafa vakið upp umræðu hér á Spáni um starfsemi þessara fegrunarstofa, þar sem samkeppnin er hörð og miklir fjármunir í húfi. Stundum líka mannslíf. Spánn Lýtalækningar Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Sjá meira
Alls kyns fegrunar- og lýtaaðgerðir eru vinsælar hér á Spáni, rétt eins og annars staðar í okkar heimshluta. Það þarf ekki annað en að ganga um götur stærstu borga landsins til að sannfærast. Það er nefnilega hörð samkeppnin um að fá að gera bragarbót á hinum ýmsu hliðum og hlutum líkamans sem eigendum finnst hafa farið aflaga, ýmist þegar við sköpun eða þá í lífsins ólgusjó. Silvia Idalia var ein þeirra. Hún gekkst undir minni háttar aðgerð í vor á einni af mörgum klínikum höfuðborgarinnar. Fyrst í stað ætlaði hún aðeins að láta minnka brjóstin, en á endanum gekkst hún einnig undir fitusog og stækkun rasskinna. Lést eftir að hafa legið 3 mánuði í dái Silvia var 34ra ára. Hún vaknaði aldrei eftir aðgerðina og lést nýlega eftir að hafa legið 3 mánuði í dái. Eigandi stofunnar er tónlistarframleiðandi og umboðsmaður tónlistarmanna. Hann segist hafa opnað stofuna til þess að gefa þeim sem ekki ættu fullar hendur fjár, tækifæri til þess að gangast undir fegrunaraðgerðir. Hann leggur áherslu á, í samtali við El País, að stofan ábyrgist ekki árangur aðgerðanna og að mjög fáir viðskiptavinir kvarti. Engu að síður hafa 19 konur nú stigið fram opinberlega og krafist skaðabóta af hálfu þessarar sömu stofu. Þess utan hafa 3 læknar sem komu að aðgerðinni sem og eigandinn, nú réttarstöðu sakborninga og eiga yfir höfði sér ákæru um manndráp af gáleysi. Hótar konunum málsókn Eigandinn er kokhraustur, þrátt fyrir allt, og hótar þessum konum málsókn fyrir atvinnuróg. Stofan hans hafi orðið fyrir miklum álitshnekki vegna þessara kvenna og hann segist hafa þurft að segja 30 af 100 starfsmönnum stofunnar upp störfum. Á nýársdag lést önnur kona eftir litla fegrunaraðgerð í borginni Cartagena á suðaustur-Spáni. Ættingjar hennar segja að hún hafi litið út eins og fórnarlamb vopnaðra slagsmála þegar hún lést og verið með um 30 sár víða um líkamann og í innri líffærum. Læknirinn sem framkvæmdi aðgerðina hafði aldrei framkvæmt lýtaðgerð áður. Hann og svæfingalæknirinn hafa réttarstöðu sakborninga. Þessi dauðsföll hafa vakið upp umræðu hér á Spáni um starfsemi þessara fegrunarstofa, þar sem samkeppnin er hörð og miklir fjármunir í húfi. Stundum líka mannslíf.
Spánn Lýtalækningar Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Sjá meira