Sjáðu mörkin úr stórsigri Íslands Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. september 2022 22:01 Sara Björk Gunnarsdóttir kom íslenska liðinu á bragðið með tveimur mörkum í upphafi leiks. Vísir/Hulda Margrét Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann afar öruggan 6-0 sigur er liðið tók á móti Hvít-Rússum í undankeppni HM í kvöld. Sigurinn lyfti íslenska liðinu á topp C-riðils og framundan er hreinn úrslitaleikur gegn Hollendingum um beint sæti á HM næstkomandi þriðjudag. Íslensku stelpurnar réðu lögum og lofum frá upphafi til enda, en það var landsliðsfyrirliðinn sjálfur, Sara Björk Gunnarsdóttir, sem kom liðinu í forystu með marki af vítapunktinum á 12. mínútu eftir að Amanda Andradóttir hafði fiskað spyrnuna. Sara Björk! Amanda Andradóttir nær í vítaspyrnu og fyrirliðinn fer á punktinn og SKORAR! 1-0 pic.twitter.com/U6XcTPlUKk— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 2, 2022 Sara var svo aftur á ferðinni tveimur mínútum síðar þegar hún skallaði fyrirgjöf Sveindísar Jane Jónsdóttur í netið og staðan því orðin 2-0 áður en stundarfjórðungur var liðinn af leiknum. SARA BJÖRK! Tveimur mínútum síðar tvöfaldar fyrirliðinn forystu Íslands eftir frábæra fyrirgjöf Sveindísar Jane. 2-0 eftir 15 mínútur 🇮🇸 pic.twitter.com/kIGJqFZ15w— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 2, 2022 Ekki tókst íslenska liðinu að bæta þriðja markinu við í fyrri hálfleik, en Dagný Brynjarsdóttir sá til þess að áhorfendur þurftu ekki að bíða lengi eftir því eftir hléið. Þvílík byrjun á seinni hálfleik! Dagný Brynjarsdóttir bætir við þriðja marki Íslands, 3-0 🇮🇸 👏🏽 - Hennar 36. landsliðsmark! pic.twitter.com/AGku8Sw0QG— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 2, 2022 Glódís Perla Viggósdóttir skallaði svo hornspyrnu Amöndu Andradóttur í netið þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka og staðan því orðin 4-0 og enn nóg eftir af leiknum. Hin átján ára gamla Amanda Andradróttir með frábæra hornspyrnu og Glódís Perla stangar boltann í netið! 4-0 eftir 70. mínútur 💣 pic.twitter.com/F4Wsku3ZkN— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 2, 2022 4-0 varð svo 5-0 tíu mínútum síðar þegar Sveindís Jane Jónsdóttir lék sér að varnarmönnum gestanna og kom boltanum fyrir markið. Þar var mætt áðurnefnd Dagný Brynjarsdóttir og hún skoraði sitt annað mark í leiknum og sitt 37. landsliðsmark á ferlinum. Dagný er því orðin næst markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi ásamt Hólmfríði Magnúsdóttur. Frábærir taktar hjá Sveindísi Jane! Leggur hér upp 37. landsliðsmark Dagnýjar Brynjarsdóttur sem er nú orðin næst markahæsta landsliðskonan frá upphafi ásamt Hólmfríði Magnúsdóttur. 5-0! pic.twitter.com/MeEXavPxh0— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 2, 2022 Það var svo Selma Sól Magnúsdóttir sem rak smiðshöggið á stórsigur Íslands þegar hún skoraði sjötta mark liðsins á 82. mínútu. Lokatölur 6-0 og íslensku stelpurnar fara fullar sjálfstrausts inn í úrslitaleikinn gegn Hollendingum. Selma Sól Magnúsdóttir bætir við sjötta markinu - 6-0 takk fyrir! pic.twitter.com/HLDXqm3NBF— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 2, 2022 Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira
Íslensku stelpurnar réðu lögum og lofum frá upphafi til enda, en það var landsliðsfyrirliðinn sjálfur, Sara Björk Gunnarsdóttir, sem kom liðinu í forystu með marki af vítapunktinum á 12. mínútu eftir að Amanda Andradóttir hafði fiskað spyrnuna. Sara Björk! Amanda Andradóttir nær í vítaspyrnu og fyrirliðinn fer á punktinn og SKORAR! 1-0 pic.twitter.com/U6XcTPlUKk— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 2, 2022 Sara var svo aftur á ferðinni tveimur mínútum síðar þegar hún skallaði fyrirgjöf Sveindísar Jane Jónsdóttur í netið og staðan því orðin 2-0 áður en stundarfjórðungur var liðinn af leiknum. SARA BJÖRK! Tveimur mínútum síðar tvöfaldar fyrirliðinn forystu Íslands eftir frábæra fyrirgjöf Sveindísar Jane. 2-0 eftir 15 mínútur 🇮🇸 pic.twitter.com/kIGJqFZ15w— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 2, 2022 Ekki tókst íslenska liðinu að bæta þriðja markinu við í fyrri hálfleik, en Dagný Brynjarsdóttir sá til þess að áhorfendur þurftu ekki að bíða lengi eftir því eftir hléið. Þvílík byrjun á seinni hálfleik! Dagný Brynjarsdóttir bætir við þriðja marki Íslands, 3-0 🇮🇸 👏🏽 - Hennar 36. landsliðsmark! pic.twitter.com/AGku8Sw0QG— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 2, 2022 Glódís Perla Viggósdóttir skallaði svo hornspyrnu Amöndu Andradóttur í netið þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka og staðan því orðin 4-0 og enn nóg eftir af leiknum. Hin átján ára gamla Amanda Andradróttir með frábæra hornspyrnu og Glódís Perla stangar boltann í netið! 4-0 eftir 70. mínútur 💣 pic.twitter.com/F4Wsku3ZkN— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 2, 2022 4-0 varð svo 5-0 tíu mínútum síðar þegar Sveindís Jane Jónsdóttir lék sér að varnarmönnum gestanna og kom boltanum fyrir markið. Þar var mætt áðurnefnd Dagný Brynjarsdóttir og hún skoraði sitt annað mark í leiknum og sitt 37. landsliðsmark á ferlinum. Dagný er því orðin næst markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi ásamt Hólmfríði Magnúsdóttur. Frábærir taktar hjá Sveindísi Jane! Leggur hér upp 37. landsliðsmark Dagnýjar Brynjarsdóttur sem er nú orðin næst markahæsta landsliðskonan frá upphafi ásamt Hólmfríði Magnúsdóttur. 5-0! pic.twitter.com/MeEXavPxh0— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 2, 2022 Það var svo Selma Sól Magnúsdóttir sem rak smiðshöggið á stórsigur Íslands þegar hún skoraði sjötta mark liðsins á 82. mínútu. Lokatölur 6-0 og íslensku stelpurnar fara fullar sjálfstrausts inn í úrslitaleikinn gegn Hollendingum. Selma Sól Magnúsdóttir bætir við sjötta markinu - 6-0 takk fyrir! pic.twitter.com/HLDXqm3NBF— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 2, 2022
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira