Erlent

Ó­víst hve­nær gas muni flæða um Nord Stream 1 leiðsluna á ný

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Gazprom haldi sig ekki við fyrri áætlun. 
Gazprom haldi sig ekki við fyrri áætlun.  Getty/SOPA Images

Á dögunum tilkynnti orkurisinn Gazprom að flæði á gasi um Nord Stream 1 leiðsluna yrði stöðvað vegna viðhalds í þrjá daga eða þar til 3. september. Nú hefur komið í ljós að fyrirtækið muni ekki standa við fyrri áætlun.

CNN greinir frá því að Gazprom hafi tilkynnt að olíuleki hafi fundist við þjöppustöð og seinki það áætluðu viðhaldi. Í yfirlýsingu frá orkurisanum sé því komið á framfæri að gasflæðið hafi verið stöðvað að fullu og verði ekki sett aftur af stað fyrr en lausn finnist á olíulekanum.

Mikil ólga hefur ríkt í Evrópu vegna Nord Stream 1 gasleiðslunnar og óttist margar Evrópuþjóðir að ekki verði til nóg af gasi fyrir veturinn. Leiðslunni var lokað vegna árlegs viðhalds í sumar og hafi afköst leiðslunnar hrundið niður í tuttugu prósent af því sem áður var.


Tengdar fréttir

Ekki víst að Evrópa muni eiga nóg gas fyrir veturinn

Á mánudag tilkynnti rússneska fyrirtækið Gazprom að flæði á gasi í gegnum Nord Stream 1 leiðsluna myndi skerðast niður í 20 prósent. Að sögn bandarískra embættismanna hefur gas minnkun Rússa verið þeirra „versti ótti.“ Umræður vegna aukinnar kjarnorkunotkunar séu á næsta leyti og ekki sé víst að Evrópa muni eiga nóg gas fyrir veturinn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×