Fótbolti

Dönsku meistararnir aftur á sigurbraut eftir sigur í Íslendingaslag

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson leika með FCK.
Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson leika með FCK. Lars Ronbog/Getty Images

Dönsku meistararnir í FCK unnu góðan 1-0 sigur er liðið tók á móti Silkeborg í Íslendingaslag í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Haraldsson voru í byrjunarliði FCK í kvöld, en Hákon var tekinn af velli í hálfleik og Ísak þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka. Þá var Stefán Teitur Þórðarson í byrjunarliði Silkeborg og lék hann allan leikinn.

Það var hins vegar Svíinn Viktor Claesson sem skoraði eina mark leiksins þegar hann kom heimamönnum í FCK í forystu stuttu gyrir hálfleikshléið og reyndist það eina mark leiksins.

Niðurstaðan því 1-0 sigur heimamanna og FCK er nú með 12 stig í fimmta sæti eftir átta leiki, einu stigi á eftir Silkeborg  sem situr í þriðja sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×