Fyrrverandi starfsmenn lýsa afar ófaglegum vinnubrögðum safnstjórans Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 2. september 2022 12:22 Harpa Þórsdóttir hefur starfað sem safnstjóri Listasafns Íslands síðustu ár og var skipuð nýr þjóðminjavörður á dögunum. Á myndinni er Harpa með Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra. Stjr Nokkrir fyrrverandi starfsmenn Listasafns Íslands lýsa afar ófaglegum stjórnunarstíl fyrrum safnsstjóra sem hefur nú verið skipuð án auglýsingar sem þjóðminjavörður. Nefndarmaður Pírata í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis vill fá menningarmálaráðherra fyrir nefndina vegna ráðningarinnar. Menningarmálaráðherra hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að ráða Hörpu Þórsdóttur sem þjóðminjavörð án auglýsingar en hún hefur frá árinu 2017 verið safnstjóri Listasafns Íslands. Fagfélög fornleifafræðinga og þjóðfræðinga hafa harðlega gagnrýnt ráðninguna og þá hafa fornleifafræðingar kvartað til umboðsmanns Alþingis. Þá hafa starfsmenn Þjóðminjasafnsins gert athugasemd við ráðninguna. Lilja Alfreðsdóttir hefur gefið þær skýringar að Harpa Þórsdóttir sé hæf í starfið og hafi verið afar farsæll stjórnandi. Nokkrir fyrrverandi starfsmenn Listasafns Íslands sem fréttastofa ræddi við í morgun eru afar undrandi yfir þessum ummælum sem gangi þvert á þeirra upplifun þegar þeir störfuðu með Hörpu. Þeir lýsa afar ófaglegum vinnubrögðum. Á stuttum tíma eftir að Harpa hafi tekið við starfi safnstjórans árið 2017 hafi um og yfir tíu manns hætt að starfa þar. Fréttastofa óskaði í morgun eftir viðtali við Hörpu en fékk ekki viðbrögð. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata situr í stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis en fram hefur komið að eftir helgi verði fundur í nefndinn um málið. „Það kemur talsvert á óvart að ráðherrar séu enn að gera þetta, séu að gera þetta aftur og aftur þrátt fyrir mikla óánægju og mikla gagnrýni og mikil mótmæli þegar þetta hefur komið upp á yfirborðið á undanförnum misserum. Rökstuðningurinn kemur á óvart, hann virðist fyrst og fremst vera sá að að ráðherra megi gera þetta, sem er í fyrsta lagi umdeilanlegt,“ segir Arndís Anna. Hún segist vilja fá menningarmálaráðherra fyrir nefndina. „Við þingmenn Pírata höfum fengið erindi utan úr bæ frá þónokkrum vegna málsins.“ Stjórnsýsla Deilur um skipun þjóðminjavarðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Aðrir eru rændir möguleika á starfinu og þar liggur vandinn“ Félag fornleifafræðinga hefur kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna ákvörðunar Lilju Alfreðsdóttur, ráðherra menningarmála, að skipa Hörpu Þórsdóttur þjóðminjavörð án þess að auglýsa embættið. 2. september 2022 07:11 Starfsmenn Þjóðminjasafns harma verklag Lilju Enn ein yfirlýsingin hefur nú litið dagsins ljós þar sem skipan Lilju D. Alfreðsdóttur safnaráðherra á Hörpu Þórsdóttur sem nýjum þjóðminjaverði er fordæmd. Þannig liggur fyrir að Harpa er ekki að taka við stöðunni við ákjósanlegustu aðstæður. 1. september 2022 13:39 Fornleifafræðingar og þjóðfræðingar gefa lítið fyrir svör Lilju Stjórnir Félags fornleifafræðinga og Félags þjóðfræðinga gefa lítið fyrir svör Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, við gagnrýni á ákvörðun hennar um skipun nýs þjóðminjavarðar. Að mati félaganna lýsir skipunin alvarlegum skilningsskorti ráðherrans á hlutverki Þjóðminjasafnsins og mikilvægis þess í íslensku samfélagi. 31. ágúst 2022 08:32 Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Menningarmálaráðherra hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að ráða Hörpu Þórsdóttur sem þjóðminjavörð án auglýsingar en hún hefur frá árinu 2017 verið safnstjóri Listasafns Íslands. Fagfélög fornleifafræðinga og þjóðfræðinga hafa harðlega gagnrýnt ráðninguna og þá hafa fornleifafræðingar kvartað til umboðsmanns Alþingis. Þá hafa starfsmenn Þjóðminjasafnsins gert athugasemd við ráðninguna. Lilja Alfreðsdóttir hefur gefið þær skýringar að Harpa Þórsdóttir sé hæf í starfið og hafi verið afar farsæll stjórnandi. Nokkrir fyrrverandi starfsmenn Listasafns Íslands sem fréttastofa ræddi við í morgun eru afar undrandi yfir þessum ummælum sem gangi þvert á þeirra upplifun þegar þeir störfuðu með Hörpu. Þeir lýsa afar ófaglegum vinnubrögðum. Á stuttum tíma eftir að Harpa hafi tekið við starfi safnstjórans árið 2017 hafi um og yfir tíu manns hætt að starfa þar. Fréttastofa óskaði í morgun eftir viðtali við Hörpu en fékk ekki viðbrögð. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata situr í stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis en fram hefur komið að eftir helgi verði fundur í nefndinn um málið. „Það kemur talsvert á óvart að ráðherrar séu enn að gera þetta, séu að gera þetta aftur og aftur þrátt fyrir mikla óánægju og mikla gagnrýni og mikil mótmæli þegar þetta hefur komið upp á yfirborðið á undanförnum misserum. Rökstuðningurinn kemur á óvart, hann virðist fyrst og fremst vera sá að að ráðherra megi gera þetta, sem er í fyrsta lagi umdeilanlegt,“ segir Arndís Anna. Hún segist vilja fá menningarmálaráðherra fyrir nefndina. „Við þingmenn Pírata höfum fengið erindi utan úr bæ frá þónokkrum vegna málsins.“
Stjórnsýsla Deilur um skipun þjóðminjavarðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Aðrir eru rændir möguleika á starfinu og þar liggur vandinn“ Félag fornleifafræðinga hefur kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna ákvörðunar Lilju Alfreðsdóttur, ráðherra menningarmála, að skipa Hörpu Þórsdóttur þjóðminjavörð án þess að auglýsa embættið. 2. september 2022 07:11 Starfsmenn Þjóðminjasafns harma verklag Lilju Enn ein yfirlýsingin hefur nú litið dagsins ljós þar sem skipan Lilju D. Alfreðsdóttur safnaráðherra á Hörpu Þórsdóttur sem nýjum þjóðminjaverði er fordæmd. Þannig liggur fyrir að Harpa er ekki að taka við stöðunni við ákjósanlegustu aðstæður. 1. september 2022 13:39 Fornleifafræðingar og þjóðfræðingar gefa lítið fyrir svör Lilju Stjórnir Félags fornleifafræðinga og Félags þjóðfræðinga gefa lítið fyrir svör Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, við gagnrýni á ákvörðun hennar um skipun nýs þjóðminjavarðar. Að mati félaganna lýsir skipunin alvarlegum skilningsskorti ráðherrans á hlutverki Þjóðminjasafnsins og mikilvægis þess í íslensku samfélagi. 31. ágúst 2022 08:32 Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
„Aðrir eru rændir möguleika á starfinu og þar liggur vandinn“ Félag fornleifafræðinga hefur kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna ákvörðunar Lilju Alfreðsdóttur, ráðherra menningarmála, að skipa Hörpu Þórsdóttur þjóðminjavörð án þess að auglýsa embættið. 2. september 2022 07:11
Starfsmenn Þjóðminjasafns harma verklag Lilju Enn ein yfirlýsingin hefur nú litið dagsins ljós þar sem skipan Lilju D. Alfreðsdóttur safnaráðherra á Hörpu Þórsdóttur sem nýjum þjóðminjaverði er fordæmd. Þannig liggur fyrir að Harpa er ekki að taka við stöðunni við ákjósanlegustu aðstæður. 1. september 2022 13:39
Fornleifafræðingar og þjóðfræðingar gefa lítið fyrir svör Lilju Stjórnir Félags fornleifafræðinga og Félags þjóðfræðinga gefa lítið fyrir svör Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, við gagnrýni á ákvörðun hennar um skipun nýs þjóðminjavarðar. Að mati félaganna lýsir skipunin alvarlegum skilningsskorti ráðherrans á hlutverki Þjóðminjasafnsins og mikilvægis þess í íslensku samfélagi. 31. ágúst 2022 08:32