Innlent

„Aðrir eru rændir möguleika á starfinu og þar liggur vandinn“

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
„Ég held að andi þessara laga sé nokkur skýr. Stöður sem þessar á að auglýsa,“ segir Eiríkur.
„Ég held að andi þessara laga sé nokkur skýr. Stöður sem þessar á að auglýsa,“ segir Eiríkur.

Félag fornleifafræðinga hefur kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna ákvörðunar Lilju Alfreðsdóttur, ráðherra menningarmála, að skipa Hörpu Þórsdóttur þjóðminjavörð án þess að auglýsa embættið.

Frá þessu greinir Fréttablaðið en í umfjöllun blaðsins kemur einnig fram að fjallað verði um ákvörðun Lilju á fundi stjórnskipunar- og eftilitsnefndar Alþingis eftir helgi.

Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, tekur undir gagnrýni stjórnsýslufræðinga og ýmissa fagfélaga og segir anda laganna um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna skýran; auglýsa hefði átt starfið. Hann segir skipan þjóðminjavarðar ekki hefðbundna tilfærslu eins og til að mynda flutning starfsmanna milli ráðuneyta heldur sé um að ræða meiriháttar stöðu innan íslenskrar akademíu, eins og hann orðar það.

„Þetta er ekki spurning um hvort manneskjan sé hæf heldur jafna möguleika fólks á að bjóða fram krafta og vera metið að verðleikum. Aðrir eru rændir möguleika á starfinu og þar liggur vandinn. Það er aukaatriði hvort sú sem var skipuð sé hæf,“ segir Eiríkur.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.