Fyrrverandi starfsmenn lýsa afar ófaglegum vinnubrögðum safnstjórans Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 2. september 2022 12:22 Harpa Þórsdóttir hefur starfað sem safnstjóri Listasafns Íslands síðustu ár og var skipuð nýr þjóðminjavörður á dögunum. Á myndinni er Harpa með Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra. Stjr Nokkrir fyrrverandi starfsmenn Listasafns Íslands lýsa afar ófaglegum stjórnunarstíl fyrrum safnsstjóra sem hefur nú verið skipuð án auglýsingar sem þjóðminjavörður. Nefndarmaður Pírata í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis vill fá menningarmálaráðherra fyrir nefndina vegna ráðningarinnar. Menningarmálaráðherra hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að ráða Hörpu Þórsdóttur sem þjóðminjavörð án auglýsingar en hún hefur frá árinu 2017 verið safnstjóri Listasafns Íslands. Fagfélög fornleifafræðinga og þjóðfræðinga hafa harðlega gagnrýnt ráðninguna og þá hafa fornleifafræðingar kvartað til umboðsmanns Alþingis. Þá hafa starfsmenn Þjóðminjasafnsins gert athugasemd við ráðninguna. Lilja Alfreðsdóttir hefur gefið þær skýringar að Harpa Þórsdóttir sé hæf í starfið og hafi verið afar farsæll stjórnandi. Nokkrir fyrrverandi starfsmenn Listasafns Íslands sem fréttastofa ræddi við í morgun eru afar undrandi yfir þessum ummælum sem gangi þvert á þeirra upplifun þegar þeir störfuðu með Hörpu. Þeir lýsa afar ófaglegum vinnubrögðum. Á stuttum tíma eftir að Harpa hafi tekið við starfi safnstjórans árið 2017 hafi um og yfir tíu manns hætt að starfa þar. Fréttastofa óskaði í morgun eftir viðtali við Hörpu en fékk ekki viðbrögð. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata situr í stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis en fram hefur komið að eftir helgi verði fundur í nefndinn um málið. „Það kemur talsvert á óvart að ráðherrar séu enn að gera þetta, séu að gera þetta aftur og aftur þrátt fyrir mikla óánægju og mikla gagnrýni og mikil mótmæli þegar þetta hefur komið upp á yfirborðið á undanförnum misserum. Rökstuðningurinn kemur á óvart, hann virðist fyrst og fremst vera sá að að ráðherra megi gera þetta, sem er í fyrsta lagi umdeilanlegt,“ segir Arndís Anna. Hún segist vilja fá menningarmálaráðherra fyrir nefndina. „Við þingmenn Pírata höfum fengið erindi utan úr bæ frá þónokkrum vegna málsins.“ Stjórnsýsla Deilur um skipun þjóðminjavarðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Aðrir eru rændir möguleika á starfinu og þar liggur vandinn“ Félag fornleifafræðinga hefur kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna ákvörðunar Lilju Alfreðsdóttur, ráðherra menningarmála, að skipa Hörpu Þórsdóttur þjóðminjavörð án þess að auglýsa embættið. 2. september 2022 07:11 Starfsmenn Þjóðminjasafns harma verklag Lilju Enn ein yfirlýsingin hefur nú litið dagsins ljós þar sem skipan Lilju D. Alfreðsdóttur safnaráðherra á Hörpu Þórsdóttur sem nýjum þjóðminjaverði er fordæmd. Þannig liggur fyrir að Harpa er ekki að taka við stöðunni við ákjósanlegustu aðstæður. 1. september 2022 13:39 Fornleifafræðingar og þjóðfræðingar gefa lítið fyrir svör Lilju Stjórnir Félags fornleifafræðinga og Félags þjóðfræðinga gefa lítið fyrir svör Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, við gagnrýni á ákvörðun hennar um skipun nýs þjóðminjavarðar. Að mati félaganna lýsir skipunin alvarlegum skilningsskorti ráðherrans á hlutverki Þjóðminjasafnsins og mikilvægis þess í íslensku samfélagi. 31. ágúst 2022 08:32 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira
Menningarmálaráðherra hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að ráða Hörpu Þórsdóttur sem þjóðminjavörð án auglýsingar en hún hefur frá árinu 2017 verið safnstjóri Listasafns Íslands. Fagfélög fornleifafræðinga og þjóðfræðinga hafa harðlega gagnrýnt ráðninguna og þá hafa fornleifafræðingar kvartað til umboðsmanns Alþingis. Þá hafa starfsmenn Þjóðminjasafnsins gert athugasemd við ráðninguna. Lilja Alfreðsdóttir hefur gefið þær skýringar að Harpa Þórsdóttir sé hæf í starfið og hafi verið afar farsæll stjórnandi. Nokkrir fyrrverandi starfsmenn Listasafns Íslands sem fréttastofa ræddi við í morgun eru afar undrandi yfir þessum ummælum sem gangi þvert á þeirra upplifun þegar þeir störfuðu með Hörpu. Þeir lýsa afar ófaglegum vinnubrögðum. Á stuttum tíma eftir að Harpa hafi tekið við starfi safnstjórans árið 2017 hafi um og yfir tíu manns hætt að starfa þar. Fréttastofa óskaði í morgun eftir viðtali við Hörpu en fékk ekki viðbrögð. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata situr í stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis en fram hefur komið að eftir helgi verði fundur í nefndinn um málið. „Það kemur talsvert á óvart að ráðherrar séu enn að gera þetta, séu að gera þetta aftur og aftur þrátt fyrir mikla óánægju og mikla gagnrýni og mikil mótmæli þegar þetta hefur komið upp á yfirborðið á undanförnum misserum. Rökstuðningurinn kemur á óvart, hann virðist fyrst og fremst vera sá að að ráðherra megi gera þetta, sem er í fyrsta lagi umdeilanlegt,“ segir Arndís Anna. Hún segist vilja fá menningarmálaráðherra fyrir nefndina. „Við þingmenn Pírata höfum fengið erindi utan úr bæ frá þónokkrum vegna málsins.“
Stjórnsýsla Deilur um skipun þjóðminjavarðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Aðrir eru rændir möguleika á starfinu og þar liggur vandinn“ Félag fornleifafræðinga hefur kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna ákvörðunar Lilju Alfreðsdóttur, ráðherra menningarmála, að skipa Hörpu Þórsdóttur þjóðminjavörð án þess að auglýsa embættið. 2. september 2022 07:11 Starfsmenn Þjóðminjasafns harma verklag Lilju Enn ein yfirlýsingin hefur nú litið dagsins ljós þar sem skipan Lilju D. Alfreðsdóttur safnaráðherra á Hörpu Þórsdóttur sem nýjum þjóðminjaverði er fordæmd. Þannig liggur fyrir að Harpa er ekki að taka við stöðunni við ákjósanlegustu aðstæður. 1. september 2022 13:39 Fornleifafræðingar og þjóðfræðingar gefa lítið fyrir svör Lilju Stjórnir Félags fornleifafræðinga og Félags þjóðfræðinga gefa lítið fyrir svör Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, við gagnrýni á ákvörðun hennar um skipun nýs þjóðminjavarðar. Að mati félaganna lýsir skipunin alvarlegum skilningsskorti ráðherrans á hlutverki Þjóðminjasafnsins og mikilvægis þess í íslensku samfélagi. 31. ágúst 2022 08:32 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira
„Aðrir eru rændir möguleika á starfinu og þar liggur vandinn“ Félag fornleifafræðinga hefur kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna ákvörðunar Lilju Alfreðsdóttur, ráðherra menningarmála, að skipa Hörpu Þórsdóttur þjóðminjavörð án þess að auglýsa embættið. 2. september 2022 07:11
Starfsmenn Þjóðminjasafns harma verklag Lilju Enn ein yfirlýsingin hefur nú litið dagsins ljós þar sem skipan Lilju D. Alfreðsdóttur safnaráðherra á Hörpu Þórsdóttur sem nýjum þjóðminjaverði er fordæmd. Þannig liggur fyrir að Harpa er ekki að taka við stöðunni við ákjósanlegustu aðstæður. 1. september 2022 13:39
Fornleifafræðingar og þjóðfræðingar gefa lítið fyrir svör Lilju Stjórnir Félags fornleifafræðinga og Félags þjóðfræðinga gefa lítið fyrir svör Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, við gagnrýni á ákvörðun hennar um skipun nýs þjóðminjavarðar. Að mati félaganna lýsir skipunin alvarlegum skilningsskorti ráðherrans á hlutverki Þjóðminjasafnsins og mikilvægis þess í íslensku samfélagi. 31. ágúst 2022 08:32