Segir hryssu og folald enn innilokuð án dagsbirtu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. september 2022 10:29 Steinunn segir hryssuna hafa verið innilokaða með folaldið inni í hesthúsi frá því í maí. Steinunn Árnadóttir Íbúi í Borgarnesi segir hryssu og folald enn innilokuð í hesthúsi í Borgarnesi, þar sem ekki sjáist til sólar. Eigandinn var tilneyddur í gær að færa önnur hross sín, sem voru vannærð og illa haldin, á beit en hryssa með folald er enn innilokuð í hesthúsinu. Málið hefur vakið gríðarlega athygli síðan Vísir fjallaði um það fyrr í vikunni. Steinunn Árnadóttir íbúi í Borgarnesi sagði nærsveitunga sína lamaða vegna illrar meðferðar á hestum á bæ í Borgarfirði. Þar væri fjöldi hrossa því sem næst lamaðir vegna illrar meðferðar og vannæringar. Í gær varð eigandi hrossanna við kröfum Matvælastofnunar um að flytja hrossin á beit en Sigríður Björnsdóttir dýralæknir hrossasjúkdóma hjá MAST sagði í samtali við fréttastofu í gær aðhafst alltof seint. Þá hefur Dýraverndarsamband Íslands sagt MATS endurtekið bregðast illa og seint við rökstuddum grun um slæma meðferð á dýrum í Borgarbyggð. Ábendingar streymi inn án nokkurra viðbragða hjá MAST. Steinunn segir nú að þrátt fyrir aðkomu bæði MAST og lögreglu, sem á þriðjudagskvöld fór að bænum og hafði afskipti af ábúendum, sé hryssa með folald enn innilokuð í hesthúsinu. Steinunn tilkynnti aðstöðu hryssunnar og folaldsins til lögreglu 16. ágúst síðastliðinn og degi síðar til MAST. Þá hafði hún séð merina í gerði í hesthúsahverfinu í Borgarnesi þar sem hún var bæði vatns- og heylaus. Kvörtun Steinunnar til MAST.Steinunn Árnadóttir „Hún var færð til í annað hús og eftirlitsaðilin, Guðlaugur Antonsson, hringir í mig og spyr hvar hryssan sé með folaldið. Ég auðvitað vissi það ekki og hef ekki heyrt frá honum síðan. Það hefur ekkert gerst. Þessi læti eru búin að vera í fjölmiðlum og hún er enn þarna inni,“ segir Steinunn. „Þessi vesalingsskepna er enn þarna inni í hesthúsi, með folaldið sitt litla, sem ég tilkynnti 16. ágúst. Hún er búin að vera lokuð inni síðan í maí. Þarna er ekki einu sinni dagsbirta.“ Engin viðbrögð fengið frá Svandísi vegna hrossanna Steinunn birti færslu á Facebook í morgun um stöðu hryssunnar þar sem hún tekur fram að eftir að hún tilkynnti málið til lögreglu og MAST hafi hún sent bréf til Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra og eftirlitsaðilar fengið afrit af því bréfi. Hún hafi engin viðbrögð við því fengið. Steinunn sendi matvælaráðherra bréf vegna málsins á mánudag.Steinunn Árnadóttir „Allir hérna í hverfinu eru að tilkynna þetta og það er ekkert búið að gerast,“ segir Steinunn. Hestamenn í Borgarbyggð hafi þá miklar efasemdir um að betur sé farið fyrir hrossunum, sem hleypt var út fyrr í vikunni, úti á beit vegna vannæringar og kalsarigninga. „Þau fóru alla vega út, þó það sé ekki eins og maður vildi hafa það. Bara dúndrað út í rigningu en allavega er hending að það er þokkalegt veður hérna þessa dagana,“ segir Steinunn. „Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir, var búin að segja við mig að það ætti að vörslusvipta þau um þessi hross. Og sérðu fyrri eigendur eru grátandi og vilja fá skepnurnar til baka. Þær eru þarna grindhoraðar, reyna að krafsa, hafa aldrei bitið gras. Þau eru búin að vera inni síðan síðasta haust.“ Dýraníð í Borgarfirði Dýraheilbrigði Borgarbyggð Hestar Tengdar fréttir Áfall þegar hún sá myndir af hryssunum sínum í fjölmiðlum Fyrrverandi eigandi þriggja hrossa úr stóði, sem sagt er hafa sætt illri meðferð núverandi eigenda, segir það hafa verið gríðarlegt áfall að sjá myndir af hrossunum í fjölmiðlum í gær. Hún leitar nú leiða til að fá hrossin aftur til sín. 1. september 2022 21:00 Húðskamma MAST og vilja aðgerðir í Borgarbyggð strax Eigandi hrossa í Borgarfirði, sem sakaður hefur verið um illa meðferð á skepnum sínum, hefur orðið við kröfum MAST og flutt hrossin á beit, að sögn dýralæknis hrossasjúkdóma hjá stofnuninni. Íbúi í nágrenninnu segir yfirvöld ekki aðhafast nóg - og alltof seint. Lögregla var kölluð til vegna málsins í gærkvöldi. Dýraverndarsambandið kallar eftir aðgerðum strax. 1. september 2022 11:41 Lögreglumenn fóru að bænum í gærkvöldi Lögregla á Vesturlandi segir enga kæru hafa borist vegna máls hrossaræktenda, sem sakaðir hafa verið um illa meðferð á skepnum sínum, í nágrenni Borgarnes. Málið hafi hins vegar verið tilkynnt til lögreglu í ágúst og í gærkvöldi hafi lögreglumenn sinnt útkalli að bænum. 1. september 2022 10:27 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
Málið hefur vakið gríðarlega athygli síðan Vísir fjallaði um það fyrr í vikunni. Steinunn Árnadóttir íbúi í Borgarnesi sagði nærsveitunga sína lamaða vegna illrar meðferðar á hestum á bæ í Borgarfirði. Þar væri fjöldi hrossa því sem næst lamaðir vegna illrar meðferðar og vannæringar. Í gær varð eigandi hrossanna við kröfum Matvælastofnunar um að flytja hrossin á beit en Sigríður Björnsdóttir dýralæknir hrossasjúkdóma hjá MAST sagði í samtali við fréttastofu í gær aðhafst alltof seint. Þá hefur Dýraverndarsamband Íslands sagt MATS endurtekið bregðast illa og seint við rökstuddum grun um slæma meðferð á dýrum í Borgarbyggð. Ábendingar streymi inn án nokkurra viðbragða hjá MAST. Steinunn segir nú að þrátt fyrir aðkomu bæði MAST og lögreglu, sem á þriðjudagskvöld fór að bænum og hafði afskipti af ábúendum, sé hryssa með folald enn innilokuð í hesthúsinu. Steinunn tilkynnti aðstöðu hryssunnar og folaldsins til lögreglu 16. ágúst síðastliðinn og degi síðar til MAST. Þá hafði hún séð merina í gerði í hesthúsahverfinu í Borgarnesi þar sem hún var bæði vatns- og heylaus. Kvörtun Steinunnar til MAST.Steinunn Árnadóttir „Hún var færð til í annað hús og eftirlitsaðilin, Guðlaugur Antonsson, hringir í mig og spyr hvar hryssan sé með folaldið. Ég auðvitað vissi það ekki og hef ekki heyrt frá honum síðan. Það hefur ekkert gerst. Þessi læti eru búin að vera í fjölmiðlum og hún er enn þarna inni,“ segir Steinunn. „Þessi vesalingsskepna er enn þarna inni í hesthúsi, með folaldið sitt litla, sem ég tilkynnti 16. ágúst. Hún er búin að vera lokuð inni síðan í maí. Þarna er ekki einu sinni dagsbirta.“ Engin viðbrögð fengið frá Svandísi vegna hrossanna Steinunn birti færslu á Facebook í morgun um stöðu hryssunnar þar sem hún tekur fram að eftir að hún tilkynnti málið til lögreglu og MAST hafi hún sent bréf til Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra og eftirlitsaðilar fengið afrit af því bréfi. Hún hafi engin viðbrögð við því fengið. Steinunn sendi matvælaráðherra bréf vegna málsins á mánudag.Steinunn Árnadóttir „Allir hérna í hverfinu eru að tilkynna þetta og það er ekkert búið að gerast,“ segir Steinunn. Hestamenn í Borgarbyggð hafi þá miklar efasemdir um að betur sé farið fyrir hrossunum, sem hleypt var út fyrr í vikunni, úti á beit vegna vannæringar og kalsarigninga. „Þau fóru alla vega út, þó það sé ekki eins og maður vildi hafa það. Bara dúndrað út í rigningu en allavega er hending að það er þokkalegt veður hérna þessa dagana,“ segir Steinunn. „Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir, var búin að segja við mig að það ætti að vörslusvipta þau um þessi hross. Og sérðu fyrri eigendur eru grátandi og vilja fá skepnurnar til baka. Þær eru þarna grindhoraðar, reyna að krafsa, hafa aldrei bitið gras. Þau eru búin að vera inni síðan síðasta haust.“
Dýraníð í Borgarfirði Dýraheilbrigði Borgarbyggð Hestar Tengdar fréttir Áfall þegar hún sá myndir af hryssunum sínum í fjölmiðlum Fyrrverandi eigandi þriggja hrossa úr stóði, sem sagt er hafa sætt illri meðferð núverandi eigenda, segir það hafa verið gríðarlegt áfall að sjá myndir af hrossunum í fjölmiðlum í gær. Hún leitar nú leiða til að fá hrossin aftur til sín. 1. september 2022 21:00 Húðskamma MAST og vilja aðgerðir í Borgarbyggð strax Eigandi hrossa í Borgarfirði, sem sakaður hefur verið um illa meðferð á skepnum sínum, hefur orðið við kröfum MAST og flutt hrossin á beit, að sögn dýralæknis hrossasjúkdóma hjá stofnuninni. Íbúi í nágrenninnu segir yfirvöld ekki aðhafast nóg - og alltof seint. Lögregla var kölluð til vegna málsins í gærkvöldi. Dýraverndarsambandið kallar eftir aðgerðum strax. 1. september 2022 11:41 Lögreglumenn fóru að bænum í gærkvöldi Lögregla á Vesturlandi segir enga kæru hafa borist vegna máls hrossaræktenda, sem sakaðir hafa verið um illa meðferð á skepnum sínum, í nágrenni Borgarnes. Málið hafi hins vegar verið tilkynnt til lögreglu í ágúst og í gærkvöldi hafi lögreglumenn sinnt útkalli að bænum. 1. september 2022 10:27 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
Áfall þegar hún sá myndir af hryssunum sínum í fjölmiðlum Fyrrverandi eigandi þriggja hrossa úr stóði, sem sagt er hafa sætt illri meðferð núverandi eigenda, segir það hafa verið gríðarlegt áfall að sjá myndir af hrossunum í fjölmiðlum í gær. Hún leitar nú leiða til að fá hrossin aftur til sín. 1. september 2022 21:00
Húðskamma MAST og vilja aðgerðir í Borgarbyggð strax Eigandi hrossa í Borgarfirði, sem sakaður hefur verið um illa meðferð á skepnum sínum, hefur orðið við kröfum MAST og flutt hrossin á beit, að sögn dýralæknis hrossasjúkdóma hjá stofnuninni. Íbúi í nágrenninnu segir yfirvöld ekki aðhafast nóg - og alltof seint. Lögregla var kölluð til vegna málsins í gærkvöldi. Dýraverndarsambandið kallar eftir aðgerðum strax. 1. september 2022 11:41
Lögreglumenn fóru að bænum í gærkvöldi Lögregla á Vesturlandi segir enga kæru hafa borist vegna máls hrossaræktenda, sem sakaðir hafa verið um illa meðferð á skepnum sínum, í nágrenni Borgarnes. Málið hafi hins vegar verið tilkynnt til lögreglu í ágúst og í gærkvöldi hafi lögreglumenn sinnt útkalli að bænum. 1. september 2022 10:27