Áfall þegar hún sá myndir af hryssunum sínum í fjölmiðlum Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. september 2022 21:00 Ingibjörg Gunnarsdóttir, fyrrverandi eigandi þriggja hrossa sem nú eru sögð sæta illri meðferð í Borgarnesi. Vísir/Arnar Fyrrverandi eigandi þriggja hrossa úr stóði, sem sagt er hafa sætt illri meðferð núverandi eigenda, segir það hafa verið gríðarlegt áfall að sjá myndir af hrossunum í fjölmiðlum í gær. Hún leitar nú leiða til að fá hrossin aftur til sín. Vísir greindi fyrstur miðla frá málinu síðdegis í gær og ræddi við Steinunni Árnadóttur organista í Borgarneskirkju sem lýsti áhyggjum sveitunga sinna vegna illrar meðferðar á hrossunum. Myndband sem Steinunn tók af hryssu og folaldi úr stóðinu í hesthúsabyggðinni við Borgarnes 16. ágúst síðastliðinn má sjá í fréttinni hér fyrir neðan. Hestarnir voru settir út eftir að málið komst í fjölmiðla og fréttastofa hafði uppi á einu trippanna, sem sýnt var í beinni útsendingu og einnig má sjá í fréttinni. Ingibjörg Gunnarsdóttir er fyrrverandi eigandi þriggja hryssa úr stóðinu, sem sýndar eru í fréttinni sem folöld þegar þær voru í eigu Ingibjargar. Og á þessari mynd innan úr hesthúsinu í Borgarfirði eru þær allar samankomnar að sögn Ingibjargar, grindhoraðar og þjáðar að sjá. Brúna hryssan með blesuna sem liggur á gólfi stíunnar til vinstri er ekki úr röðum Ingibjargar. Hinar þrjár á myndinni telur hún að hafi verið keyptar hjá sér í fyrra. „Þetta var bara mjög mikið sjokk. Systir mín hringdi í mig í gær og var bara grátandi yfir þessu. Við leggjum metnað í að sinna okkar dýrum vel og höfum lagt metnað í að tryggja að þau fari á góða staði. Þetta var bara mikið áfall. Og ótrúlegt að þetta geti gerst að einhver hagi sér svona,“ segir Ingibjörg. Engin svör Kaupandi hafi lofað hryssunum góðu heimili, loforð sem greinilega hafi verið þverbrotið. Hún, og fleiri fyrrverandi eigendur, hafi haft samband við MAST og núverandi eigendur. „Og myndum náttúrulega helst vilja taka hrossin til baka. Við höfum góða aðstöðu til að veita þeim það sem þau þurfa og höfum miklar áhyggjur af þeim í þessum aðstæðum, og í höndum þessara aðila sem virðast ekki betur í stakk búin að sinna þeim en þetta.“ En þið hafið engin svör fengið? „Við höfum engin svör fengið, hvorki frá kaupandanum né MAST.“ Hvernig finnst þér stemningin í hestasamfélaginu út af þessu? „Það eru allir bara gjörsamlega miður sín. Fólk trúir ekki að þetta geti gerst. Fólk er bara orðlaust,“ segir Ingibjörg. Ekki náðist í núverandi eigendur hrossanna við vinnslu fréttarinnar. Dýraheilbrigði Borgarbyggð Hestar Dýraníð í Borgarfirði Tengdar fréttir Húðskamma MAST og vilja aðgerðir í Borgarbyggð strax Eigandi hrossa í Borgarfirði, sem sakaður hefur verið um illa meðferð á skepnum sínum, hefur orðið við kröfum MAST og flutt hrossin á beit, að sögn dýralæknis hrossasjúkdóma hjá stofnuninni. Íbúi í nágrenninnu segir yfirvöld ekki aðhafast nóg - og alltof seint. Lögregla var kölluð til vegna málsins í gærkvöldi. Dýraverndarsambandið kallar eftir aðgerðum strax. 1. september 2022 11:41 Skoða hvernig MAST stendur sig í eftirliti með velferð dýra Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að hefja frumkvæðisúttekt á eftirliti Matvælastofnunar með velferð dýra. Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar. Tilefni ákvörðunarinnar er ekki tiltekin en hún kemur í beinu framhaldi af háværri gagnrýni á eftirlit MAST með dýravelferð í Borgarbyggð. 1. september 2022 16:28 Lögreglumenn fóru að bænum í gærkvöldi Lögregla á Vesturlandi segir enga kæru hafa borist vegna máls hrossaræktenda, sem sakaðir hafa verið um illa meðferð á skepnum sínum, í nágrenni Borgarnes. Málið hafi hins vegar verið tilkynnt til lögreglu í ágúst og í gærkvöldi hafi lögreglumenn sinnt útkalli að bænum. 1. september 2022 10:27 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Sjá meira
Vísir greindi fyrstur miðla frá málinu síðdegis í gær og ræddi við Steinunni Árnadóttur organista í Borgarneskirkju sem lýsti áhyggjum sveitunga sinna vegna illrar meðferðar á hrossunum. Myndband sem Steinunn tók af hryssu og folaldi úr stóðinu í hesthúsabyggðinni við Borgarnes 16. ágúst síðastliðinn má sjá í fréttinni hér fyrir neðan. Hestarnir voru settir út eftir að málið komst í fjölmiðla og fréttastofa hafði uppi á einu trippanna, sem sýnt var í beinni útsendingu og einnig má sjá í fréttinni. Ingibjörg Gunnarsdóttir er fyrrverandi eigandi þriggja hryssa úr stóðinu, sem sýndar eru í fréttinni sem folöld þegar þær voru í eigu Ingibjargar. Og á þessari mynd innan úr hesthúsinu í Borgarfirði eru þær allar samankomnar að sögn Ingibjargar, grindhoraðar og þjáðar að sjá. Brúna hryssan með blesuna sem liggur á gólfi stíunnar til vinstri er ekki úr röðum Ingibjargar. Hinar þrjár á myndinni telur hún að hafi verið keyptar hjá sér í fyrra. „Þetta var bara mjög mikið sjokk. Systir mín hringdi í mig í gær og var bara grátandi yfir þessu. Við leggjum metnað í að sinna okkar dýrum vel og höfum lagt metnað í að tryggja að þau fari á góða staði. Þetta var bara mikið áfall. Og ótrúlegt að þetta geti gerst að einhver hagi sér svona,“ segir Ingibjörg. Engin svör Kaupandi hafi lofað hryssunum góðu heimili, loforð sem greinilega hafi verið þverbrotið. Hún, og fleiri fyrrverandi eigendur, hafi haft samband við MAST og núverandi eigendur. „Og myndum náttúrulega helst vilja taka hrossin til baka. Við höfum góða aðstöðu til að veita þeim það sem þau þurfa og höfum miklar áhyggjur af þeim í þessum aðstæðum, og í höndum þessara aðila sem virðast ekki betur í stakk búin að sinna þeim en þetta.“ En þið hafið engin svör fengið? „Við höfum engin svör fengið, hvorki frá kaupandanum né MAST.“ Hvernig finnst þér stemningin í hestasamfélaginu út af þessu? „Það eru allir bara gjörsamlega miður sín. Fólk trúir ekki að þetta geti gerst. Fólk er bara orðlaust,“ segir Ingibjörg. Ekki náðist í núverandi eigendur hrossanna við vinnslu fréttarinnar.
Dýraheilbrigði Borgarbyggð Hestar Dýraníð í Borgarfirði Tengdar fréttir Húðskamma MAST og vilja aðgerðir í Borgarbyggð strax Eigandi hrossa í Borgarfirði, sem sakaður hefur verið um illa meðferð á skepnum sínum, hefur orðið við kröfum MAST og flutt hrossin á beit, að sögn dýralæknis hrossasjúkdóma hjá stofnuninni. Íbúi í nágrenninnu segir yfirvöld ekki aðhafast nóg - og alltof seint. Lögregla var kölluð til vegna málsins í gærkvöldi. Dýraverndarsambandið kallar eftir aðgerðum strax. 1. september 2022 11:41 Skoða hvernig MAST stendur sig í eftirliti með velferð dýra Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að hefja frumkvæðisúttekt á eftirliti Matvælastofnunar með velferð dýra. Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar. Tilefni ákvörðunarinnar er ekki tiltekin en hún kemur í beinu framhaldi af háværri gagnrýni á eftirlit MAST með dýravelferð í Borgarbyggð. 1. september 2022 16:28 Lögreglumenn fóru að bænum í gærkvöldi Lögregla á Vesturlandi segir enga kæru hafa borist vegna máls hrossaræktenda, sem sakaðir hafa verið um illa meðferð á skepnum sínum, í nágrenni Borgarnes. Málið hafi hins vegar verið tilkynnt til lögreglu í ágúst og í gærkvöldi hafi lögreglumenn sinnt útkalli að bænum. 1. september 2022 10:27 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Sjá meira
Húðskamma MAST og vilja aðgerðir í Borgarbyggð strax Eigandi hrossa í Borgarfirði, sem sakaður hefur verið um illa meðferð á skepnum sínum, hefur orðið við kröfum MAST og flutt hrossin á beit, að sögn dýralæknis hrossasjúkdóma hjá stofnuninni. Íbúi í nágrenninnu segir yfirvöld ekki aðhafast nóg - og alltof seint. Lögregla var kölluð til vegna málsins í gærkvöldi. Dýraverndarsambandið kallar eftir aðgerðum strax. 1. september 2022 11:41
Skoða hvernig MAST stendur sig í eftirliti með velferð dýra Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að hefja frumkvæðisúttekt á eftirliti Matvælastofnunar með velferð dýra. Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar. Tilefni ákvörðunarinnar er ekki tiltekin en hún kemur í beinu framhaldi af háværri gagnrýni á eftirlit MAST með dýravelferð í Borgarbyggð. 1. september 2022 16:28
Lögreglumenn fóru að bænum í gærkvöldi Lögregla á Vesturlandi segir enga kæru hafa borist vegna máls hrossaræktenda, sem sakaðir hafa verið um illa meðferð á skepnum sínum, í nágrenni Borgarnes. Málið hafi hins vegar verið tilkynnt til lögreglu í ágúst og í gærkvöldi hafi lögreglumenn sinnt útkalli að bænum. 1. september 2022 10:27