Innlent

Krefjast 13 milljóna í ógreidd laun

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Benóný Harðarson, forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna, og Davíð Fei Wong, eigandi Flame.
Benóný Harðarson, forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna, og Davíð Fei Wong, eigandi Flame. Samsett/VM/Skjáskot

Hildur Ýr Viðarsdóttir, lögmaður eigenda veitingastaðanna Bambus og Flame, segir rangt af forsvarsmönnum Fagfélaganna að halda því fram að starfsmenn staðanna, hvers stöðu Fagfélögin hafa til skoðunnar, hafi unnið allt að sextán tíma á dag.

 Fagfélögin viti betur en hið rétta sé að starfsmennirnir hafi yfirleitt unnið átta, níu eða tíu tíma á dag en á móti hafi komið fimm til sjö stunda vinnudagar.

Frá þessu er greint á mbl.is.

Þá segir Hildur fólkið aðeins hafa unnið á Flame.

Mbl.is segist hafa gögn undir rhöndum sem sýna að öðru hverju hafi starfsmennirnir unnið tólf til þrettán tíma vaktir, en Hildur segir þetta skýrast af því að starfsfólkið hafi unnið við take away þjónustu fyrir hádegi, fengið frí í þrjá tíma og mætt svo aftur til vinnu eftir hádegi.

Fagfélögin hafa krafið eigendur Flame og Bambus um 13 milljónir króna í ógreidd laun fyrir hönd starfsmannanna, sem eru þrír. Fagfélögin segja starfsmennina hafa verið svikna um vaktaálag, yfirvinnu og orlof en samkvæmt mbl.is voru laun þeirra frá 368 þúsund krónum á mánuði og upp í 460 þúsund krónur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×