Hildur Guðna orðuð við Óskarsverðlaun Bjarki Sigurðsson skrifar 1. september 2022 23:22 Hildur Guðnadóttir með Óskarsstyttuna sem hún vann fyrir myndina Joker. Getty Kvikmyndin Tár var í dag frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Cate Blanchett fer með aðalhlutverk myndarinnar og samdi Hildur Guðnadóttir tónlistina. Hildur er sögð líkleg til að vinna Óskarsverðlaun fyrir myndina. Kvikmyndinin Tár er leikstýrð af Todd Field og fjallar um tónskáld að nafni Lydia Tár. Stórleikkonan Cate Blanchett fer með hlutverk hennar en með önnur hlutverk fara meðal annars Noémie Merlant, Nina Hoss og Julian Glover. Myndin var frumsýnd í kvöld í Feneyjum og hlutu aðstandendur myndarinnar standandi lófatak frá gestum hátíðarinnar eftir sýninguna. Augu flestra voru á Blanchett og þykir leikur hennar í myndinni afar góður. Talið er að hún gæti unnið sín þriðju Óskarsverðlaun fyrir leik sinn en hún vann verðlaunin fyrir besta leik í aukahlutverki fyrir myndirnar The Aviator árið 2005 og Blue Jasmine árið 2014. Tónlistin í myndinni þykir líka afar góð og telur miðillinn Hollywood Reporter að „auðvitað“ sé líklegt að Hildur Guðnadóttir vinni til verðlauna á Óskarsverðlaunahátíðinni fyrir hana. Hildur hlaut Óskarinn árið 2019 fyrir tónlistina í Joker. Önnur kvikmynd sem Hildur samdi tónlistina fyrir, Women Talking, verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Telluride á morgun. Mikil eftirvænting er fyrir myndinni og telur YouTube-rásin The Oscar Expert, þrátt fyrir að myndin hafi ekki verið sýnd, að Hildur gæti fengið Óskarinn fyrir hana líka. Stefnt er á að halda Óskarsverðlaunahátíðina þann 12. mars á næsta ári. Óskarsverðlaunin Hildur Guðnadóttir Tónlist Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Hollywood Tengdar fréttir Hildur vinnur Grammy-verðlaun fyrir Jókerinn Hildur Guðnadóttir, tónskáld, vann í dag Grammy-verðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker. Hildur vann Óskarsverðlaun fyrir tónlistina í fyrra og Grammy-verðlaun í sama flokki í fyrra fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl. 14. mars 2021 20:31 Hildur Guðnadóttir vann Óskarsverðlaun Hildur er fyrsti Íslendingurinn sem vinnur Óskarinn og fjórða konan frá upphafi sem vinnur verðlaunin í flokki frumsamdrar kvikmyndatónlistar. 10. febrúar 2020 03:43 Agndofa þegar allir stóðu upp Þá kveðst hún ekki hyggja á flutninga til Hollywood, þar sé of sólríkt. 10. febrúar 2020 05:09 Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira
Kvikmyndinin Tár er leikstýrð af Todd Field og fjallar um tónskáld að nafni Lydia Tár. Stórleikkonan Cate Blanchett fer með hlutverk hennar en með önnur hlutverk fara meðal annars Noémie Merlant, Nina Hoss og Julian Glover. Myndin var frumsýnd í kvöld í Feneyjum og hlutu aðstandendur myndarinnar standandi lófatak frá gestum hátíðarinnar eftir sýninguna. Augu flestra voru á Blanchett og þykir leikur hennar í myndinni afar góður. Talið er að hún gæti unnið sín þriðju Óskarsverðlaun fyrir leik sinn en hún vann verðlaunin fyrir besta leik í aukahlutverki fyrir myndirnar The Aviator árið 2005 og Blue Jasmine árið 2014. Tónlistin í myndinni þykir líka afar góð og telur miðillinn Hollywood Reporter að „auðvitað“ sé líklegt að Hildur Guðnadóttir vinni til verðlauna á Óskarsverðlaunahátíðinni fyrir hana. Hildur hlaut Óskarinn árið 2019 fyrir tónlistina í Joker. Önnur kvikmynd sem Hildur samdi tónlistina fyrir, Women Talking, verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Telluride á morgun. Mikil eftirvænting er fyrir myndinni og telur YouTube-rásin The Oscar Expert, þrátt fyrir að myndin hafi ekki verið sýnd, að Hildur gæti fengið Óskarinn fyrir hana líka. Stefnt er á að halda Óskarsverðlaunahátíðina þann 12. mars á næsta ári.
Óskarsverðlaunin Hildur Guðnadóttir Tónlist Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Hollywood Tengdar fréttir Hildur vinnur Grammy-verðlaun fyrir Jókerinn Hildur Guðnadóttir, tónskáld, vann í dag Grammy-verðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker. Hildur vann Óskarsverðlaun fyrir tónlistina í fyrra og Grammy-verðlaun í sama flokki í fyrra fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl. 14. mars 2021 20:31 Hildur Guðnadóttir vann Óskarsverðlaun Hildur er fyrsti Íslendingurinn sem vinnur Óskarinn og fjórða konan frá upphafi sem vinnur verðlaunin í flokki frumsamdrar kvikmyndatónlistar. 10. febrúar 2020 03:43 Agndofa þegar allir stóðu upp Þá kveðst hún ekki hyggja á flutninga til Hollywood, þar sé of sólríkt. 10. febrúar 2020 05:09 Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira
Hildur vinnur Grammy-verðlaun fyrir Jókerinn Hildur Guðnadóttir, tónskáld, vann í dag Grammy-verðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker. Hildur vann Óskarsverðlaun fyrir tónlistina í fyrra og Grammy-verðlaun í sama flokki í fyrra fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl. 14. mars 2021 20:31
Hildur Guðnadóttir vann Óskarsverðlaun Hildur er fyrsti Íslendingurinn sem vinnur Óskarinn og fjórða konan frá upphafi sem vinnur verðlaunin í flokki frumsamdrar kvikmyndatónlistar. 10. febrúar 2020 03:43
Agndofa þegar allir stóðu upp Þá kveðst hún ekki hyggja á flutninga til Hollywood, þar sé of sólríkt. 10. febrúar 2020 05:09