Fótbolti

Hallgrímur: „Sleikjum sárin og svo bara áfram gakk"

Hjörvar Ólafsson skrifar
KA-menn fagna marki Elfars Árna Aðalsteinssonar sem kom liðinu yfir. 
KA-menn fagna marki Elfars Árna Aðalsteinssonar sem kom liðinu yfir.  Vísir/Hulda Margrét

Hallgrímur Jónasson, annar þjálfari KA, var vitanlega svekktur eftir að norðanmenn lutu í lægra haldi fyrir FH í undanúrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta í Kaplakrika í kvöld. 

„Mér fannst við hafa góða stjórn á leiknum þangað til að við urðum einum leikmanni færri þrátt fyrir að vera ekkert að spila neitt sérstaklega vel," sagði Hallgrímur um frammistöðu lærisveina sinna í leiknum. 

„Það var svo klaufalegt hjá Bryan að láta reka sig af velli og eftir það lentum við aðeins undir í leiknum. Við hefðum hins vegar getað verið búnir að auka forskot okkar áður en kom að því," sagði þjálfarinn enn fremur um þróun leiksins. 

Umfjöllun: FH - KA 2-1 | FH kom til baka og tryggði sér farseðilinn í bikarúrslit - Vísir (visir.is)

„Nú þurfum við bara að sleikja sárin í kvöld og svo er það bara áfram gakk í deildinni. Það þýðir ekkert að dvelja við þetta tap. Frammistaðan var ágæt í þessum leik en við fáum ekkert fyrir það. Við erum svekktir í kvöld en svo er bara næsta verkefni í deildinni sem við þurfum að einbeita okkur að. 

Við erum á fínu róli í deildinni og ætlum að enda eins ofarlega og mögulegt er á þeim vettvangi," sagði hann um framhaldið hjá KA-mönnum.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×