Fótbolti

Arnór skoraði í bikarsigri Norrköping

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Arnór Sigurðsson var á skotskónum í dag.
Arnór Sigurðsson var á skotskónum í dag. Vísir/Getty

Arnór Sigurðsson var á skotskónum er Íslendingalið Norrköping tryggði sér áframhaldandi veru í sænsku bikarkeppninni með 0-2 útisigri gegn Taby í dag.

Arnór skoraði annað mark liðsins snemma í síðari hálfleik eftir að Maic Sema hafði komið heimamönnum í forystu á 14. mínútu. 

Íslendingarnir í Norrköping, þeir Arnór, Andri Lucas Guðjohnsen, Ari Freyr Skúlason og Arnór Ingvi Traustason eru því komnir í 32-liða úrslit sænska bikarsins.

Þar gætu þeir mætt öðrum Íslendingaliðum þar sem leikir bæði Elfsborg og Sirius eru enn í gangi. Sveinn Aron Guðjohnsen, Hákon Rafn Valdimarsson og félagar þeirra í Elfsborg eru 1-0 undir gegn Oskarshamn þegar um hálftími er eftir af leiknum og Aron Bjarnason, Óli Valur Ómarsson og félagar þeirra í Sirius eru að leika gegn Sandviken þar sem staðan er 0-0 eftir tuttugu mínútna leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×