Virðist sem lausu plássin hafi ekki hentað foreldrum Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. ágúst 2022 13:16 Árelía Eydís Guðmundsdóttir er formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. vísir/vilhelm Borgin segir ekki standa til að loka leikskólanum Bakka í Grafarvogi heldur sé verið að leita leiða til að nýta húsnæðið sem best. Formaður skóla- og frístundaráðs segir að laus pláss hafi verið kynnt foreldrum en þau virðist ekki hafa hentað. Foreldri segir megna óánægju með fyrirkomulagið meðal foreldra. Framtíð leikskólans Bakka var rædd á fundi með foreldrum á mánudag en eins og komið hefur fram er pláss fyrir sextíu börn á leikskólanum en þar eru nú einungis tuttugu börn. Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs hjá Reykjavíkurborg segir í samtali við fréttastofu að í ljósi þeirrar stöðu gætu börn sem bíða eftir plássi í Vogabyggð komið inn á leikskólann. Eftir samtöl við foreldra verði Bakkabörn sem fyrir eru einnig áfram í skólanum fram að áramótum. En þá myndu Bakkabörnin fara inn á samstarfsleikskólann Hamra - og húsnæði Bakka gæti eftir áramót mögulega nýst öðrum leikskólum í húsnæðisvanda. Honum verði þannig ekki lokað. Margrét Dan Þórisdóttir og bróðir hennar, Ingólfur Dan. Margrét heldur á yngsta syni sínum. Margrét Dan Þórisdóttir foreldri barns á Bakka segir foreldra hins vegar almennt túlka þessar mögulegu fyrirætlanir sem lokun. Og þetta hafi lengi legið í loftinu. „Það sem að við vitum er að það hafa ótrúlega margir foreldrar sett sig í samband við okkur núna og sögur sem við heyrum í gegnum tíðina er bara að þegar þú innritar barnið þitt þá segir leikskólastjórinn eða sá sem tekur á móti þér: Það er mikil óvissa með framtíð leikskólans, við mælum ekki endilega með að þú skráir barnið þitt hér í leikskólann. Þetta er bara staðreynd. Svona viðmót fælir náttúrulega bara frá,“ segir Margrét. Leikskólinn Bakki í Staðahverfi.Reykjavíkurborg Árelía Eydís Guðmundsdóttir formaður skóla- og frístundaráðs segir hins vegar að lausu plássin hafi verið kynnt foreldrum. Komið hafi á daginn að plássin virðist ekki hafa hentað foreldrum. Margrét telur kynningu á lausu plássunum hins vegar ábótavant. „Og við vitum líka til þess að fólk úr öðrum hverfum vissi ekki af lausum stöðum hér. Þegar það hafði samband við leikskólaráð þá var því sagt að öll pláss í Grafarvogi væru full,“ segir Margrét. Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Borgarstjórn Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sjá meira
Framtíð leikskólans Bakka var rædd á fundi með foreldrum á mánudag en eins og komið hefur fram er pláss fyrir sextíu börn á leikskólanum en þar eru nú einungis tuttugu börn. Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs hjá Reykjavíkurborg segir í samtali við fréttastofu að í ljósi þeirrar stöðu gætu börn sem bíða eftir plássi í Vogabyggð komið inn á leikskólann. Eftir samtöl við foreldra verði Bakkabörn sem fyrir eru einnig áfram í skólanum fram að áramótum. En þá myndu Bakkabörnin fara inn á samstarfsleikskólann Hamra - og húsnæði Bakka gæti eftir áramót mögulega nýst öðrum leikskólum í húsnæðisvanda. Honum verði þannig ekki lokað. Margrét Dan Þórisdóttir og bróðir hennar, Ingólfur Dan. Margrét heldur á yngsta syni sínum. Margrét Dan Þórisdóttir foreldri barns á Bakka segir foreldra hins vegar almennt túlka þessar mögulegu fyrirætlanir sem lokun. Og þetta hafi lengi legið í loftinu. „Það sem að við vitum er að það hafa ótrúlega margir foreldrar sett sig í samband við okkur núna og sögur sem við heyrum í gegnum tíðina er bara að þegar þú innritar barnið þitt þá segir leikskólastjórinn eða sá sem tekur á móti þér: Það er mikil óvissa með framtíð leikskólans, við mælum ekki endilega með að þú skráir barnið þitt hér í leikskólann. Þetta er bara staðreynd. Svona viðmót fælir náttúrulega bara frá,“ segir Margrét. Leikskólinn Bakki í Staðahverfi.Reykjavíkurborg Árelía Eydís Guðmundsdóttir formaður skóla- og frístundaráðs segir hins vegar að lausu plássin hafi verið kynnt foreldrum. Komið hafi á daginn að plássin virðist ekki hafa hentað foreldrum. Margrét telur kynningu á lausu plássunum hins vegar ábótavant. „Og við vitum líka til þess að fólk úr öðrum hverfum vissi ekki af lausum stöðum hér. Þegar það hafði samband við leikskólaráð þá var því sagt að öll pláss í Grafarvogi væru full,“ segir Margrét.
Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Borgarstjórn Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sjá meira