Neitar sök í Barðavogsmálinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. ágúst 2022 15:40 Magnús Aron neitaði sök. Vísir/Hallgerður Karlmaður á þrítugsaldri, sem ákærður er fyrir að hafa orðið Gylfa Bergmann Heimissyni að bana fyrir utan heimili þeirra í Barðavogi í júní, neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ákveðið var að þinghald í málinu yrði opið. Maðurinn, sem heitir Magnús Aron Magnússon, var leiddur inn í dómsal í járnum þegar málið var þingfest klukkan þrjú síðdegis í dag. Magnús er ákærður fyrir að hafa orðið Gylfa að bana laugardaginn 4. júní síðastliðinn fyrir utan heimili þeirra í Barðavogi í Reykjavík en þeir voru nágrannar. Fram kemur í ákærunni að Magnús hafi veist að Gylfa með ofbeldi inni á stigagangi hússins en átökin svo færst út. Magnús er ákærður fyrir að hafa sparkað og kýlt Gylfa, fellt hann og haldið ofbeldinu áfram með spörkum og stappi á andlit og brjóstkassa. Hann hafi gengið fram með svo miklu offorsi að Gylfi hafi margbrotnað á kjálka, hlotið brot á nefbeini, kinnbeini og tungubeini auk þess sem hann hafi marist víða um líkamann og hlotið blæðingar. Áverkarnir hafi torveldað Gylfa öndun og hann látist á vettvangi meðal annars með mar á heila. Magnús neitaði sök en að sögn verjanda hans er afstaða Magnúsar sú að andlátið hafi borið að í átökum og málalýsingar saksóknara stemmi ekki. Níu gera bótakröfur í málinu, fjögur börn Gylfa, fjögur systkini hans og eitt foreldri. Magnús viðurkennir bótakröfur barnanna og foreldris Gylfa en hafnar bótakröfum systkina hans. Fram kom í dómsal að tveir yfirmatsmenn hafi verið dómkvaddir 25. ágúst síðastliðinn og kapp sé lagt á að ljúka sakhæfismati. Þá fór lögmaður Magnúsar fram á að þinghald yrði lokað í málinu en saksóknari mótmælti því og lögmaður fjölskyldunnar greindi frá að hún vildi hafa þinghaldið opið. Dómari hafnaði kröfu um lokað þinghald. Manndráp í Barðavogi Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Ákært fyrir manndráp í Barðavogsmálinu Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni á þrítugsaldri fyrir manndráp í Barðavogi þann 4. júní. Þetta staðfestir Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, í samtali við fréttastofu. 26. ágúst 2022 15:38 Manndrápið í Barðavogi komið á borð héraðssaksóknara Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á manndrápi í Barðavogi í byrjun júní er lokið og málið er komið til héraðssaksóknara. 25. ágúst 2022 19:52 Lögregla fer fram á áframhaldandi gæsluvarðhald vegna manndráps í Barðavogi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald í þágu almannahagsmuna yfir manni á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið Gylfa Bergmann Heimissyni að bana í Barðavogi 4. júní síðastliðinn. Gæsluvarðhald yfir honum rennur út á morgun. 28. júlí 2022 11:34 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira
Maðurinn, sem heitir Magnús Aron Magnússon, var leiddur inn í dómsal í járnum þegar málið var þingfest klukkan þrjú síðdegis í dag. Magnús er ákærður fyrir að hafa orðið Gylfa að bana laugardaginn 4. júní síðastliðinn fyrir utan heimili þeirra í Barðavogi í Reykjavík en þeir voru nágrannar. Fram kemur í ákærunni að Magnús hafi veist að Gylfa með ofbeldi inni á stigagangi hússins en átökin svo færst út. Magnús er ákærður fyrir að hafa sparkað og kýlt Gylfa, fellt hann og haldið ofbeldinu áfram með spörkum og stappi á andlit og brjóstkassa. Hann hafi gengið fram með svo miklu offorsi að Gylfi hafi margbrotnað á kjálka, hlotið brot á nefbeini, kinnbeini og tungubeini auk þess sem hann hafi marist víða um líkamann og hlotið blæðingar. Áverkarnir hafi torveldað Gylfa öndun og hann látist á vettvangi meðal annars með mar á heila. Magnús neitaði sök en að sögn verjanda hans er afstaða Magnúsar sú að andlátið hafi borið að í átökum og málalýsingar saksóknara stemmi ekki. Níu gera bótakröfur í málinu, fjögur börn Gylfa, fjögur systkini hans og eitt foreldri. Magnús viðurkennir bótakröfur barnanna og foreldris Gylfa en hafnar bótakröfum systkina hans. Fram kom í dómsal að tveir yfirmatsmenn hafi verið dómkvaddir 25. ágúst síðastliðinn og kapp sé lagt á að ljúka sakhæfismati. Þá fór lögmaður Magnúsar fram á að þinghald yrði lokað í málinu en saksóknari mótmælti því og lögmaður fjölskyldunnar greindi frá að hún vildi hafa þinghaldið opið. Dómari hafnaði kröfu um lokað þinghald.
Manndráp í Barðavogi Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Ákært fyrir manndráp í Barðavogsmálinu Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni á þrítugsaldri fyrir manndráp í Barðavogi þann 4. júní. Þetta staðfestir Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, í samtali við fréttastofu. 26. ágúst 2022 15:38 Manndrápið í Barðavogi komið á borð héraðssaksóknara Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á manndrápi í Barðavogi í byrjun júní er lokið og málið er komið til héraðssaksóknara. 25. ágúst 2022 19:52 Lögregla fer fram á áframhaldandi gæsluvarðhald vegna manndráps í Barðavogi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald í þágu almannahagsmuna yfir manni á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið Gylfa Bergmann Heimissyni að bana í Barðavogi 4. júní síðastliðinn. Gæsluvarðhald yfir honum rennur út á morgun. 28. júlí 2022 11:34 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira
Ákært fyrir manndráp í Barðavogsmálinu Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni á þrítugsaldri fyrir manndráp í Barðavogi þann 4. júní. Þetta staðfestir Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, í samtali við fréttastofu. 26. ágúst 2022 15:38
Manndrápið í Barðavogi komið á borð héraðssaksóknara Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á manndrápi í Barðavogi í byrjun júní er lokið og málið er komið til héraðssaksóknara. 25. ágúst 2022 19:52
Lögregla fer fram á áframhaldandi gæsluvarðhald vegna manndráps í Barðavogi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald í þágu almannahagsmuna yfir manni á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið Gylfa Bergmann Heimissyni að bana í Barðavogi 4. júní síðastliðinn. Gæsluvarðhald yfir honum rennur út á morgun. 28. júlí 2022 11:34