Innlent

Stefndu að því í gær að taka skýrslu af Kára

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Kári er framkvæmdastjóri Prima og Vilko á Blönduósi.
Kári er framkvæmdastjóri Prima og Vilko á Blönduósi. Vísir/Helena

Kári Kárason, maðurinn sem var skotinn á Blönduósi og hefur legið þungt haldinn á Landspítalanum er kominn til meðvitundar. Er líðan hans þannig að í gær var stefnt að því að taka af honum skýrslu um atburðarásina morguninn 21. ágúst síðastliðinn.

Frá þessu er greint í Fréttablaðinu.

Eiginkona Kára, Eva Hrund Pétursdóttir, lést í árásinni.

Samkvæmt umfjöllun Fréttablaðsins var Kári skotinn í kviðinn og missti meðvitund. Hann er, sem fyrr segir, kominn til meðvitundar og Fréttablaðið hefur eftir Páleyju Borgþórsdóttur, lögreglustjóra Norðurlands eystra, í gær að stefnt sé að því að taka af honum skýrslu.

Þá er haft eftir aðstandanda að ástand Kára sé framar öllum vonum og kraftaverki líkast. Fréttablaðið segist þó hafa heimildir fyrir því að það megi ekki mikið útaf bregða til að hætt verði við skýrslutökuna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×