Segir dómarann færa fullgild rök fyrir niðurstöðu sinni Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 30. ágúst 2022 00:00 Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari. Vísir/Vilhelm Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi Hæstaréttardómari segir rök dómarans vegna dómsins sem féll nú á dögunum vegna stunguárásar í miðbæ Reykjavíkur vera fullgild. Hann hafi verið á því máli að dómurinn hafi átt að vera þyngri þar til hann las dóminn. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við móður drengsins sem var stunginn fyrir framan skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur nú fyrr á árinu. Hún segir dóminn sem hafi fallið í málinu vera skammarlegan en árásarmaðurinn var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi. Enn fremur spyr hún hvernig skilaboð sé verið að senda til samfélagsins með því að veita árásarmönnum ekki þyngri dóm. Jón Steinar segir í samtali við Reykjavík síðdegis að til þess að einstaklingur sé sakfelldur fyrir tilraun til manndráps þurfi að liggja fyrir ásetningur til manndráps hjá árásarmanni en sönnunarbyrðin hvað það varðar liggi hjá ákæruvaldinu. „Í sakamálum þá er maður sóttur til saka fyrir refsiverða háttsemi og það verður að sanna það að skilyrði fyrir refsingunni séu uppfyllt og það er handhafi ríkisvalds, það er að segja ákæruvald sem þarf að sanna það,“ segir Jón Steinar. Hann segir dómarann færa fullgild rök fyrir sinni niðurstöðu. Dómsvaldið þurfi að meta mál á kaldan hátt, gæta þurfi varúðar áður en viðhorf ástvina fórnarlamba séu tekin upp. „Við verðum að gæta varúðar áður en við tökum bara upp viðhorf þeirra sem eru ástvinir þeirra sem verða fyrir hættulegum líkamsárásum og skrifum upp á það vegna þess að dómarinn getur ekkert gert það. Hann verður að leysa úr þessu með, eigum við að segja órómantískri hlutlægni lögfræðingsins sem á að dæma þetta. Hann getur ekkert sveiflast til í viðhorfum í því hann verður bara að meta þetta kalt og hart,“ segir Jón Steinar. Hann segist hafa verið þeirrar skoðunar að dómurinn hafi átt að vera þyngri þegar hann var boðaður í viðtal hjá Reykjavík síðdegis en þegar hann hafi lesið dóminn hafi honum fundist niðurstaðan eðlileg. „Það getur vel verið að refsingin hafi átt að vera þyngri, það getur verið eitthvað svoleiðis, það eru smáatriði en það er ekki sem varðar sakfellinguna, það er að segja heimfærsluna undir tilraun til manndráps,“ segir Jón Steinar. Aðspurður um það hvort rangt sé hjá almenningi að bera saman þyngd dóma í mismunandi málaflokkum segir Jón Steinar auðvelt að fallast á að einhver sem hafi ráðist á einstakling með fyrrnefndum hætti skuli helst fara í fangelsi til lífstíðar en það sé ekki mögulegt. „Við verðum að leggja mat á þetta eftir lagana reglum og gæta þess að það sé samræmi í þessum refsiákvörðunum eins og öðrum. Í svona tilfelli berum við auðvitað saman við önnur líkamsárásarbrot það er svo alveg kafli út af fyrir sig hvort refsiþyngd milli brotaflokka sé eitthvað óeðlileg. Það er að segja að líkamsárásir séu ef til vill dæmdar með vægari dómum gegn því að eitthvað skattalagabrot fái þyngri dóm,“ segir Jón Steinar. Viðtalið í heild sinni má hlusta á í spilaranum hér að ofan. Reykjavík síðdegis Dómsmál Reykjavík Dómstólar Líkamsárás við 203 Club Tengdar fréttir Tvö og hálft ár fyrir stunguárásina við 203 Club Daniel Zambrana Aquilar, 23 ára karlmaður, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir alvarlega stunguárás fyrir utan skemmtistaðinn 203 Club við Ingólfstorg í Reykjavík í mars síðastliðnum. Bæði lungu fórnarlambsins féllu saman við árásina en fórnarlambið fékk fleiri áverka. Daniel stakk hann að minnsta kosti sex sinnum með skrúfjárni. 26. ágúst 2022 11:26 „Það gerir mig reiða að það sé verið að niðurlægja strákinn minn svona“ Móðir ungs manns sem varð fyrir lífshættulegri stunguárás í miðborginni í vor segir nýfallinn dóm í málinu skammarlegan. Hún lítur á árásina sem manndrápstilraun og skorar á saksóknara að áfrýja til Landsréttar. 28. ágúst 2022 19:13 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Breiðholtsbraut lokuð vegna umferðaróhapps Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við móður drengsins sem var stunginn fyrir framan skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur nú fyrr á árinu. Hún segir dóminn sem hafi fallið í málinu vera skammarlegan en árásarmaðurinn var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi. Enn fremur spyr hún hvernig skilaboð sé verið að senda til samfélagsins með því að veita árásarmönnum ekki þyngri dóm. Jón Steinar segir í samtali við Reykjavík síðdegis að til þess að einstaklingur sé sakfelldur fyrir tilraun til manndráps þurfi að liggja fyrir ásetningur til manndráps hjá árásarmanni en sönnunarbyrðin hvað það varðar liggi hjá ákæruvaldinu. „Í sakamálum þá er maður sóttur til saka fyrir refsiverða háttsemi og það verður að sanna það að skilyrði fyrir refsingunni séu uppfyllt og það er handhafi ríkisvalds, það er að segja ákæruvald sem þarf að sanna það,“ segir Jón Steinar. Hann segir dómarann færa fullgild rök fyrir sinni niðurstöðu. Dómsvaldið þurfi að meta mál á kaldan hátt, gæta þurfi varúðar áður en viðhorf ástvina fórnarlamba séu tekin upp. „Við verðum að gæta varúðar áður en við tökum bara upp viðhorf þeirra sem eru ástvinir þeirra sem verða fyrir hættulegum líkamsárásum og skrifum upp á það vegna þess að dómarinn getur ekkert gert það. Hann verður að leysa úr þessu með, eigum við að segja órómantískri hlutlægni lögfræðingsins sem á að dæma þetta. Hann getur ekkert sveiflast til í viðhorfum í því hann verður bara að meta þetta kalt og hart,“ segir Jón Steinar. Hann segist hafa verið þeirrar skoðunar að dómurinn hafi átt að vera þyngri þegar hann var boðaður í viðtal hjá Reykjavík síðdegis en þegar hann hafi lesið dóminn hafi honum fundist niðurstaðan eðlileg. „Það getur vel verið að refsingin hafi átt að vera þyngri, það getur verið eitthvað svoleiðis, það eru smáatriði en það er ekki sem varðar sakfellinguna, það er að segja heimfærsluna undir tilraun til manndráps,“ segir Jón Steinar. Aðspurður um það hvort rangt sé hjá almenningi að bera saman þyngd dóma í mismunandi málaflokkum segir Jón Steinar auðvelt að fallast á að einhver sem hafi ráðist á einstakling með fyrrnefndum hætti skuli helst fara í fangelsi til lífstíðar en það sé ekki mögulegt. „Við verðum að leggja mat á þetta eftir lagana reglum og gæta þess að það sé samræmi í þessum refsiákvörðunum eins og öðrum. Í svona tilfelli berum við auðvitað saman við önnur líkamsárásarbrot það er svo alveg kafli út af fyrir sig hvort refsiþyngd milli brotaflokka sé eitthvað óeðlileg. Það er að segja að líkamsárásir séu ef til vill dæmdar með vægari dómum gegn því að eitthvað skattalagabrot fái þyngri dóm,“ segir Jón Steinar. Viðtalið í heild sinni má hlusta á í spilaranum hér að ofan.
Reykjavík síðdegis Dómsmál Reykjavík Dómstólar Líkamsárás við 203 Club Tengdar fréttir Tvö og hálft ár fyrir stunguárásina við 203 Club Daniel Zambrana Aquilar, 23 ára karlmaður, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir alvarlega stunguárás fyrir utan skemmtistaðinn 203 Club við Ingólfstorg í Reykjavík í mars síðastliðnum. Bæði lungu fórnarlambsins féllu saman við árásina en fórnarlambið fékk fleiri áverka. Daniel stakk hann að minnsta kosti sex sinnum með skrúfjárni. 26. ágúst 2022 11:26 „Það gerir mig reiða að það sé verið að niðurlægja strákinn minn svona“ Móðir ungs manns sem varð fyrir lífshættulegri stunguárás í miðborginni í vor segir nýfallinn dóm í málinu skammarlegan. Hún lítur á árásina sem manndrápstilraun og skorar á saksóknara að áfrýja til Landsréttar. 28. ágúst 2022 19:13 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Breiðholtsbraut lokuð vegna umferðaróhapps Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Sjá meira
Tvö og hálft ár fyrir stunguárásina við 203 Club Daniel Zambrana Aquilar, 23 ára karlmaður, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir alvarlega stunguárás fyrir utan skemmtistaðinn 203 Club við Ingólfstorg í Reykjavík í mars síðastliðnum. Bæði lungu fórnarlambsins féllu saman við árásina en fórnarlambið fékk fleiri áverka. Daniel stakk hann að minnsta kosti sex sinnum með skrúfjárni. 26. ágúst 2022 11:26
„Það gerir mig reiða að það sé verið að niðurlægja strákinn minn svona“ Móðir ungs manns sem varð fyrir lífshættulegri stunguárás í miðborginni í vor segir nýfallinn dóm í málinu skammarlegan. Hún lítur á árásina sem manndrápstilraun og skorar á saksóknara að áfrýja til Landsréttar. 28. ágúst 2022 19:13