Innlent

Sandstormur og slæm loftgæði víða á Suðurlandi

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Víða er þykkt mistur á Suðurlandi sem rekja má til jarðvegsfoks.
Víða er þykkt mistur á Suðurlandi sem rekja má til jarðvegsfoks. Vísir/Egill

Mistur sem er yfir höfuðborgarsvæðinu og víðar á Suðurlandi hefur vakið athygli margra. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðamálum hjá Umhverfisstofnun, segir um að ræða sandstorm eða jarðvegsfok.

Í ljósi fyrri reynslu er talið að rekja megi sandfokið til svæðis nærri Landeyjarhafnar. Í veðráttu líkt og í dag, þar sem það er hvöss suðaustanátt og þurrkur, þá getur rokið upp sandur þaðan.

Þorsteinn segir ekki nauðsynlegt fyrir fólk að grípa til sérstakra ráðstafana. Þeim sem eru viðkvæmir fyrir er þó ráðlagt að forðast mikla áreynslu utandyra. Með það í huga segir Þorsteinn að dagurinn í dag sé ekki sá besti til að stunda hlaup utandyra.

Þorsteinn Jóhansson sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir að viðkvæmum sé ráðlagt að forðast mikla áreynslu utandyraVísir/Egill

Mengun sem þessi þykir nokkuð skárri fyrir öndunarfæri fólks en iðnaðarmengun. Það fer svo eftir veðri hvenær loftgæðin taka að batna á ný. Ef vind lægir eða það fer rigna má búast við því að það dragi úr jarðvegsfokinu



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×