Efast um að áhugi sé fyrir ofbeldisforvörnum innan KSÍ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. ágúst 2022 12:16 Hanna Björg Vilhjámsdóttir segir að KSÍ hafi ekki gert nóg í jafnréttismálum og ofbeldisforvörnum á þessu ári sem hefur liðið síðan Guðni Bergsson sagði af sér formennsku. vísir Kynjafræðikennari efast um að áhugi sé fyrir jafnréttismálum og ofbeldisforvörnum innan KSÍ. Hún segir að ekki hafi verið gert nóg í málum KSÍ frá því að nýr formaður tók við sambandinu. Ár er í dag síðan Guðni Bergsson sagði af sér sem formaður Knattspyrnusambands Íslands í skugga skandals sem skók sambandið. Í ítarlegri umfjöllun á Vísi er því velt upp hvað KSÍ hafi raunverulega gert í málum sambandsins á þessu ári sem hefur liðið. Þegar Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ tók við embættinu sagði hún að hreyfingin þyrfti að standa sig betur í þessum málum. Stjórn KSÍ samþykkti nýverið viðbragðsáætlun þar sem segir að þegar mál eru til meðferðar vegna meintra alvarlegra brota, skuli viðkomandi stíga til hliðar í hlutverki sínu hjá KSÍ á meðan meðferð máls stendur yfir. Þetta er eina breytingin sem sambandið hefur tilkynnt um frá því að málið kom upp fyrir ári síðan. Heildaráætlun virðist ekki liggja fyrir. Nefnd skipuð af ÍSÍ hefur sagt forgangsmál að klára forvarnaráætlun hjá sambandinu, en ljúka átti þeirri vinnu í apríl í fyrra. KSÍ hefur ekki uppfært siðareglur sínar, en í þeim er ekki minnst á ofbeldi. Þá hefur verið kallað eftir því að skýrt verði kveðið á um ofbeldismál í samningum við starfsfólk og leikmenn. Efast um að áhugi sé fyrir ofbeldisforvörnum innan KSÍ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðikennari, var hávær í umræðu um sambandið fyrir ári síðan, en hún segir að KSÍ hafi ekki gert nóg. „Nei bara alls ekki. Það er eitthvað búið að gera veit ég, en í stóra samhenginu er það bara engan veginn nóg. Það er mjög jákvætt að Vanda sé á þessum stað en hún gerir ekkert ein. Hún þarf að hafa hreyfinguna á bakvið sig og ég er ekki viss um að það sé almennur áhugi í hreyfingunni fyrir jafnréttismálum eða ofbeldisforvörnum.“ Skorti fræðslu Hún segir að ef áhugi væri fyrir jafnréttismálum í hreyfingunni væri búið að gera meira. Mikilvægt sé að koma á fræðslu fyrir þjálfara. „Þjálfarar gegna svo miklu hlutverki, þeir þurfa góða og vandaða menntun og fræðslu þannig að þeir geti verið með jákvæð skilaboð og alið upp svolítið jákvæðar hugmyndir, karlmennskuhugmyndir og valdefla stelpurnar, þetta held ég að sé rosalega mikilvægt.“ KSÍ Jafnréttismál Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Við erum stolt að því að tilheyra hreyfingu sem ætlar að taka sig á og fordæma allt ofbeldi“ Vanda Sigurgeirsdóttir, nýr formaður KSÍ, segir að sambandið verði að horfast í augu við þá erfiðu tíma sem nú er gengið í gegnum, og að framundan séu óumflýjanlegar breytingar. 2. október 2021 14:35 Kvika leggur til að tekið verði á máli Eggerts Gunnþórs með „viðeigandi hætti“ Kvika, aðalstyrktaraðili fótboltaliðs FH, hefur óskað eftir upplýsingum frá stjórn félagsins um mál Eggerts Gunnþórs Jónssonar, leikmanns liðsins, sem er sakaður um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn fyrir rúmum áratug síðan. 21. apríl 2022 14:31 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöngum lokað „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Sjá meira
Ár er í dag síðan Guðni Bergsson sagði af sér sem formaður Knattspyrnusambands Íslands í skugga skandals sem skók sambandið. Í ítarlegri umfjöllun á Vísi er því velt upp hvað KSÍ hafi raunverulega gert í málum sambandsins á þessu ári sem hefur liðið. Þegar Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ tók við embættinu sagði hún að hreyfingin þyrfti að standa sig betur í þessum málum. Stjórn KSÍ samþykkti nýverið viðbragðsáætlun þar sem segir að þegar mál eru til meðferðar vegna meintra alvarlegra brota, skuli viðkomandi stíga til hliðar í hlutverki sínu hjá KSÍ á meðan meðferð máls stendur yfir. Þetta er eina breytingin sem sambandið hefur tilkynnt um frá því að málið kom upp fyrir ári síðan. Heildaráætlun virðist ekki liggja fyrir. Nefnd skipuð af ÍSÍ hefur sagt forgangsmál að klára forvarnaráætlun hjá sambandinu, en ljúka átti þeirri vinnu í apríl í fyrra. KSÍ hefur ekki uppfært siðareglur sínar, en í þeim er ekki minnst á ofbeldi. Þá hefur verið kallað eftir því að skýrt verði kveðið á um ofbeldismál í samningum við starfsfólk og leikmenn. Efast um að áhugi sé fyrir ofbeldisforvörnum innan KSÍ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðikennari, var hávær í umræðu um sambandið fyrir ári síðan, en hún segir að KSÍ hafi ekki gert nóg. „Nei bara alls ekki. Það er eitthvað búið að gera veit ég, en í stóra samhenginu er það bara engan veginn nóg. Það er mjög jákvætt að Vanda sé á þessum stað en hún gerir ekkert ein. Hún þarf að hafa hreyfinguna á bakvið sig og ég er ekki viss um að það sé almennur áhugi í hreyfingunni fyrir jafnréttismálum eða ofbeldisforvörnum.“ Skorti fræðslu Hún segir að ef áhugi væri fyrir jafnréttismálum í hreyfingunni væri búið að gera meira. Mikilvægt sé að koma á fræðslu fyrir þjálfara. „Þjálfarar gegna svo miklu hlutverki, þeir þurfa góða og vandaða menntun og fræðslu þannig að þeir geti verið með jákvæð skilaboð og alið upp svolítið jákvæðar hugmyndir, karlmennskuhugmyndir og valdefla stelpurnar, þetta held ég að sé rosalega mikilvægt.“
KSÍ Jafnréttismál Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Við erum stolt að því að tilheyra hreyfingu sem ætlar að taka sig á og fordæma allt ofbeldi“ Vanda Sigurgeirsdóttir, nýr formaður KSÍ, segir að sambandið verði að horfast í augu við þá erfiðu tíma sem nú er gengið í gegnum, og að framundan séu óumflýjanlegar breytingar. 2. október 2021 14:35 Kvika leggur til að tekið verði á máli Eggerts Gunnþórs með „viðeigandi hætti“ Kvika, aðalstyrktaraðili fótboltaliðs FH, hefur óskað eftir upplýsingum frá stjórn félagsins um mál Eggerts Gunnþórs Jónssonar, leikmanns liðsins, sem er sakaður um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn fyrir rúmum áratug síðan. 21. apríl 2022 14:31 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöngum lokað „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Sjá meira
„Við erum stolt að því að tilheyra hreyfingu sem ætlar að taka sig á og fordæma allt ofbeldi“ Vanda Sigurgeirsdóttir, nýr formaður KSÍ, segir að sambandið verði að horfast í augu við þá erfiðu tíma sem nú er gengið í gegnum, og að framundan séu óumflýjanlegar breytingar. 2. október 2021 14:35
Kvika leggur til að tekið verði á máli Eggerts Gunnþórs með „viðeigandi hætti“ Kvika, aðalstyrktaraðili fótboltaliðs FH, hefur óskað eftir upplýsingum frá stjórn félagsins um mál Eggerts Gunnþórs Jónssonar, leikmanns liðsins, sem er sakaður um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn fyrir rúmum áratug síðan. 21. apríl 2022 14:31