„Við erum stolt að því að tilheyra hreyfingu sem ætlar að taka sig á og fordæma allt ofbeldi“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. október 2021 14:35 Vanda Sigurgeirsdóttir er nýr formaður KSÍ. Vísir/hulda Margrét Vanda Sigurgeirsdóttir, nýr formaður KSÍ, segir að sambandið verði að horfast í augu við þá erfiðu tíma sem nú er gengið í gegnum, og að framundan séu óumflýjanlegar breytingar. „Mig langar að byrja á því að þakka fráfarandi stjórn og formanni kærlega fyrir þeirra óeigingjarna starf í þágu knattspyrnuhreyfingarinnar og þar með okkar allra, sagði Vanda í upphafi ræðu sinnar á aukaþingi KSÍ. „Með þeim fer mikil reynsla og við vorum að reikna þetta út og við vorum komin upp í hundruð af árum." „Það verður sannarlega áskorun að fylla þeirra skörð. Þá vil ég þakka starfsfólki KSÍ, sem starfar öturlega að framgangi knattspyrnunnar jafnvel í gegnum öldusjó eins og þann sem hefur verið undanfarið. Þessir aðilar eiga allt okkar hrós skilið." Segir samstöðu mikilvæga á erfiðum tímum Vanda segir að sambandið verði að horfast í augu við þá erfiðu tíma sem knattspyrnuhreyfingin er að ganga í gegnum, og að þá sé mikilvægt að staanda saman. „Þrátt fyrir allt þetta góða í hreyfingunni þá verðum við að horfast í augu við að við erum að ganga í erfiða tíma og þá er mjög mikilvægt að við stöndum saman. Framundan eru óumflýjanlegar breytingar og ég mun gera mitt allra besta til að leiða hreyfinguna áfram í gegnum þessa umbrotatíma og ég er viss um að saman mun okkur takast það." Hún bætti við að um leið og að unnið sé að afrekum eigi íþróttahreyfingin að vera örugg og leiðandi í að efla einstaklinginn. „Íþróttahreyfingin á nefninlega að vera fyrir alla. Hún á að vera örugg og leiðandi í að efla einstaklinginn og undirbúa fyrir lífið. Við erum uppeldishreyfing um leið og við erum að vinna að afrekum." Vanda endaði ræðu sína á að skora á þá sem hafa efasemdir um hana, að gefa sér séns. „Ef að þið eruð með einhverjar efasemdir um mig þá skora ég á ykkur að gefa mér séns. Við erum stolt að því að tilheyra hreyfingu sem ætlar að taka sig á og fordæma allt ofbeldi," sagði Vanda að lokum. KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Stjórn KSÍ gangi ósátt frá borði Fyrrverandi varaformaður KSÍ sagði kröfu um afsögn stjórnar vonbrigði og gengur stjórnin ósátt frá borði. 2. október 2021 12:09 Vanda Sigurgeirsdóttir mætt á aukaþing KSÍ Vanda Sigurgeirsdóttir, verðandi formaður Knattspyrnusambands Íslands, er mætt á aukaþing sambandsins. 2. október 2021 11:07 Niðurstöður kosninga á aukaþingi KSÍ liggja fyrir Aukaþing Knattspyrnusamband Íslands fór fram í dag og Vísir fylgdist með gangi mála. 2. október 2021 10:46 Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Ármann - ÍA | Nýliðaslagur í höllinni Körfubolti Fleiri fréttir KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Ármann - ÍA | Nýliðaslagur í höllinni Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Sjá meira
„Mig langar að byrja á því að þakka fráfarandi stjórn og formanni kærlega fyrir þeirra óeigingjarna starf í þágu knattspyrnuhreyfingarinnar og þar með okkar allra, sagði Vanda í upphafi ræðu sinnar á aukaþingi KSÍ. „Með þeim fer mikil reynsla og við vorum að reikna þetta út og við vorum komin upp í hundruð af árum." „Það verður sannarlega áskorun að fylla þeirra skörð. Þá vil ég þakka starfsfólki KSÍ, sem starfar öturlega að framgangi knattspyrnunnar jafnvel í gegnum öldusjó eins og þann sem hefur verið undanfarið. Þessir aðilar eiga allt okkar hrós skilið." Segir samstöðu mikilvæga á erfiðum tímum Vanda segir að sambandið verði að horfast í augu við þá erfiðu tíma sem knattspyrnuhreyfingin er að ganga í gegnum, og að þá sé mikilvægt að staanda saman. „Þrátt fyrir allt þetta góða í hreyfingunni þá verðum við að horfast í augu við að við erum að ganga í erfiða tíma og þá er mjög mikilvægt að við stöndum saman. Framundan eru óumflýjanlegar breytingar og ég mun gera mitt allra besta til að leiða hreyfinguna áfram í gegnum þessa umbrotatíma og ég er viss um að saman mun okkur takast það." Hún bætti við að um leið og að unnið sé að afrekum eigi íþróttahreyfingin að vera örugg og leiðandi í að efla einstaklinginn. „Íþróttahreyfingin á nefninlega að vera fyrir alla. Hún á að vera örugg og leiðandi í að efla einstaklinginn og undirbúa fyrir lífið. Við erum uppeldishreyfing um leið og við erum að vinna að afrekum." Vanda endaði ræðu sína á að skora á þá sem hafa efasemdir um hana, að gefa sér séns. „Ef að þið eruð með einhverjar efasemdir um mig þá skora ég á ykkur að gefa mér séns. Við erum stolt að því að tilheyra hreyfingu sem ætlar að taka sig á og fordæma allt ofbeldi," sagði Vanda að lokum.
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Stjórn KSÍ gangi ósátt frá borði Fyrrverandi varaformaður KSÍ sagði kröfu um afsögn stjórnar vonbrigði og gengur stjórnin ósátt frá borði. 2. október 2021 12:09 Vanda Sigurgeirsdóttir mætt á aukaþing KSÍ Vanda Sigurgeirsdóttir, verðandi formaður Knattspyrnusambands Íslands, er mætt á aukaþing sambandsins. 2. október 2021 11:07 Niðurstöður kosninga á aukaþingi KSÍ liggja fyrir Aukaþing Knattspyrnusamband Íslands fór fram í dag og Vísir fylgdist með gangi mála. 2. október 2021 10:46 Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Ármann - ÍA | Nýliðaslagur í höllinni Körfubolti Fleiri fréttir KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Ármann - ÍA | Nýliðaslagur í höllinni Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Sjá meira
Stjórn KSÍ gangi ósátt frá borði Fyrrverandi varaformaður KSÍ sagði kröfu um afsögn stjórnar vonbrigði og gengur stjórnin ósátt frá borði. 2. október 2021 12:09
Vanda Sigurgeirsdóttir mætt á aukaþing KSÍ Vanda Sigurgeirsdóttir, verðandi formaður Knattspyrnusambands Íslands, er mætt á aukaþing sambandsins. 2. október 2021 11:07
Niðurstöður kosninga á aukaþingi KSÍ liggja fyrir Aukaþing Knattspyrnusamband Íslands fór fram í dag og Vísir fylgdist með gangi mála. 2. október 2021 10:46