Ljóst að stjórnendur hafi átt að gera betur Bjarki Sigurðsson skrifar 28. ágúst 2022 19:58 Lögreglan rannsakar nú kynferðisbrot sem á að hafa átt sér stað innan veggja Fjölbrautaskóla Suðurlands. Árborg Skólanefnd Fjölbrautaskóla Suðurlands sendi frá sér yfirlýsingu rétt í þessu og viðurkennir að stjórnendur skólans og nefndin hafi átt að gera betur í tengslum við viðbrögð sín og miðlun upplýsinga um þau til nemenda, foreldra og fjölmiðla vegna meints kynferðisbrot innan veggja skólans. Í gær var greint frá því að lögreglan á Suðurlandi rannsaki nú meint kynferðisbrot innan veggja FSu. Bæði meintur gerandi og þolandi eru undir lögaldri og nemendur við skólann. Í pósti sem Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari FSu, sendi nemendum skólans eftir að málið kom á borð til hennar þar sem nemendur voru beðnir um að vera ekki með umræðu tengda málinu á samfélagsmiðlum og að ekki væri búið að dæma í málinu og því væri meintur gerandi saklaus þar til sekt hans væri sönnuð. Pósturinn var harðlega gagnrýndur, meðal annars af stjórn nemendafélags FSu. Forseti og varaforseti nemendafélagsins ræddu við Stöð 2 í gær og sögðu það ekki réttlætanlegt að þolandi geti mætt geranda sínum á ganginum í skólanum en meintum geranda var ekki vikið úr skólanum vegna málsins. Í yfirlýsingu frá skólanefndinni sem send var á fjölmiðla rétt í þessu segir að stjórnendur og skólanefndin hafi litið mjög alvarlegum augum á málið. „Svona mál eru alltaf viðkvæm og stjórnendur skólans ásamt skólanefnd bera ábyrgð á viðbrögðum skólans og miðlun upplýsinga um þau til nemenda, foreldra og fjölmiðla. Þar er ljóst að við hefðum átt að gera betur,“ segir í yfirlýsingunni sem Jóhanna Ýr Jóhansdóttir sendir fyrir hönd nefndarinnar. Nefndin hefur fundað með skólastjórnendum vegna málsins og fundar með þeim aftur á morgun. Þá munu stjórnendur skólans funda með fulltrúum nemendafélagsins á morgun og óska eftir samtali við foreldrafélag FSu. Skólinn ætlar að fá óháðan aðila til ráðgjafar um viðbrögð og aðgerðir í málum sem þessu til þess að gera betur skyldi mál sem þetta koma síðar upp. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsinguna í heild sinni: Í ljósi umfjöllunar um viðbrögð Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu) vegna meints kynferðisbrots innan veggja skólans vill skólanefnd FSu koma eftirfarandi á framfæri: Stjórnendur og skólanefnd skólans líta málið mjög alvarlegum augum. Svona mál eru alltaf viðkvæm og stjórnendur skólans ásamt skólanefnd bera ábyrgð á viðbrögðum skólans og miðlun upplýsinga um þau til nemenda, foreldra og fjölmiðla. Þar er ljóst að við hefðum átt að gera betur. Skólanefnd FSu hefur fundað með skólastjórnendum vegna málsins og fundar með þeim aftur á morgun, mánudag. Stjórnendur skólans funda með fulltrúum nemendafélags skólans á mánudag og óska eftir samtali við foreldrafélag FSu. Skólinn mun fá óháðan aðila til ráðgjafar um viðbrögð og aðgerðir í málum sem þessu. Árborg Kynferðisofbeldi Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Framhaldsskólar Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af því að dómstóll götunnar taki völdin í málinu Lögreglan rannsakar nú kynferðisbrot sem talið er hafa átt sér stað á salerni Fjölbrautaskóla Suðurlands. Meintur gerandi og brotaþoli eru báðir undir lögaldri. Skólastjóri skólans hefur áhyggjur af því að „dómstóll götunnar taki völdin í málinu“ og biðlar til nemenda að vanda sig í umræðunni. 27. ágúst 2022 11:03 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira
Í gær var greint frá því að lögreglan á Suðurlandi rannsaki nú meint kynferðisbrot innan veggja FSu. Bæði meintur gerandi og þolandi eru undir lögaldri og nemendur við skólann. Í pósti sem Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari FSu, sendi nemendum skólans eftir að málið kom á borð til hennar þar sem nemendur voru beðnir um að vera ekki með umræðu tengda málinu á samfélagsmiðlum og að ekki væri búið að dæma í málinu og því væri meintur gerandi saklaus þar til sekt hans væri sönnuð. Pósturinn var harðlega gagnrýndur, meðal annars af stjórn nemendafélags FSu. Forseti og varaforseti nemendafélagsins ræddu við Stöð 2 í gær og sögðu það ekki réttlætanlegt að þolandi geti mætt geranda sínum á ganginum í skólanum en meintum geranda var ekki vikið úr skólanum vegna málsins. Í yfirlýsingu frá skólanefndinni sem send var á fjölmiðla rétt í þessu segir að stjórnendur og skólanefndin hafi litið mjög alvarlegum augum á málið. „Svona mál eru alltaf viðkvæm og stjórnendur skólans ásamt skólanefnd bera ábyrgð á viðbrögðum skólans og miðlun upplýsinga um þau til nemenda, foreldra og fjölmiðla. Þar er ljóst að við hefðum átt að gera betur,“ segir í yfirlýsingunni sem Jóhanna Ýr Jóhansdóttir sendir fyrir hönd nefndarinnar. Nefndin hefur fundað með skólastjórnendum vegna málsins og fundar með þeim aftur á morgun. Þá munu stjórnendur skólans funda með fulltrúum nemendafélagsins á morgun og óska eftir samtali við foreldrafélag FSu. Skólinn ætlar að fá óháðan aðila til ráðgjafar um viðbrögð og aðgerðir í málum sem þessu til þess að gera betur skyldi mál sem þetta koma síðar upp. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsinguna í heild sinni: Í ljósi umfjöllunar um viðbrögð Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu) vegna meints kynferðisbrots innan veggja skólans vill skólanefnd FSu koma eftirfarandi á framfæri: Stjórnendur og skólanefnd skólans líta málið mjög alvarlegum augum. Svona mál eru alltaf viðkvæm og stjórnendur skólans ásamt skólanefnd bera ábyrgð á viðbrögðum skólans og miðlun upplýsinga um þau til nemenda, foreldra og fjölmiðla. Þar er ljóst að við hefðum átt að gera betur. Skólanefnd FSu hefur fundað með skólastjórnendum vegna málsins og fundar með þeim aftur á morgun, mánudag. Stjórnendur skólans funda með fulltrúum nemendafélags skólans á mánudag og óska eftir samtali við foreldrafélag FSu. Skólinn mun fá óháðan aðila til ráðgjafar um viðbrögð og aðgerðir í málum sem þessu.
Í ljósi umfjöllunar um viðbrögð Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu) vegna meints kynferðisbrots innan veggja skólans vill skólanefnd FSu koma eftirfarandi á framfæri: Stjórnendur og skólanefnd skólans líta málið mjög alvarlegum augum. Svona mál eru alltaf viðkvæm og stjórnendur skólans ásamt skólanefnd bera ábyrgð á viðbrögðum skólans og miðlun upplýsinga um þau til nemenda, foreldra og fjölmiðla. Þar er ljóst að við hefðum átt að gera betur. Skólanefnd FSu hefur fundað með skólastjórnendum vegna málsins og fundar með þeim aftur á morgun, mánudag. Stjórnendur skólans funda með fulltrúum nemendafélags skólans á mánudag og óska eftir samtali við foreldrafélag FSu. Skólinn mun fá óháðan aðila til ráðgjafar um viðbrögð og aðgerðir í málum sem þessu.
Árborg Kynferðisofbeldi Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Framhaldsskólar Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af því að dómstóll götunnar taki völdin í málinu Lögreglan rannsakar nú kynferðisbrot sem talið er hafa átt sér stað á salerni Fjölbrautaskóla Suðurlands. Meintur gerandi og brotaþoli eru báðir undir lögaldri. Skólastjóri skólans hefur áhyggjur af því að „dómstóll götunnar taki völdin í málinu“ og biðlar til nemenda að vanda sig í umræðunni. 27. ágúst 2022 11:03 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira
Hefur áhyggjur af því að dómstóll götunnar taki völdin í málinu Lögreglan rannsakar nú kynferðisbrot sem talið er hafa átt sér stað á salerni Fjölbrautaskóla Suðurlands. Meintur gerandi og brotaþoli eru báðir undir lögaldri. Skólastjóri skólans hefur áhyggjur af því að „dómstóll götunnar taki völdin í málinu“ og biðlar til nemenda að vanda sig í umræðunni. 27. ágúst 2022 11:03