Slær framboð til forseta ASÍ alveg út af borðinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. ágúst 2022 09:55 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist ekki hafa neinn áhuga á bjóða sig fram í forsetaembætti ASÍ. Hún spyr af hverju stéttir verka- og láglaunafólks ættu að vera áfram innan vébanda ASÍ takist ekki að ná fram ákveðnum breytingum á sambandinu. Fyrr í mánuðinum sagði Drífa Snædal, þáverandi forseti ASÍ, af sér embætti, auk þess sem að hún mun ekki bjóða sig fram í forsetakosningum á þingi ASÍ í október. Óeining hefur ríkt um stefnu verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu og höfðu formenn stærstu stéttarfélaganna þjarmað að Drífu frá byrjun þessa árs. Búast má við að tekist verði um framtíðarstefnu ASÍ á þinginu í október. Enn sem komið er hefur enginn boðið sig fram til forseta. Engan áhuga á forsetaframboði Spurningar hafa hins vegar vaknað um hvort að Sólveig Anna eða Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, formenn tveggja stærstu verkalýðsfélaga landsins, muni bjóða sig fram. Bæði hafa þau talað fyrir breytingum á stefnu ASÍ. Sólveig Anna var í viðtali í Bítinu í Bylgjunni á morgun þar sem hún sló framboð til forseta ASÍ alveg út af borðinu. „Nei, ég hef engan áhuga á því. Ég hef sagt það við félagsfólk Eflingar þegar það hefur spurt mig að mín hollusta sé við Eflingu og mínir starfskraftar nýtist best þar. Það stóra verkefni sem við hófum 2018, það er mikið eftir. Ég þarf að vera þar og leiða það. Ég nýt sem betur fer trausts hjá mínu Eflingarfólki þannig að nei, ég hef ekki áhuga á því,“ sagði Sólveig Anna. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Í viðtalinu ræddi Sólveig Anna einnig um þá framtíðarstefnu sem hún vill sjá að ASÍ taki og hvað myndi gerast ef sú stefna yrði ekki ofan á í forsetakosningunum sem framundan eru. „Mín niðurstaða er sú að annað hvort getum við núna nýtt það tækifæri sem staðið hefur verið í vegi fyrir að hægt sé að nýta, að lýðræðisvæða Alþýðusambandið, sem er þessi risastóra hreyfing. Þetta eru einu samtök launafólks á almenna vinnumarkaðinum, með næstum því 140 þúsund meðlimi. Tekst okkur að lýðræðisvæða, tekst okkur að breyta Alþýðusambandinu í það sem það á að vera. Sem sagt mjög raunverulegt baráttuafl,“ sagði Sólveig Anna. Skrifað var undir Lífskjarasamninginn svokallaða árið 2019 og renna þeir út þann 1. nóvember 2022. Því styttist í að kjaraviðræður hefjist að nýju.Vísir/Vilhelm Ef það tækist ekki þyrftu verka- og láglaunafólk að íhuga hvort að hagsmunum þeirra væri best borgið innan Alþýðusambandsins. „Eða er það einfaldlega svo að þetta fyrirbæri er bara of stórt, of bjúrókratískt, of mikið úr tengslum að það mögulega er ekki hægt? Ef að það er niðurstaðan, ef að þrátt fyrir það að formenn tveggja langstærstu félaganna innan vébanda Alþýðusambandsins séu að berjast fyrir róttækum breytingum en það skilar samt einhvern veginn engum breytingum innan Alþýðusambandsins, takist okkur ekki að umbreyta þessu. Þá segi ég, af hverju ættu verka- og láglaunafólk að vilja vera þarna áfram? Af hverju ætti verka- og láglaunafólk að vilja að stór summa af fjármunum þeirra fari í að reka fyrirbæri sem gagnast þeim á endanum nákvæmlega ekki neitt?“ Kjaramál Stéttarfélög Bítið ASÍ Tengdar fréttir Hópur fólks hafi komist til valda með offorsi og eineltistilburðum Formaður Öldunnar, stéttarfélags innan Alþýðusambandsins (ASÍ), segir framtíð verkalýðshreyfingarinnar svarta eftir sviptingar innan hennar undanfarið. Hann segir hóp fólks hafi komist til valda með offorsi og eineltistilburðum, sem fáir séu spenntir að vinna með. 11. ágúst 2022 19:00 Segir Drífu hafi lokað sig inni í blokk með efri millistéttarfólki Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Drífu Snædal, fráfarandi forseta ASÍ, aldrei hafa getað stutt umbreytingarverkefni sem hún og formenn annarra stéttarfélaga hafi leitt. Hún segir Drífu ekki hafa ekki viljað taka slaginn og lokað sig inni í blokk með „stétt sérfræðinga og millistéttarfólks.“ 10. ágúst 2022 12:22 Drífa: Samskiptin við Sólveigu og Ragnar hafa gert störfin óbærileg á köflum Drífa Snædal fráfarandi forseti Alþýðusambands Íslands segir að samskiptin við formenn VR og Eflingar hafi gert störf hennar á köflum óbærileg. Hún hafi ekki getað ímyndað sér að sitja áfram við þessar aðstæður. Á ýmsu hefur gengið innan hreyfingarinnar síðustu misseri. Drífa segir: „Ég hef oft þurft að bíta í tunguna á mér.“ 10. ágúst 2022 11:23 VR krefst fjögurra daga vinnuviku og aðkomu stjórnvalda Fjögurra daga vinnuvika, þrjátíu daga orlof og umfangsmikil aðkoma stjórnvalda að kjaraviðræðum. 24. ágúst 2022 10:43 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Sjá meira
Fyrr í mánuðinum sagði Drífa Snædal, þáverandi forseti ASÍ, af sér embætti, auk þess sem að hún mun ekki bjóða sig fram í forsetakosningum á þingi ASÍ í október. Óeining hefur ríkt um stefnu verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu og höfðu formenn stærstu stéttarfélaganna þjarmað að Drífu frá byrjun þessa árs. Búast má við að tekist verði um framtíðarstefnu ASÍ á þinginu í október. Enn sem komið er hefur enginn boðið sig fram til forseta. Engan áhuga á forsetaframboði Spurningar hafa hins vegar vaknað um hvort að Sólveig Anna eða Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, formenn tveggja stærstu verkalýðsfélaga landsins, muni bjóða sig fram. Bæði hafa þau talað fyrir breytingum á stefnu ASÍ. Sólveig Anna var í viðtali í Bítinu í Bylgjunni á morgun þar sem hún sló framboð til forseta ASÍ alveg út af borðinu. „Nei, ég hef engan áhuga á því. Ég hef sagt það við félagsfólk Eflingar þegar það hefur spurt mig að mín hollusta sé við Eflingu og mínir starfskraftar nýtist best þar. Það stóra verkefni sem við hófum 2018, það er mikið eftir. Ég þarf að vera þar og leiða það. Ég nýt sem betur fer trausts hjá mínu Eflingarfólki þannig að nei, ég hef ekki áhuga á því,“ sagði Sólveig Anna. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Í viðtalinu ræddi Sólveig Anna einnig um þá framtíðarstefnu sem hún vill sjá að ASÍ taki og hvað myndi gerast ef sú stefna yrði ekki ofan á í forsetakosningunum sem framundan eru. „Mín niðurstaða er sú að annað hvort getum við núna nýtt það tækifæri sem staðið hefur verið í vegi fyrir að hægt sé að nýta, að lýðræðisvæða Alþýðusambandið, sem er þessi risastóra hreyfing. Þetta eru einu samtök launafólks á almenna vinnumarkaðinum, með næstum því 140 þúsund meðlimi. Tekst okkur að lýðræðisvæða, tekst okkur að breyta Alþýðusambandinu í það sem það á að vera. Sem sagt mjög raunverulegt baráttuafl,“ sagði Sólveig Anna. Skrifað var undir Lífskjarasamninginn svokallaða árið 2019 og renna þeir út þann 1. nóvember 2022. Því styttist í að kjaraviðræður hefjist að nýju.Vísir/Vilhelm Ef það tækist ekki þyrftu verka- og láglaunafólk að íhuga hvort að hagsmunum þeirra væri best borgið innan Alþýðusambandsins. „Eða er það einfaldlega svo að þetta fyrirbæri er bara of stórt, of bjúrókratískt, of mikið úr tengslum að það mögulega er ekki hægt? Ef að það er niðurstaðan, ef að þrátt fyrir það að formenn tveggja langstærstu félaganna innan vébanda Alþýðusambandsins séu að berjast fyrir róttækum breytingum en það skilar samt einhvern veginn engum breytingum innan Alþýðusambandsins, takist okkur ekki að umbreyta þessu. Þá segi ég, af hverju ættu verka- og láglaunafólk að vilja vera þarna áfram? Af hverju ætti verka- og láglaunafólk að vilja að stór summa af fjármunum þeirra fari í að reka fyrirbæri sem gagnast þeim á endanum nákvæmlega ekki neitt?“
Kjaramál Stéttarfélög Bítið ASÍ Tengdar fréttir Hópur fólks hafi komist til valda með offorsi og eineltistilburðum Formaður Öldunnar, stéttarfélags innan Alþýðusambandsins (ASÍ), segir framtíð verkalýðshreyfingarinnar svarta eftir sviptingar innan hennar undanfarið. Hann segir hóp fólks hafi komist til valda með offorsi og eineltistilburðum, sem fáir séu spenntir að vinna með. 11. ágúst 2022 19:00 Segir Drífu hafi lokað sig inni í blokk með efri millistéttarfólki Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Drífu Snædal, fráfarandi forseta ASÍ, aldrei hafa getað stutt umbreytingarverkefni sem hún og formenn annarra stéttarfélaga hafi leitt. Hún segir Drífu ekki hafa ekki viljað taka slaginn og lokað sig inni í blokk með „stétt sérfræðinga og millistéttarfólks.“ 10. ágúst 2022 12:22 Drífa: Samskiptin við Sólveigu og Ragnar hafa gert störfin óbærileg á köflum Drífa Snædal fráfarandi forseti Alþýðusambands Íslands segir að samskiptin við formenn VR og Eflingar hafi gert störf hennar á köflum óbærileg. Hún hafi ekki getað ímyndað sér að sitja áfram við þessar aðstæður. Á ýmsu hefur gengið innan hreyfingarinnar síðustu misseri. Drífa segir: „Ég hef oft þurft að bíta í tunguna á mér.“ 10. ágúst 2022 11:23 VR krefst fjögurra daga vinnuviku og aðkomu stjórnvalda Fjögurra daga vinnuvika, þrjátíu daga orlof og umfangsmikil aðkoma stjórnvalda að kjaraviðræðum. 24. ágúst 2022 10:43 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Sjá meira
Hópur fólks hafi komist til valda með offorsi og eineltistilburðum Formaður Öldunnar, stéttarfélags innan Alþýðusambandsins (ASÍ), segir framtíð verkalýðshreyfingarinnar svarta eftir sviptingar innan hennar undanfarið. Hann segir hóp fólks hafi komist til valda með offorsi og eineltistilburðum, sem fáir séu spenntir að vinna með. 11. ágúst 2022 19:00
Segir Drífu hafi lokað sig inni í blokk með efri millistéttarfólki Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Drífu Snædal, fráfarandi forseta ASÍ, aldrei hafa getað stutt umbreytingarverkefni sem hún og formenn annarra stéttarfélaga hafi leitt. Hún segir Drífu ekki hafa ekki viljað taka slaginn og lokað sig inni í blokk með „stétt sérfræðinga og millistéttarfólks.“ 10. ágúst 2022 12:22
Drífa: Samskiptin við Sólveigu og Ragnar hafa gert störfin óbærileg á köflum Drífa Snædal fráfarandi forseti Alþýðusambands Íslands segir að samskiptin við formenn VR og Eflingar hafi gert störf hennar á köflum óbærileg. Hún hafi ekki getað ímyndað sér að sitja áfram við þessar aðstæður. Á ýmsu hefur gengið innan hreyfingarinnar síðustu misseri. Drífa segir: „Ég hef oft þurft að bíta í tunguna á mér.“ 10. ágúst 2022 11:23
VR krefst fjögurra daga vinnuviku og aðkomu stjórnvalda Fjögurra daga vinnuvika, þrjátíu daga orlof og umfangsmikil aðkoma stjórnvalda að kjaraviðræðum. 24. ágúst 2022 10:43