VR krefst fjögurra daga vinnuviku og aðkomu stjórnvalda Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. ágúst 2022 10:43 Ragnar Þór Ingólfsson var kjörinn formaður VR árið 2017. Vísir/Vilhelm Fjögurra daga vinnuvika, þrjátíu daga orlof og umfangsmikil aðkoma stjórnvalda að kjaraviðræðum. Þetta er á meðal þess sem stéttarfélagið VR og Landssamband íslenzkra verzlunarmanna (LÍV) munu leggja áherslu á í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins í kjaraviðræðum í haust. Kjarasamningur VR og LÍV rennur út 1. nóvember næstkomandi. Framundan eru því viðræður um nýjan kjarasamning. Í kröfugerð félaganna, sem birt var á vef VR í dag er komið innn á helstu áhersluatriði félaganna í kjaraviðræðunum. Lagt er til að gerður verði þriggja ára samningur sem gildi frá 1. nóvember til 30. október 2025. Skrifað var undir Lífskjarasamninginn svokallaða árið 2019. Hér má sjá Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins ásamt Vilhjálmi Birgissyni, núverandi formanni Starfsgreinasambandsins og Ragnari Þór. Vísir/Vilhelm Á meðal þess sem VR og LÍV hyggjast legga áherslu á er stytting vinnuvikunnar niður í fjóra daga, að vinnuvikan verði 32 stundir. Í Lífskjarasamningunum sem undirritaður var 2019 var samið um að starfsmenn ættu rétt á viðræðrum um vinnutímastyttingu niður í 36 tíma, samhliða niðurfellingu kaffitíma. „Styttingin tókst vel til og var almenn ánægja með hana meðal félagsfólks. VR og LÍV telja mikilvægt að fyrirtæki nýti tækifæri sem skapast í kjölfar hagræðingar sem sjálfvirknivæðing og tækniframfarir stuðla að til þess að stytta enn frekar vinnuviku starfsfólks,“ segir í kröfugerðinni. Þrjátíu daga orlof og orlofsrétturinn verði allt að tvö ár í senn Þá vilja félögin einnig að félagsmenn öðlist rétt til þrjátíu daga orlofs á hverju orlofsári. Lágmarksorlof er nú 24 tímar. Í kröfugerðinni er vísað í breytingar á orlofsrétti hjá hinu opinbera. Það kalli á endurrskoðun á orlofsrétti á almennum vinnumarkaði. Húsnæðismarkaðurinn hefur reynist mörgum erfiður að undanförnu vegna mikillar verðhækkana. VR telur þörf á þjóðarsátt í húsnæðismálum.vísir/vilhelm „VR og LÍV gera þá kröfu að allt félagsfólk eigi rétt til 30 orlofsdaga á orlofsárinu. VR og LÍV krefjast þess jafnframt að orlofsréttur verði rýmkaður þannig að orlofsnýting sé allt að tvö ár í senn. Ef ekki verður við því komið að nýta orlofið innan þess tíma, verði ónýtt orlof gert upp við starfsfólk áður en nýtt tímabil hefst,“ segir í kröfugerðinni. Verðtrygging verði afnumin og skattar og álögur lækkaðar Að auki er kallað eftir því að stjórnvöld komi að gerð kjarasamning á almennum markaði. Slíkt sé óhjákvæmilegt. Raunar segir í kröfugerðinni að stjórnvöld verði að koma að samningaborðinu. VR og LÍV gera þá kröfu að afnemi verðtryggingu á neytendalánum, lækki álögur og skatta á launafólk og lækki einnig virðisaukaskatt á nauðsynjavörum. Þá sé þörf á þjóðarsátt á húsnæðismarkaði. „VR og LÍV gera þá kröfu að þak verði sett á leigu, ungu fólki auðvelduð fyrstu kaup með auknum stuðningi frá hinu opinbera og lóðaframboð aukið verulega með aðkomu sveitarfélaga. Framboð húsnæðis, hvort heldur er til eignar eða leigu, er í engu samræmi við eftirspurn og fáir sem geta komið sér þaki yfir höfuðið.“ Lesa má kröfugerð VR í heild sinni hér. Kjaramál Vinnumarkaður Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem stéttarfélagið VR og Landssamband íslenzkra verzlunarmanna (LÍV) munu leggja áherslu á í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins í kjaraviðræðum í haust. Kjarasamningur VR og LÍV rennur út 1. nóvember næstkomandi. Framundan eru því viðræður um nýjan kjarasamning. Í kröfugerð félaganna, sem birt var á vef VR í dag er komið innn á helstu áhersluatriði félaganna í kjaraviðræðunum. Lagt er til að gerður verði þriggja ára samningur sem gildi frá 1. nóvember til 30. október 2025. Skrifað var undir Lífskjarasamninginn svokallaða árið 2019. Hér má sjá Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins ásamt Vilhjálmi Birgissyni, núverandi formanni Starfsgreinasambandsins og Ragnari Þór. Vísir/Vilhelm Á meðal þess sem VR og LÍV hyggjast legga áherslu á er stytting vinnuvikunnar niður í fjóra daga, að vinnuvikan verði 32 stundir. Í Lífskjarasamningunum sem undirritaður var 2019 var samið um að starfsmenn ættu rétt á viðræðrum um vinnutímastyttingu niður í 36 tíma, samhliða niðurfellingu kaffitíma. „Styttingin tókst vel til og var almenn ánægja með hana meðal félagsfólks. VR og LÍV telja mikilvægt að fyrirtæki nýti tækifæri sem skapast í kjölfar hagræðingar sem sjálfvirknivæðing og tækniframfarir stuðla að til þess að stytta enn frekar vinnuviku starfsfólks,“ segir í kröfugerðinni. Þrjátíu daga orlof og orlofsrétturinn verði allt að tvö ár í senn Þá vilja félögin einnig að félagsmenn öðlist rétt til þrjátíu daga orlofs á hverju orlofsári. Lágmarksorlof er nú 24 tímar. Í kröfugerðinni er vísað í breytingar á orlofsrétti hjá hinu opinbera. Það kalli á endurrskoðun á orlofsrétti á almennum vinnumarkaði. Húsnæðismarkaðurinn hefur reynist mörgum erfiður að undanförnu vegna mikillar verðhækkana. VR telur þörf á þjóðarsátt í húsnæðismálum.vísir/vilhelm „VR og LÍV gera þá kröfu að allt félagsfólk eigi rétt til 30 orlofsdaga á orlofsárinu. VR og LÍV krefjast þess jafnframt að orlofsréttur verði rýmkaður þannig að orlofsnýting sé allt að tvö ár í senn. Ef ekki verður við því komið að nýta orlofið innan þess tíma, verði ónýtt orlof gert upp við starfsfólk áður en nýtt tímabil hefst,“ segir í kröfugerðinni. Verðtrygging verði afnumin og skattar og álögur lækkaðar Að auki er kallað eftir því að stjórnvöld komi að gerð kjarasamning á almennum markaði. Slíkt sé óhjákvæmilegt. Raunar segir í kröfugerðinni að stjórnvöld verði að koma að samningaborðinu. VR og LÍV gera þá kröfu að afnemi verðtryggingu á neytendalánum, lækki álögur og skatta á launafólk og lækki einnig virðisaukaskatt á nauðsynjavörum. Þá sé þörf á þjóðarsátt á húsnæðismarkaði. „VR og LÍV gera þá kröfu að þak verði sett á leigu, ungu fólki auðvelduð fyrstu kaup með auknum stuðningi frá hinu opinbera og lóðaframboð aukið verulega með aðkomu sveitarfélaga. Framboð húsnæðis, hvort heldur er til eignar eða leigu, er í engu samræmi við eftirspurn og fáir sem geta komið sér þaki yfir höfuðið.“ Lesa má kröfugerð VR í heild sinni hér.
Kjaramál Vinnumarkaður Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira