Fótbolti

Adda: Ekki verið að kaupa Berg­lindi til að fylla upp í æfingar­hóp

Atli Arason skrifar
Berglind Björg Þorvaldsdóttir í leik með landsliðinu á EM í sumar.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir í leik með landsliðinu á EM í sumar. Vilhelm

Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, oftast kölluð Adda, segir félagaskipti Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur til PSG vera stórt skref fyrir hana, íslenska landsliðið og kvennaboltann í heild sinni hér á Íslandi.

„Þær [PSG] misstu Katoto í sumar og kanadíski framherjinn [Huitema] sem hefur verið hjá þeim er líka farinn. Ég hugsa það sé ekki verið að kaupa Berglindi til að fylla upp í einhvern 25 manna æfingarhóp,“ sagði Adda í viðtali við Stöð 2.

„Maður var búinn að heyra orðróm áður en hún fór til Brann að þá hafi PSG verið að fylgjast með henni. Hún spilaði á móti þeim þegar hún lék í Frakklandi og liðið hefur greinilega verið að skoða hana en Berglind átti fínt Evrópumót þar sem hún var á meðal okkar bestu leikmanna.“

Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, leikmaður Vals.Vísir/Diego

PSG mun kaupa Berglindi af Brann en algengara er að leikmenn í kvennaboltanum skipta um lið eftir að samningar þeirra renna út frekar en þær séu keyptar liða á milli.

„Þetta er ekki fréttin sem maður sér á hverjum degi í kvennaboltanum, að verið sé að kaupa leikmenn yfir og sérstaklega í svona stórt lið. Þetta er eitt af stærstu liðum Evrópu og viðurkenning fyrir Berglindi að PSG ætli að kaupa hana,“ sagði Adda en viðtalið við hana í heild má sjá í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Adda: Ekki verið að kaupa Berglindi til að fylla upp í æfingarhóp

Tengdar fréttir

Tilboð PSG í Berglindi of gott til að hafna

Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji íslenska landsliðsins í fótbolta, hefur verið seld frá Noregsmeisturum Brann til franska stórveldisins PSG.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×