Heidelberg ætlar sér að reynast góður granni Jakob Bjarnar skrifar 24. ágúst 2022 13:42 Þorsteinn Víglundsson er talsmaður HeidelbergCement Pozzolanic Materials ehf. á Íslandi. Hann dregur ekki dul á að um sé að ræða risavaxið verkefni á íslenskan mælikvarða. En það sé á algjöru frumstigi og ekkert verði gert án samráðs við íbúa Þorlákshafnar. vísir/vilhelm/egill Þorsteinn Víglundsson, talsmaður HeidelbergCement Pozzolanic Materials ehf. á Íslandi, segir að verkefni sé aldrei gott fyrir fyrirtækið ef það er ekki gott fyrir samfélagið. Og fái aldrei neinn framgang sem slíkt. Vísir hefur að undanförnu fjallað ítarlega um tröllaukið verkefni sem nú er í burðarliðnum og snýr að stórfelldum efnisflutningum og afleiddum áhrifum. Til stendur að moka í burtu Litla-Sandfelli í Þrengslum og flytja um Þorlákshöfn með flutningsskipum út til Evrópu og nota sem íblöndunarefni í sement. Verkefnið hefur þegar valdið verulegri ólgu í Þorlákshöfn en Þorsteinn segir, sem talsmaður HeidlebergCement, að ekki standi til að blanda sér í bæjarmálapólitíkina í Þorlákshöfn. Slíkt sé fjarri lagi, hann segir gott að umræðan sé komin fram og hann leggur á það áherslu að enn sé verkefnið á forhönnunarstigi. Nú er verið að skoða útfærslur. Ekkert verði gert án samráðs við íbúa, þar liggi fyrir einlægur vilji af hálfu Heidelbergs. Og fyrirtækið sé boðið og búið í að upplýsa um framgang málsins á öllum stigum. Felur í sér sparnað sem nemur milljón tonnum á ári Þorsteinn segir að það verði vitaskuld ekki fram hjá því litið að um sé að ræða afar umfangsmikla starfsemi á íslenskan mælikvarða, flutnings- og námuvinnslu. Og leitast verði við að lágmarka umhverfisáhrif. „En við höfum horft til loftslagsmálanna. Notkun móbergs, sem finna má á Íslandi og í nágrenni Þorlákshafnar, og vinnsla þess með endurnýtanlegri orku á Íslandi er til þess fallið að breyta og draga verulega úr neikvæðum loftslagsáhrifum sementsframleiðslu á heimsvísu. Þetta verkefni er til þess fallið að lækka gríðarlega kolefnisspor í norðanverðri Evrópu, og hið augljósa er að þetta er hnattrænt verkefni. Þorsteinn segir að vega þurfi að meta kosti og galla, og það verði gert en verkefnið sé sem slíkt umhverfisvænt á heimsvísu og spari milljón tonna losun kolefnisspors í norðanverðri Evrópu.vísir/vilhelm Útflutningur á 1,5 milljón tonna af efni á ári, samsvarar þá sparnaði í losun uppá milljón tonn á ári, sem er á pari við fimmtung losunar Íslands. Samkvæmt okkar samningi eru þau áhrif jákvæð, og það þarf að vega þetta og meta,“ segir Þorsteinn. En sem áður segir þá dregur Þorsteinn ekki fjöður yfir að verkefnið eitt og sér hafi mikil staðaráhrif og það þurfi að taka inn í myndina. En engar ákvarðanir hafi enn verið teknar, verkefnið sé á byrjunarstigi og aðeins liggi fyrir vilyrði fyrir lóðum í Þorlákshöfn á þessu stigi máls. Vilja vera góður nágranni Að sögn Þorsteins er næst á dagskrá að kanna frekar fýsileika verkefnisins. „Eingöngu grunnhönnun er hafin og verið er að skoða hvaða leiðir gætu verið mögulegar varðandi flutning efnisins. Ekki hefur því þótt tímabært að hefja kynningar og samráð við nærsamfélagið en það er alveg skýrt af hálfu HeidelbergCement að verði farið í svona vegferð verði allt kapp lagt á að tryggja góða sátt við nærumhverfið.“ Um leið og fullnægjandi grunngögn liggja fyrir hyggur fyrirtækið á kynningu á áformum sínum með hlutaðeigendum og samráð bæði við yfirvöld og íbúa Ölfuss. „Ef af verkefninu verður er það einlægur vilji fyrirtækisins að vinna það í góðri sátt við samfélagið, bæði íbúa þess og náttúru, og mun Heidelberg kappkosta að vera í hvívetna góður nágranni,“ segir Þorsteinn. Ölfus Samgöngur Stóriðja Umhverfismál Skipulag Námuvinnsla Deilur um iðnað í Ölfusi Tengdar fréttir Játa á sig mistök við lóðasamþykkt og biðjast afsökunar Verulegur ágreiningur er nú uppi meðal íbúa Þorlákshafnar vegna fyrirætlana sem munu, ef þær ná fram að ganga, gera þorpið að annasömum þungaflutninga- og námubæ. 22. ágúst 2022 13:23 Mest lesið Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Fleiri fréttir Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Sjá meira
Vísir hefur að undanförnu fjallað ítarlega um tröllaukið verkefni sem nú er í burðarliðnum og snýr að stórfelldum efnisflutningum og afleiddum áhrifum. Til stendur að moka í burtu Litla-Sandfelli í Þrengslum og flytja um Þorlákshöfn með flutningsskipum út til Evrópu og nota sem íblöndunarefni í sement. Verkefnið hefur þegar valdið verulegri ólgu í Þorlákshöfn en Þorsteinn segir, sem talsmaður HeidlebergCement, að ekki standi til að blanda sér í bæjarmálapólitíkina í Þorlákshöfn. Slíkt sé fjarri lagi, hann segir gott að umræðan sé komin fram og hann leggur á það áherslu að enn sé verkefnið á forhönnunarstigi. Nú er verið að skoða útfærslur. Ekkert verði gert án samráðs við íbúa, þar liggi fyrir einlægur vilji af hálfu Heidelbergs. Og fyrirtækið sé boðið og búið í að upplýsa um framgang málsins á öllum stigum. Felur í sér sparnað sem nemur milljón tonnum á ári Þorsteinn segir að það verði vitaskuld ekki fram hjá því litið að um sé að ræða afar umfangsmikla starfsemi á íslenskan mælikvarða, flutnings- og námuvinnslu. Og leitast verði við að lágmarka umhverfisáhrif. „En við höfum horft til loftslagsmálanna. Notkun móbergs, sem finna má á Íslandi og í nágrenni Þorlákshafnar, og vinnsla þess með endurnýtanlegri orku á Íslandi er til þess fallið að breyta og draga verulega úr neikvæðum loftslagsáhrifum sementsframleiðslu á heimsvísu. Þetta verkefni er til þess fallið að lækka gríðarlega kolefnisspor í norðanverðri Evrópu, og hið augljósa er að þetta er hnattrænt verkefni. Þorsteinn segir að vega þurfi að meta kosti og galla, og það verði gert en verkefnið sé sem slíkt umhverfisvænt á heimsvísu og spari milljón tonna losun kolefnisspors í norðanverðri Evrópu.vísir/vilhelm Útflutningur á 1,5 milljón tonna af efni á ári, samsvarar þá sparnaði í losun uppá milljón tonn á ári, sem er á pari við fimmtung losunar Íslands. Samkvæmt okkar samningi eru þau áhrif jákvæð, og það þarf að vega þetta og meta,“ segir Þorsteinn. En sem áður segir þá dregur Þorsteinn ekki fjöður yfir að verkefnið eitt og sér hafi mikil staðaráhrif og það þurfi að taka inn í myndina. En engar ákvarðanir hafi enn verið teknar, verkefnið sé á byrjunarstigi og aðeins liggi fyrir vilyrði fyrir lóðum í Þorlákshöfn á þessu stigi máls. Vilja vera góður nágranni Að sögn Þorsteins er næst á dagskrá að kanna frekar fýsileika verkefnisins. „Eingöngu grunnhönnun er hafin og verið er að skoða hvaða leiðir gætu verið mögulegar varðandi flutning efnisins. Ekki hefur því þótt tímabært að hefja kynningar og samráð við nærsamfélagið en það er alveg skýrt af hálfu HeidelbergCement að verði farið í svona vegferð verði allt kapp lagt á að tryggja góða sátt við nærumhverfið.“ Um leið og fullnægjandi grunngögn liggja fyrir hyggur fyrirtækið á kynningu á áformum sínum með hlutaðeigendum og samráð bæði við yfirvöld og íbúa Ölfuss. „Ef af verkefninu verður er það einlægur vilji fyrirtækisins að vinna það í góðri sátt við samfélagið, bæði íbúa þess og náttúru, og mun Heidelberg kappkosta að vera í hvívetna góður nágranni,“ segir Þorsteinn.
Ölfus Samgöngur Stóriðja Umhverfismál Skipulag Námuvinnsla Deilur um iðnað í Ölfusi Tengdar fréttir Játa á sig mistök við lóðasamþykkt og biðjast afsökunar Verulegur ágreiningur er nú uppi meðal íbúa Þorlákshafnar vegna fyrirætlana sem munu, ef þær ná fram að ganga, gera þorpið að annasömum þungaflutninga- og námubæ. 22. ágúst 2022 13:23 Mest lesið Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Fleiri fréttir Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Sjá meira
Játa á sig mistök við lóðasamþykkt og biðjast afsökunar Verulegur ágreiningur er nú uppi meðal íbúa Þorlákshafnar vegna fyrirætlana sem munu, ef þær ná fram að ganga, gera þorpið að annasömum þungaflutninga- og námubæ. 22. ágúst 2022 13:23