Kjötsúpa og heimagerður ís úr sauðamjólk Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. ágúst 2022 12:31 Ann Marie, sem hefur búið á Íslandi í sex ár er mjög ánægð með að eiga heima á Austurlandi en hún er þýsk og er með fyrirtækið Sauðagull á Egilsstöðum með manni sínum, Gunnari Gunnarssyni, samhliða matarvagninum. Hún er alltaf brosandi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ann Marie í Fljótsdal dó ekki ráðalaus þegar hún fór að spá í hvernig hún gæti aukið tekjur sínar með því að þjóna ferðamönnum á svæðinu. Jú, hún opnaði matarvagn við Hengifoss þar sem hún selur meðal annars kjötsúpu og heimagerðan ís úr sauðamjólk af bænum sínum. Matarvagninn var opnaður síðasta sumar og síðan þá hefur verið meira en nóg að gera, sérstaklega yfir sumartímann, enda Hengifoss mjög vinsæll áfangastaður hjá ferðamönnum. „Ég er að bjóða upp á heimagerðan ís meðal annars úr sauðamjólk. Svo er ég með vöfflur, kjötsúpu og grænmetissúpu og náttúrulega drykki. Þetta er að slá í gegn hjá mér, fólk er allavega mjög ánægt, sérstaklega að fá að smakka ísinn,“ segir Ann Marie. Og þetta er ís sem þú býrð til sjálf? „Já, við erum að mjólka ærnar okkar heima og ég er með ísvél heima og framleiðsluaðstöðu heima á bænum, þannig að ég get gert allt á sama stað.“ Ann Marie segist ekki finna annað en að ferðamennirnir, Íslendingar og útlendingar séu mjög ánægðir með matarvagninn hennar við fossinn. „Ég held það, allavega það sem mér er sagt frá kúnnum, þá er það bara mjög flott hrós, sem ég fæ frá þeim.“ Og kjötsúpan hjá þér, hún er vinsæl? „Já hún er það, enda passa ég að hafa nóg af íslensku lambakjöti í henni“, segir Ann Marie og hlær. Ann Marie, sem hefur búið á Íslandi í sex ár er mjög ánægð með að eiga heima á Austurlandi en hún er þýsk og er með fyrirtækið Sauðagull á Egilsstöðum með manni sínum, Gunnari Gunnarssyni, samhliða matarvagninum. „Þetta er bara mjög skemmtilegt svæði og það er bara mikið hægt að gera hérna, sem maður kannski sér ekki strax, en það er mikil afþreying, sem maður getur notið,“ segir Ann Marie, alsæl með að búa á Austurlandi og hvað matarvagninn hennar gengur vel. Matarvagninn við Hengifoss er mjög vinsæll hjá ferðamönnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fljótsdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Sjá meira
Matarvagninn var opnaður síðasta sumar og síðan þá hefur verið meira en nóg að gera, sérstaklega yfir sumartímann, enda Hengifoss mjög vinsæll áfangastaður hjá ferðamönnum. „Ég er að bjóða upp á heimagerðan ís meðal annars úr sauðamjólk. Svo er ég með vöfflur, kjötsúpu og grænmetissúpu og náttúrulega drykki. Þetta er að slá í gegn hjá mér, fólk er allavega mjög ánægt, sérstaklega að fá að smakka ísinn,“ segir Ann Marie. Og þetta er ís sem þú býrð til sjálf? „Já, við erum að mjólka ærnar okkar heima og ég er með ísvél heima og framleiðsluaðstöðu heima á bænum, þannig að ég get gert allt á sama stað.“ Ann Marie segist ekki finna annað en að ferðamennirnir, Íslendingar og útlendingar séu mjög ánægðir með matarvagninn hennar við fossinn. „Ég held það, allavega það sem mér er sagt frá kúnnum, þá er það bara mjög flott hrós, sem ég fæ frá þeim.“ Og kjötsúpan hjá þér, hún er vinsæl? „Já hún er það, enda passa ég að hafa nóg af íslensku lambakjöti í henni“, segir Ann Marie og hlær. Ann Marie, sem hefur búið á Íslandi í sex ár er mjög ánægð með að eiga heima á Austurlandi en hún er þýsk og er með fyrirtækið Sauðagull á Egilsstöðum með manni sínum, Gunnari Gunnarssyni, samhliða matarvagninum. „Þetta er bara mjög skemmtilegt svæði og það er bara mikið hægt að gera hérna, sem maður kannski sér ekki strax, en það er mikil afþreying, sem maður getur notið,“ segir Ann Marie, alsæl með að búa á Austurlandi og hvað matarvagninn hennar gengur vel. Matarvagninn við Hengifoss er mjög vinsæll hjá ferðamönnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Fljótsdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Sjá meira