Lífið

Bubbi vissi fyrstur að von væri á barni

Elísabet Hanna skrifar
Bubbi fann fyrir nýju lífi áður en foreldrarnir vissu af því.
Bubbi fann fyrir nýju lífi áður en foreldrarnir vissu af því. Skjáskot/Instagram

Leik- og söngkonan Rakel Björk Björnsdóttir og tónlistarmaðurinn Garðar Borgþórsson eru að bæta við sig nýju hlutverki sem foreldrar. Það var enginn annar en tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens sem vissi að barnið væri væntanlegt, jafnvel á undan foreldrunum sjálfum.

Bubbi fann fyrir nýju lífi

„Litli laumufarþeginn hefur, nú þegar, leikið Bubba Morthens með mömmu sinni í leikhúsinu og tekið þátt í trylltu dansleikhúsi með Kristjáni Ingimarssyni í Room 4.1. En mamman hefur nú tekið ákvörðun um að stíga út úr 9 líf og einbeita sér að því að taka á móti „9“ lífi,“ segir Rakel meðal annars í tilkynningunni.

„Til gamans má geta að elsku Bubbi, með sinni næmni, tjáði mér skömmu fyrir daginn örlagaríka að ég ætti von á barni og var því fyrstur til að flytja mér fréttirnar. Dálítið táknrænt,“ segir Rakel. 

ÞAU

Parið er í hljómsveitinni ÞAU sem var stofnuð eftir að Rakel og Garðar kynntust í leikhúsinu og fóru fljótlega að prófa sig áfram í að skapa tónlist utan vinnunnar. Nýlega kom út platan ÞAU taka Vestfirði sem inniheldur frumsamin lög við ljóð eftir vestfirsk skáld. Rakel útilokar ekki nýtt efni frá þeim á komandi vetri:

„Eitthvað segir mér að tónlistargyðjan fái að njóta sín betur í vetur. „ÞAU taka vögguvísur“ væri til dæmis góður titill á næstu plötu. Hvað segir þú Gaddi?“ 


Tengdar fréttir

„Það má segja að við séum sálufélagar í lífi og list“

Rakel Björk Björnsdóttir og Garðar Borgþórsson eru að gefa út plötuna ÞAU taka Vestfirði í dag en bæði eru þau rokkarar úr Hafnarfirði sem litar samstarfið. Platan inniheldur frumsamin lög við ljóð eftir vestfirsk skáld og hefur djúpar menningarlegar rætur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×