Segir ósatt með öllu að Jóni Baldvin hafi ekki verið boðið Atli Ísleifsson skrifar 24. ágúst 2022 09:30 Skrifstofa forseta Íslands gagnrýnir vinnubrögð Fréttablaðsins í yfirlýsingu í morgun. Vísir/Vilhelm Ósatt er með öllu að ekki hafi staðið til að bjóða Jóni Baldvin Hannibalssyni, fyrrverandi utanríkisráðherra, til hátíðarviðburðar í tilefni þess að rúm þrjátíu ár séu liðin frá því að Ísland hafi á ný tekið upp stjórnmálasamband við Eystrasaltslöndin þrjú. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá skrifstofu forseta Íslands þar sem forsíðufrétt Fréttablaðsins er svarað og vinnubrögð blaðsins gagnrýnd. Í fréttinni segir að íslensk stjórnvöld og Háskóli Íslands hafi ætlað sér að hundsa Jón Baldvin vegna viðburðarins. Í yfirlýsingunni segir að á boðslista viðburðarins hafi verið, auk sendinefnda Eystrasaltsríkjanna, ráðherrar ríkisstjórna Íslands á árunum 1988 til 1991 og 1991 til 1995, og fyrrverandi sendiherrar og ræðismenn frá þessum árum. Fékk boð sama dag og aðrir „Fyrrverandi utanríkisráðherra fékk boð sama dag og aðrir boðsgestir eins og ætíð stóð til, með svipuðum fyrirvara og gengur og gerist um viðburði af þessu tagi. Auðvelt hefði verið fyrir blaðið að sannreyna þetta með einu símtali. Auk þess er rétt að leiðrétta þá rangfærslu að viðburðurinn fari fram í Háskólabíói. Hið rétta er að hann fer fram í hátíðarsal Háskóla Íslands,“ segir í yfirlýsingunni. Í frétt Fréttablaðsins var haft eftir Sighvati Björgvinssyni, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og samflokksmanni Jóns Baldvins, að hann hafi gert athugasemd hjá forsetaembættinu vegna þess að Jón Baldvin hefði ekki fengið boð á viðburðinn. Sagði Sighvatur að Jón Baldvin hefði svo fengið boðsbréf í tölvupósti á viðburðinn, aðeins fjórum dögum fyrir hann. Jón Baldvin sagðist þó í samtali við blaðið ekki geta sótt viðburðinn enda haldi hann til á Spáni og fyrirvarinn of stuttur til að geta þegið boðið. Hafi áður fengið boð Í yfirlýsingu frá skrifstofu forseta segir ennfremur að einnig megi taka fram að þegar aldarfjórðungur hafi verið liðinn frá endurheimt sjálfstæðis Eystrasaltslandanna árið 2016 hafi forseti boðið Jóni Baldvin Hannibalssyni til viðburðar á Bessastöðum í tilefni þeirra merku tímamóta. „Óhætt er að fullyrða að enginn annar Íslendingur en núverandi forseti (fyrir utan Jón sjálfan) hefur vakið eins oft og vel athygli á atbeina hans örlagaárið 1991 þegar íslensk stjórnvöld studdu dyggilega við sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóðanna,“ segir í yfirlýsingunni. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu forseta Íslands notast embættið við rafrænt boðskortakerfi og hafi boðin á viðburðinn á föstudaginn öll verið send út á mánudaginn. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Eistland Lettland Litháen Háskólar Tengdar fréttir Segir að ekki hafi staðið til að bjóða Jóni Baldvin Fyrrverandi samflokksmaður Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir að íslensk stjórnvöld og Háskóli Íslands hafi ekki ætlað sér að bjóða Jóni Baldvin á hátíðarsamkomu um sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna sem fyrirhuguð er síðar í vikunni. Forsetar ríkjanna þriggja munu allir mæta á samkomuna. 24. ágúst 2022 07:20 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá skrifstofu forseta Íslands þar sem forsíðufrétt Fréttablaðsins er svarað og vinnubrögð blaðsins gagnrýnd. Í fréttinni segir að íslensk stjórnvöld og Háskóli Íslands hafi ætlað sér að hundsa Jón Baldvin vegna viðburðarins. Í yfirlýsingunni segir að á boðslista viðburðarins hafi verið, auk sendinefnda Eystrasaltsríkjanna, ráðherrar ríkisstjórna Íslands á árunum 1988 til 1991 og 1991 til 1995, og fyrrverandi sendiherrar og ræðismenn frá þessum árum. Fékk boð sama dag og aðrir „Fyrrverandi utanríkisráðherra fékk boð sama dag og aðrir boðsgestir eins og ætíð stóð til, með svipuðum fyrirvara og gengur og gerist um viðburði af þessu tagi. Auðvelt hefði verið fyrir blaðið að sannreyna þetta með einu símtali. Auk þess er rétt að leiðrétta þá rangfærslu að viðburðurinn fari fram í Háskólabíói. Hið rétta er að hann fer fram í hátíðarsal Háskóla Íslands,“ segir í yfirlýsingunni. Í frétt Fréttablaðsins var haft eftir Sighvati Björgvinssyni, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og samflokksmanni Jóns Baldvins, að hann hafi gert athugasemd hjá forsetaembættinu vegna þess að Jón Baldvin hefði ekki fengið boð á viðburðinn. Sagði Sighvatur að Jón Baldvin hefði svo fengið boðsbréf í tölvupósti á viðburðinn, aðeins fjórum dögum fyrir hann. Jón Baldvin sagðist þó í samtali við blaðið ekki geta sótt viðburðinn enda haldi hann til á Spáni og fyrirvarinn of stuttur til að geta þegið boðið. Hafi áður fengið boð Í yfirlýsingu frá skrifstofu forseta segir ennfremur að einnig megi taka fram að þegar aldarfjórðungur hafi verið liðinn frá endurheimt sjálfstæðis Eystrasaltslandanna árið 2016 hafi forseti boðið Jóni Baldvin Hannibalssyni til viðburðar á Bessastöðum í tilefni þeirra merku tímamóta. „Óhætt er að fullyrða að enginn annar Íslendingur en núverandi forseti (fyrir utan Jón sjálfan) hefur vakið eins oft og vel athygli á atbeina hans örlagaárið 1991 þegar íslensk stjórnvöld studdu dyggilega við sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóðanna,“ segir í yfirlýsingunni. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu forseta Íslands notast embættið við rafrænt boðskortakerfi og hafi boðin á viðburðinn á föstudaginn öll verið send út á mánudaginn.
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Eistland Lettland Litháen Háskólar Tengdar fréttir Segir að ekki hafi staðið til að bjóða Jóni Baldvin Fyrrverandi samflokksmaður Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir að íslensk stjórnvöld og Háskóli Íslands hafi ekki ætlað sér að bjóða Jóni Baldvin á hátíðarsamkomu um sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna sem fyrirhuguð er síðar í vikunni. Forsetar ríkjanna þriggja munu allir mæta á samkomuna. 24. ágúst 2022 07:20 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira
Segir að ekki hafi staðið til að bjóða Jóni Baldvin Fyrrverandi samflokksmaður Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir að íslensk stjórnvöld og Háskóli Íslands hafi ekki ætlað sér að bjóða Jóni Baldvin á hátíðarsamkomu um sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna sem fyrirhuguð er síðar í vikunni. Forsetar ríkjanna þriggja munu allir mæta á samkomuna. 24. ágúst 2022 07:20