„Erfiðasta símtal sem ég hef átt“ Sindri Sverrisson skrifar 24. ágúst 2022 08:01 María Þórisdóttir var í liði Noregs á EM í Englandi en fær ekki að spila næstu leiki liðsins. Getty/Marcio Machado María Þórisdóttir er í öngum sínum eftir valið á norska landsliðshópnum í fótbolta fyrir komandi leiki í undankeppni HM. María, sem er 29 ára gömul, á að baki 63 A-landsleiki og var í byrjunarliði Noregs þegar liðið hóf keppni á EM í Englandi fyrr í sumar. Í gær var hins vegar ekki einu sinni pláss fyrir hana í 22 manna landsliðshópi sem Hege Riise, nýr landsliðsþjálfari, valdi fyrir komandi leiki við Belgíu og Albaníu. María er miðvörður Manchester United og íslensk í aðra ættina því hún er dóttir handboltaþjálfarans Þóris Hergeirssonar. Hún fór ekki í grafgötur með það hve erfitt hefði verið að kyngja því að hún hefði ekki verið valin í landsliðið: „Það er ekkert launungarmál að þetta er versta símtal sem ég hef átt,“ sagði María við TV 2. „Ég er ótrúlega svekkt og þetta er afskaplega sárt. Það hefur ofboðslega mikla þýðingu fyrir mig að spila fyrir Noreg og ég vil meina að ég hafi eitthvað fram að færa fyrir landsliðið,“ sagði María. Vilde Bøe Risa, samherji Maríu hjá United, er heldur ekki í norska hópnum og alls var fimm leikmönnum skipt út frá því á EM í sumar. Evrópumótið var mikil vonbrigði fyrir Noreg en liðið féll þar úr leik í riðlakeppninni eftir að hafa meðal annars tapað 8-0 fyrir verðandi Evrópumeisturum Englands. Það gæti nú hafa verið síðasti landsleikur Maríu á ferlinum. Fótbolti EM 2022 í Englandi HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Sjá meira
María, sem er 29 ára gömul, á að baki 63 A-landsleiki og var í byrjunarliði Noregs þegar liðið hóf keppni á EM í Englandi fyrr í sumar. Í gær var hins vegar ekki einu sinni pláss fyrir hana í 22 manna landsliðshópi sem Hege Riise, nýr landsliðsþjálfari, valdi fyrir komandi leiki við Belgíu og Albaníu. María er miðvörður Manchester United og íslensk í aðra ættina því hún er dóttir handboltaþjálfarans Þóris Hergeirssonar. Hún fór ekki í grafgötur með það hve erfitt hefði verið að kyngja því að hún hefði ekki verið valin í landsliðið: „Það er ekkert launungarmál að þetta er versta símtal sem ég hef átt,“ sagði María við TV 2. „Ég er ótrúlega svekkt og þetta er afskaplega sárt. Það hefur ofboðslega mikla þýðingu fyrir mig að spila fyrir Noreg og ég vil meina að ég hafi eitthvað fram að færa fyrir landsliðið,“ sagði María. Vilde Bøe Risa, samherji Maríu hjá United, er heldur ekki í norska hópnum og alls var fimm leikmönnum skipt út frá því á EM í sumar. Evrópumótið var mikil vonbrigði fyrir Noreg en liðið féll þar úr leik í riðlakeppninni eftir að hafa meðal annars tapað 8-0 fyrir verðandi Evrópumeisturum Englands. Það gæti nú hafa verið síðasti landsleikur Maríu á ferlinum.
Fótbolti EM 2022 í Englandi HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Sjá meira