Kórdrengir, Grindavík og Vestri með sigra í Lengjudeildinni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. ágúst 2022 20:07 K+ordrengir unnu góðan sigur á Selfossi í kvöld. Vísir/Diego Þremur leikjum í Lengjudeild karla lauk nú rétt í þessu þar sem Grindavík, Vestri og Kórdrengir unnu sigra. Grindavík vann 1-3 útisigur gegn KV, Vestri vann óvæntan 4-1 sigur gegn Fjölni og Kórdrengir lögðu Selfyssinga á útivelli, 0-1. Það var Grímur Ingi Jakobsson sem kom KV yfir gegn Grindvíkingum stuttu fyrir hálfleikshléið, en gestirnir jöfnuðu metin á lokamínútu fyrri hálfleiksins þegar Aron Jóhannsson kom boltanum í netið. Grindvíkingar tryggðu sér svo sigurinn með tveimur mörkum snemma í síðari hálfleik, en það voru þeir Tómas Leó Ásgeirsson og Dagur Ingi Hammer Gunnarsson sem sáu um markaskorunina í seinni hálfleik. Grindavík situr nú í níunda sæti deildarinnar með 23 stig þegar fjórar umferðir eru eftir, 12 stigum fyrir ofan KV sem er svo gott sem fallið úr deildinni eftir úrslit kvöldsins. Þá vann Vestri góðan 4-1 sigur gegn Fjölni þar sem Nicolaj Madsen og Pétur Bjarnason sáu um að skora mörkin í fyrri hálfleik. Vladimir Tufegdzic kom heimamönnum í 3-0 snemma í síðari hálfleik áður en Lúkas Logi Heimisson minnkaði muninn þegar rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Pétur Bjarnason var svo aftur á ferðinni á 76. mínútu og tryggði Vestra þar með 4-1 sigur. Vestri situr í sjöunda sæti deildarinnar með 25 stig, en Fjölnir í því fjórða með 30 stig. tapið í kvöld þýðir einnig að Fjölnismenn eru líklega endanlega búnir að stimpla sig úr baráttunni um sæti í Bestu-deildinni. Að lokum unnu Kórdrengir 0-1 sigur á Selfossi þar sem Loic Mbang Ondo skoraði eina mark leiksins af vítapunktinum á 27. mínútu. Kórdrengir sitja nú í áttunda sæti deildarinnar með 24 stig, einu stigi á eftir Selfyssingum sem sitja í sjötta sæti. Lengjudeild karla Kórdrengir UMF Grindavík Vestri Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Það var Grímur Ingi Jakobsson sem kom KV yfir gegn Grindvíkingum stuttu fyrir hálfleikshléið, en gestirnir jöfnuðu metin á lokamínútu fyrri hálfleiksins þegar Aron Jóhannsson kom boltanum í netið. Grindvíkingar tryggðu sér svo sigurinn með tveimur mörkum snemma í síðari hálfleik, en það voru þeir Tómas Leó Ásgeirsson og Dagur Ingi Hammer Gunnarsson sem sáu um markaskorunina í seinni hálfleik. Grindavík situr nú í níunda sæti deildarinnar með 23 stig þegar fjórar umferðir eru eftir, 12 stigum fyrir ofan KV sem er svo gott sem fallið úr deildinni eftir úrslit kvöldsins. Þá vann Vestri góðan 4-1 sigur gegn Fjölni þar sem Nicolaj Madsen og Pétur Bjarnason sáu um að skora mörkin í fyrri hálfleik. Vladimir Tufegdzic kom heimamönnum í 3-0 snemma í síðari hálfleik áður en Lúkas Logi Heimisson minnkaði muninn þegar rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Pétur Bjarnason var svo aftur á ferðinni á 76. mínútu og tryggði Vestra þar með 4-1 sigur. Vestri situr í sjöunda sæti deildarinnar með 25 stig, en Fjölnir í því fjórða með 30 stig. tapið í kvöld þýðir einnig að Fjölnismenn eru líklega endanlega búnir að stimpla sig úr baráttunni um sæti í Bestu-deildinni. Að lokum unnu Kórdrengir 0-1 sigur á Selfossi þar sem Loic Mbang Ondo skoraði eina mark leiksins af vítapunktinum á 27. mínútu. Kórdrengir sitja nú í áttunda sæti deildarinnar með 24 stig, einu stigi á eftir Selfyssingum sem sitja í sjötta sæti.
Lengjudeild karla Kórdrengir UMF Grindavík Vestri Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira