Fólk með geðrænan vanda hræðist fordóma vegna umræðunnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. ágúst 2022 19:02 Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir geðheilbrigðismál ekki í nógu miklum forgangi í samfélaginu. vísir/egill Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir fólk með geðrænan vanda verða hrætt þegar mál á borð við Blönduósmálið komi upp. Engar rannsóknir sýni tengsl milli geðræns vanda og þess að beita ofbeldi. Fram hefur komið í fréttum í dag að maðurinn, sem talinn er hafa skotið einn til bana og sært annan á Blönduósi í gærmorgun, hafi glímt við geðrænan vanda. Skotfélagið Markviss hafði lýst yfir áhyggjum af andlegri líðan mannsins en að sögn lögreglustjórans á Norðurlandi vestra barst embættinu engin formlega tilkynning um slíkt. Geðheilbrigðismál ekki nógu framarlega í forgangsröðun Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að mál sem þetta segi okkur ekki endilega nokkuð um kerfið eða samfélagið. „Ég veit ekki hvort það sé rétt að taka þetta mál sérstaklega og segja að það segi okkur eitthvað um kerfið eða samfélagið. Hins vegar höfum við hjá Geðhjálp bent á það lengi að gerænar áskoranir og hvernig við tökum á geðheilbrigðismálum almennt í samfélaginu er ekki nægilega gott,“ segir Grímur. „Við þurfum að setja meiri áherslu bæði á forvarnir, sem eru þá alveg frá grunnskóla, leikskóla og út lífið og síðan hvernig við erum að taka á móti fólki í samfélaginu þegar það fer í samfélagsgeðþjónustu. Þessir þættir eru ekki nógu framarlega í forgangsröðinni.“ Birgir Jónsson lögreglustjóri á Norðurlandi vestra sagði í samtali við fréttastofu í dag að ákveðið hafi verið fyrir nokkrum vikum síðan að afturkalla skotvopnaleyfi mannsins. Það hafi verið í vinnslu og hafi á þeim grundvelli staðið til að kalla eftir læknisvottorði til að meta hvort hann væri fær til að vera með skotvopnaleyfi. Grímur segir ljóst að eigi fólk að mega bera skotvopn þurfi það að vera til þess fallið. „Ég er ekki hlynntur skotvopnum sjálfur, mér finnst skotvopn vera eitthvað sem við eigum að hafa sem minnst af í samfélaginu og reyna að forðast slíkt. Hins vegar á það að vera þannig að ef þú ætlar að fara með eitthvað þá þarftu að vera til þess fallinn og geta gert það, þannig að auðvitað þarf að horfa á þá þætti,“ segir Grímur. Fólk með geðrænan vanda líklegra til að verða fyrir ofbeldi Fólk með geðrænan vanda hræðist fordóma í samfélaginu þegar mál sem þetta komi upp. „Það er of mikið af því að við tengjum geðrænan vanda og ofbeldi. Það eru engar rannsóknir sem sýna það. Við erum að horfa á mikið ofbeldi í samfélaginu: Hnífstungur og annað ofbeldi,“ segir Grímur. „Það er hins vegar þannig að fólk sem glímir við geðrænan vanda er tíu sinnum líklegra til að verða fyrir ofbeldi en aðrir og það er kannski það sem við þurfum að horfa á. Umburðarlyndið og annað hverfur stundum af því að við erum svo hrædd. Við verðum óttaslegin þegar eitthvað er ekki eins og okkur finnst það eigi að vera.“ Hann skilji þá hræðslu vel. „Ég skil mjög marga sem búa við einhvers konar áskoranir að svona umræða [hræði þá], því hún fer beint í það að telja að fólk sé hættulegt en það er ekki þannig almennt.“ Manndráp á Blönduósi Lögreglumál Skotvopn Húnabyggð Geðheilbrigði Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira
Fram hefur komið í fréttum í dag að maðurinn, sem talinn er hafa skotið einn til bana og sært annan á Blönduósi í gærmorgun, hafi glímt við geðrænan vanda. Skotfélagið Markviss hafði lýst yfir áhyggjum af andlegri líðan mannsins en að sögn lögreglustjórans á Norðurlandi vestra barst embættinu engin formlega tilkynning um slíkt. Geðheilbrigðismál ekki nógu framarlega í forgangsröðun Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að mál sem þetta segi okkur ekki endilega nokkuð um kerfið eða samfélagið. „Ég veit ekki hvort það sé rétt að taka þetta mál sérstaklega og segja að það segi okkur eitthvað um kerfið eða samfélagið. Hins vegar höfum við hjá Geðhjálp bent á það lengi að gerænar áskoranir og hvernig við tökum á geðheilbrigðismálum almennt í samfélaginu er ekki nægilega gott,“ segir Grímur. „Við þurfum að setja meiri áherslu bæði á forvarnir, sem eru þá alveg frá grunnskóla, leikskóla og út lífið og síðan hvernig við erum að taka á móti fólki í samfélaginu þegar það fer í samfélagsgeðþjónustu. Þessir þættir eru ekki nógu framarlega í forgangsröðinni.“ Birgir Jónsson lögreglustjóri á Norðurlandi vestra sagði í samtali við fréttastofu í dag að ákveðið hafi verið fyrir nokkrum vikum síðan að afturkalla skotvopnaleyfi mannsins. Það hafi verið í vinnslu og hafi á þeim grundvelli staðið til að kalla eftir læknisvottorði til að meta hvort hann væri fær til að vera með skotvopnaleyfi. Grímur segir ljóst að eigi fólk að mega bera skotvopn þurfi það að vera til þess fallið. „Ég er ekki hlynntur skotvopnum sjálfur, mér finnst skotvopn vera eitthvað sem við eigum að hafa sem minnst af í samfélaginu og reyna að forðast slíkt. Hins vegar á það að vera þannig að ef þú ætlar að fara með eitthvað þá þarftu að vera til þess fallinn og geta gert það, þannig að auðvitað þarf að horfa á þá þætti,“ segir Grímur. Fólk með geðrænan vanda líklegra til að verða fyrir ofbeldi Fólk með geðrænan vanda hræðist fordóma í samfélaginu þegar mál sem þetta komi upp. „Það er of mikið af því að við tengjum geðrænan vanda og ofbeldi. Það eru engar rannsóknir sem sýna það. Við erum að horfa á mikið ofbeldi í samfélaginu: Hnífstungur og annað ofbeldi,“ segir Grímur. „Það er hins vegar þannig að fólk sem glímir við geðrænan vanda er tíu sinnum líklegra til að verða fyrir ofbeldi en aðrir og það er kannski það sem við þurfum að horfa á. Umburðarlyndið og annað hverfur stundum af því að við erum svo hrædd. Við verðum óttaslegin þegar eitthvað er ekki eins og okkur finnst það eigi að vera.“ Hann skilji þá hræðslu vel. „Ég skil mjög marga sem búa við einhvers konar áskoranir að svona umræða [hræði þá], því hún fer beint í það að telja að fólk sé hættulegt en það er ekki þannig almennt.“
Manndráp á Blönduósi Lögreglumál Skotvopn Húnabyggð Geðheilbrigði Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira