Vann EM og lagði skóna á hilluna Atli Arason skrifar 22. ágúst 2022 23:30 Ellen White með Evrópumeistaratitilinn. Getty Images Enski framherjinn Ellen White gaf það út fyrr í dag að hún ætlar að leggja knattspyrnuskónna á hilluna og snúa sér að öðrum málum. „Þetta hefur verið ein erfiðasta ákvörðun lífs míns en ákvörðun sem ég veit að er sú rétta fyrir mig. Þessa ákvörðun hefur mig alltaf dreymt um að taka á mínum eigin forsendum og þetta er minn tími til að kveðja fótboltann og fylgjast með næstu kynslóð skína,“ skrifaði White í hjartnæmri færslu á Twitter. Í færslunni þakkar Ellen White öllum þeim sem lögðu hönd á plóg á hennar langa og farsæla knattspyrnuferli. White er 33 ára gömul en hún spilaði meðal annars með Chelsea, Arsenal og Manchester City á sínum ferli. White er markahæsti leikmaður enska landsliðsins frá upphafi en sem knattspyrnukona hefur hún þurft að fara í gegnum alls konar mótlæti til að komast á þann stall sem hún er í dag sem ein sú besta sem hefur spilað leikinn. White hefur þrisvar verið valin sú besta á Englandi en enginn leikmaður, karla eða kvenna, hefur skorað fleiri mörk á stórmóti fyrir England heldur en Ellen White. „Þú verður ekki að vera best/ur í einhverju til að gera drauma þína að veruleika, sjáðu bara mig. Dugnaður, metnaður og ástríða er frábær uppskrift. Ekki láta einhvern segja þér að þú getur ekki gert eitthvað. Mér var einu sinni sagt að ég gæti ekki spilað með strákum og myndi aldrei spila fyrir enska landsliðið. Nú er ég að leggja skónna á hilluna sem Evrópumeistari, með 113 landsleiki á bakinu og 52 mörk fyrir England,“ skrifaði White, en færsluna hennar í heild má sjá hérna að neðan. Thank You Football… pic.twitter.com/WmeDGeX9zT— Ellen White (@ellsbells89) August 22, 2022 Ellen White has scored more goals for the #Lionesses than any other player (52).No man or women has scored more goals at senior major international tournaments for England (10).Enjoy retirement, @ellsbells89. 🕶 pic.twitter.com/nB67QdMta2— Squawka (@Squawka) August 22, 2022 EM 2022 í Englandi Fótbolti Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Færeyingar taka upp VAR Fótbolti Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Handbolti Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Enski boltinn Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Átta liða úrslitin á HM klár Handbolti Fleiri fréttir Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sjá meira
„Þetta hefur verið ein erfiðasta ákvörðun lífs míns en ákvörðun sem ég veit að er sú rétta fyrir mig. Þessa ákvörðun hefur mig alltaf dreymt um að taka á mínum eigin forsendum og þetta er minn tími til að kveðja fótboltann og fylgjast með næstu kynslóð skína,“ skrifaði White í hjartnæmri færslu á Twitter. Í færslunni þakkar Ellen White öllum þeim sem lögðu hönd á plóg á hennar langa og farsæla knattspyrnuferli. White er 33 ára gömul en hún spilaði meðal annars með Chelsea, Arsenal og Manchester City á sínum ferli. White er markahæsti leikmaður enska landsliðsins frá upphafi en sem knattspyrnukona hefur hún þurft að fara í gegnum alls konar mótlæti til að komast á þann stall sem hún er í dag sem ein sú besta sem hefur spilað leikinn. White hefur þrisvar verið valin sú besta á Englandi en enginn leikmaður, karla eða kvenna, hefur skorað fleiri mörk á stórmóti fyrir England heldur en Ellen White. „Þú verður ekki að vera best/ur í einhverju til að gera drauma þína að veruleika, sjáðu bara mig. Dugnaður, metnaður og ástríða er frábær uppskrift. Ekki láta einhvern segja þér að þú getur ekki gert eitthvað. Mér var einu sinni sagt að ég gæti ekki spilað með strákum og myndi aldrei spila fyrir enska landsliðið. Nú er ég að leggja skónna á hilluna sem Evrópumeistari, með 113 landsleiki á bakinu og 52 mörk fyrir England,“ skrifaði White, en færsluna hennar í heild má sjá hérna að neðan. Thank You Football… pic.twitter.com/WmeDGeX9zT— Ellen White (@ellsbells89) August 22, 2022 Ellen White has scored more goals for the #Lionesses than any other player (52).No man or women has scored more goals at senior major international tournaments for England (10).Enjoy retirement, @ellsbells89. 🕶 pic.twitter.com/nB67QdMta2— Squawka (@Squawka) August 22, 2022
EM 2022 í Englandi Fótbolti Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Færeyingar taka upp VAR Fótbolti Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Handbolti Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Enski boltinn Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Átta liða úrslitin á HM klár Handbolti Fleiri fréttir Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sjá meira